Leita í fréttum mbl.is

Frá mér til þín

Amma mín kenndi mér það að þegar maður eignast eitthvað þá eigi maður alltaf að deila því með öðrum. Hún fullyrti að þá kæmi það margfalt til baka.

Þetta er kannski bara kristilegt siðferði eða eitthvað en það skiptir ekki máli hvaðan gott kemur. Hún var algerlega sannfærð um þetta og það sem meira er - hún iðkaði þetta alla ævi. Árangurinn lét ekki á sér standa. Hún var elskuð og dáð fyrir fölskvaleysi og manngæsku. Hún var svona kona sem fóki leið vel nálægt og þurfti ekki að setja sig í stellingar gagnvart.

Fyrir sennilega 10 árum fór ég á þriggja daga námskeið hjá konu sem heitir Victoria Moran. Hún hafði margt að segja og kenna en það sem hún lagði mesta áherslu á umfram allt annað var ágæti hugleiðslu. Ég hafði þá gert ótal margar tilraunir til að hugleiða alveg frá því á unglingsárunum en var alltaf svo upptekin af því að ég væri ekki að gera RÉTT að ég hætti jafnharðan að reyna. Victoria predikaði að það væri ekki hægt að hugleiða rétt. Ég fór heim og prófaði. Það gekk illa en svo prófaði ég aftur morgunin eftir. Það gekk líka illa.

Ég gafst ekki upp og samfellt í 1 ár hugleiddi ég á hverjum einasta morgni í nákvæmlega 18 -23 mínútur. Ég þurfti ekki klukku, þetta gerðist bara sjálfkrafa. Það er skemmst frá því að segja að líf mitt breyttist til muna og margir góðir hlutir eiga sér upphaf og tilurð á þessu tímabili.

Svo gafst ég auðvitað upp á að fara á fætur kl. 6 og hætti. En ég hef alltaf tekið tarnir inn á milli og prófað ýmsar tímasetningar dagsins. Þó ég sé sannfærð um að morguninn sé heppilegastur þá bara get ég ekki vaknað að staðaldri kl. 6.

En ég hugleiði flesta daga og mig langar að deila því með þér í þeirri von um að þú prófir líka. Sláðu inn á netinu orðinu´meditation´og lestu um hugleiðslu. Prófaðu - ég lofa þér því að þú græðir á því.

Mundu bara tvennt: Bakið verður að vera beint (þess vegna er lótus-stellingin en ekki bara af því að það er svo cool) og það er ekkert rétt og rangt í hugleiðslu - bara gott.

Verði þér að góðu................


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 56308

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband