Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Kattafár

Hjálp! Hjálp!

Það ríkir ófremdar umsátursástand á heimilinu - og ég er ein heima.
Helvítis kötturinn er alveg brjáluð eftir að hún átti þessa kettlinga. Í gær, áður en hún gaut/fæddi/eitthvað var hún alveg vitlaus íað komast inn´i fataskápana í svefnherbergjunum. Svo núna í morgun þegar ég er um það bil ða fara út í bíl með krakkana þá sjáum við að það er eitthvað undarlegt á seyði hjá Klöru.

Hún grenjar og eigrar um alveg friðlaus. Við nánari athugun sé ég að það vantar eitt kvikyndið í kassann. Svo leitum við og leitum og heyrum alltaf í greyinu inni í herbergi hjá Þóri. Á endanum átta ég mig á því að hann er undir rúminu hans inni í dýnunni einhvern vegin.

Það er ekki umannað að gera en að klippa gat neðan á rúmbotninn og þannig næst hann svo út á endanum. En það erkki allt búið enn því á meðan á þessu stendur er Klara búin að drösla hinum fram á gólf og bíður færis að komast með þá inn i herbergi til þess þriðja. Þórir og Jónheiður reyna bæði að tjónka við hana en hún tekur þá aftur og aftur í kjaftinn og upp úr kassanum. Á endanum tekst mér að koma öllum kvikyndunum í þvottahúsið og börnunum í skólann - allt of seint auðvitað.

Þegar ég kom heim aftur og ætlaði að ráðast á heimaprófið galvösk fékk ég ekki frið því Klara djöflaðist stöðugt á hurðinni með klónum og grenjaði samfellt. Ég reyni að bölva henni og sussa á hana en það gekk auðvitað ekki.

Þá hringdi ég í Óla - ég meina hann vill hafa þessi helvítis kvikyndi og átti einu sinni 19 ketti í allt og þykist vera einhver kattahvíslari og nógu mikið er hann að bonda við þennan andskota þegar hann gefur sig í það og hann getur bara séð um þetta........................ Jú sko sjáðu nú til kona (nánast) hún vill ekki vera í þvóttahúsinu af því ða hún á von á að aðrir kettir komi inn um gluggann eins og venjulega. Settu þá inn á bað og matinn hennar og lokaðu hurðinni.

Og núna sem sagt er baðherbergið upptekið.


Jæja

Það hefur fjölgað um þrjá í fjölskyldunni síðan ég bloggaði í dag. Hins vegar erum við 6 handklæðum fátækari hvernig sem var nú hægt að koma því við.

En hvað um það.

Annars er ég að taka heimapróf þessa viku þannig að sennilega munu hrynja hérna inn misgáfulegar bloggfærslur í gríð og erg. Það vill brenna við að maður þurfi bráðnauðsynlega að tjá sig um eitthað nauðaómerkilegt sem engum kemur við - hvað þá hefur áhuga á - þegar próf og ritgerðir vofa yfir manni eins og hrafn með feigaðarspá að vopni.

Ætti að vera á fundi í skólanum um áhrif tölvunotkunar á börn. En maður verður að reyna að akta til fulls í hlutverkinu og láta sig slíkt ónæði litlu skipta. Örverpið mitt segir mér nefnilega reglulega að ég sé slæm móðir (fæ reyndar alltaf ákaflega hjartnæm ástar og saknaðar iðrunarbréf skömmu síðar). En krakkakvikyndið hefur nokkuð til síns máls. Ef mamma er ekki í skólanum þá er hún að læra og ef hún er ekki að læra þá er hún að gera húsverkin nöldrandi. Nú ef hún er ekkert að gera þá er hún með móral yfir því að hún ætti nú að vera að gera eitthvað og nöldrar þá yfir sjónvarpsþulunni eða aksturslagi nágrannanna eða bara einhverju tilfallandi.

Nú svo er ég gæludýrahatari líka þannig að þetta er no-win-situation hjá mér.

En ég fer að ráðum góðvinkonu minnar Sólhildar Svövu og er byrjuð að leggja fyrir í sálfræðisjóð fyrir börnin.


Ekki minn tebolli

Kötturinn Klara er í þessum töluðu orðum að fæða eða gjóta eða eignast kettlinga frammi í þvottahúsi.

Ég skil ekki þennan kött. Ég tala aldrei við hana, kem aldrei við hana, kvarta undan ónæði og óþrifnaði af henni og kippi snöggt í sængina mína ef hún vogar sér upp í. Gæludýr eiga ekkert erindi upp í rúm hjá mér.

Samt er hún búin að grenja stöðugt á mig og elta mig um allt síðan í gærkvöldi. Ég reyndi að segja þessu fólki hérna sem ég bý með að það væri komið að þessu. En nei nei þeir vissu nú betur. Prins Valdimar vildi til dæmis meina að það væru 2-3 vikur eftir. Ekki veit ég hvernig hann þykist geta vitað það, vil ekki vita það - hrýs reyndar hugur við því.

En sem sagt kötturinn er búinn að vera óléttur í einhvern tíma (reyndi líka að segja þeim að hún væri ólétt - en nei það var bara rugl í mér) og er að eignast einhvern slatta af afkvæmum þarna frammi akkúrat núna. Það sem ég skil ekki er að hún skuli hafa viljað gera mér viðvart og heimta athygli frá mér í þessu sambandi. Ef hún heldur að af því að ég er kvenkyns þá geti ég aðstoðað hana eitthvað þá er hún heldur betur á villigötum. Ég hef aldrei fætt af mér eitt eða neitt - er með rennilás.

Og þó - ég skamma stundum krakkana þegar hana vantar að éta og drekka. Hún sjálfsagt áttar sig á því að ég er matmóðir hennar þótt ég hati hana af öllu hjarta og sé búin að bíða og bíða eftir því að hún fari að heiman.

En þetta verður allt í lagi. Ég hringdi í Önnu systir og hún er að græja þetta - ég kem ekki nálægt þessu!


Hvað dreymdi þig í nótt?

Fyrir 100 árum dreymdi Íslendinga mest fyrir veðri, feigð, bata í veikindum, fiskeríi, ábata og gestakomum.

En núna? Fyrir hverju skyldi okkur dreyma núna?

Mig dreymir oft að ég er að verða of sein í vinnuna, allt gengur á afturfótunum og ég get ekki hringt til að láta vita, bíllinn bilar, hleyp af stað en kemst ekki áfram, hurðin læst, vinnudagurinn búinn....................

Hvað dreymdi þig í nótt?


Lengsta trúlofun í heimi!

Hvað ætli Andrés og Andrésína séu búin að vera lengi trúlofuð?

Æ, æ, æ

Voðalega fannst mér lítið smart hjá menntamálaráðherranum okkar í fréttum í gær að segjast ætla að fara til Kína en ef hin Norðurlöndin ákveði að fara ekki þá verði hún heima.

Frá mér til þín

Amma mín kenndi mér það að þegar maður eignast eitthvað þá eigi maður alltaf að deila því með öðrum. Hún fullyrti að þá kæmi það margfalt til baka.

Þetta er kannski bara kristilegt siðferði eða eitthvað en það skiptir ekki máli hvaðan gott kemur. Hún var algerlega sannfærð um þetta og það sem meira er - hún iðkaði þetta alla ævi. Árangurinn lét ekki á sér standa. Hún var elskuð og dáð fyrir fölskvaleysi og manngæsku. Hún var svona kona sem fóki leið vel nálægt og þurfti ekki að setja sig í stellingar gagnvart.

Fyrir sennilega 10 árum fór ég á þriggja daga námskeið hjá konu sem heitir Victoria Moran. Hún hafði margt að segja og kenna en það sem hún lagði mesta áherslu á umfram allt annað var ágæti hugleiðslu. Ég hafði þá gert ótal margar tilraunir til að hugleiða alveg frá því á unglingsárunum en var alltaf svo upptekin af því að ég væri ekki að gera RÉTT að ég hætti jafnharðan að reyna. Victoria predikaði að það væri ekki hægt að hugleiða rétt. Ég fór heim og prófaði. Það gekk illa en svo prófaði ég aftur morgunin eftir. Það gekk líka illa.

Ég gafst ekki upp og samfellt í 1 ár hugleiddi ég á hverjum einasta morgni í nákvæmlega 18 -23 mínútur. Ég þurfti ekki klukku, þetta gerðist bara sjálfkrafa. Það er skemmst frá því að segja að líf mitt breyttist til muna og margir góðir hlutir eiga sér upphaf og tilurð á þessu tímabili.

Svo gafst ég auðvitað upp á að fara á fætur kl. 6 og hætti. En ég hef alltaf tekið tarnir inn á milli og prófað ýmsar tímasetningar dagsins. Þó ég sé sannfærð um að morguninn sé heppilegastur þá bara get ég ekki vaknað að staðaldri kl. 6.

En ég hugleiði flesta daga og mig langar að deila því með þér í þeirri von um að þú prófir líka. Sláðu inn á netinu orðinu´meditation´og lestu um hugleiðslu. Prófaðu - ég lofa þér því að þú græðir á því.

Mundu bara tvennt: Bakið verður að vera beint (þess vegna er lótus-stellingin en ekki bara af því að það er svo cool) og það er ekkert rétt og rangt í hugleiðslu - bara gott.

Verði þér að góðu................


Þett´er ekki andskotalaust

Bara svona af því að ég veit að þið eru alveg geðveikt spennt yfir því að fá að vita hvernig diet coke bindindið mitt gengur (og þið sem kannist eitthvað við gripinn eigið ekki von á því í heitasta helvíti að ég hafi staðið mig frekar en í öðrum álíka átökum um ævina) þá ætla ég bara svona rétt að stinga því að ykkur að ekki einn einasti dropi af þeim óþverra hefur ratað inn fyrir mínar varir til þessa augnabliks sem nú líður inn í eilífðina.

Ekki heldur neitt annað sem í eru gerfisætuefni af nokkru tagi.
Sem sagt bara vatn, sódavatn, kristall, einstaka kaffibolli og appelsín með sykri.
Er reyndar ekki alveg laus með öllu við nett sturlunareinkenni á köflum - en ætli ég hafi nokkurn tíma verið það hvort eð er?

Aðskilnaðarkvíðinn hefur þó smátt og smátt vikið fyrir fortíðarglýju. Því óttast ég að enn þurfi ég að vera á varðbergi því svo má lengi glýja gallið að gott þyki.


Áttaviti óskast!

Hef verið að velta því fyrir mér í dag hvað ég myndi velja mér að ævistarfi ef ég þyrfti aldrei framar að hafa áhyggjur af peningum og hefði tryggingu fyrir því að það sem ég gerði myndi ekki mistakast.

Hvernig sem ég hugsa málið kemur alltaf það sama upp í kollinn. Ég myndi gerast gamldags fræðimaður. Þið vitið svona lítil hokin kona með gleraugu og hnút í hárinu sem enginn veit eiginlega alveg fyrir víst hvað hefur fyrir stafni allan daginn. Nýjum starfsmönnum yrði kennt að banka ef þeir þyrfti að tala við skrítnu konuna en annars bara vera ekkert að þvælast á hættuslóðum að nauðsynjalausu. Skrifstofan mín yrði óreiðukennd kompa eins og þessar sem ræstingakonur bölva sem mest. Þar inni væri loftið þykkt af einhverju torkennilegu andrúmslofti sem gæfi fyrirheit um eitthvað ennþá torkennilegra.

Þegar ég hrykki svo loksins upp af þyrfti að láta draga strá um það hver neyddist til að tæma herbergið. Reyndar myndi fullt af fólki bíða spennt eftir því að ráðgátan leystist. Þó enginn svo spenntur að hann væri til í að bjóða sig fram. Í þann mund sem drátturinn væri að hefjast kæmi svo einhver bjargvættur í likama íslensku- eða fornfræðanörds og lýsti sig reiðubúinn að takast á hendur stórvirkið.

Þá kæmi auðvitað hið sanna í ljós. Konan var bara sérvitringur sem vissi allt mögulegt um eiginlega ekki neitt og þetta ekki neitt væri orðið svo úrelt að enginn vildi gera nokkuð með það.

En sko það bíttar ekki. Mér myndi finnast ég hafa verið að vinna voða merkilegt og þarft starf. Áttaði mig ekkert á því að tímarnir hefðu breyst - og svo bara væri ég dauð hvort eð er.


Það kom að því

Gaman að segja frá því að svona til tilbreytingar var ekki nein neikvæðni/nöldur/rifrildis frétt frá Hveragerði í local-blöðunum síðasta fimmtudag.

Svo sá ég að efna á til samkeppni um nýtt miðbæjarskipulag.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband