Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
5.4.2008 | 12:36
Ókeypis ferð með tímavél - hvert viltu fara og hvað viltu vita?
Í dag sit ég við skriftir. Viðfangsefnið er draumatrú Íslendinga.
Þetta er skemmtilegt en vandasamt þar sem ramminn er þröngur, aðeins 1500 orð. En það reddast auðvitað allt saman. Heimildirnar eru það sem mig langar að tala um hérna. Fyrir utan ýmsar misvitrar bækur er ég nefnilega að skoða svör við spurningalista sem Þjóðminjasafnið sendi út árið 1985 að mig minnir. Þar er spurt um drauma, fyrirburði og spádóma og allt mögulegt tengt þessu efni.
Ein 116 svör bárust við þessum tiltekna spurningalista frá fólki sem fætt er á fyrstu árum 20. aldar. Þetta er alveg bráðskemmtileg lesning. Þarna kemur margt fram aftur og aftur en inn á milli koma svo ýmsar aukauppýsingar eins og alltaf þegar um persónulegar heimildir er að ræða.
Þessi svör og eins svör við fjöldanum öllum af öðrum spurningalistum um ólík efni má nálgast í þjóðháttasafni Þjóðminjasafns Íslands í Setbergi á háskólasvæðinu. Þetta eru þúsundir blaðsíðna. Þarna liggur ógrynni af upplýsingum um mannlíf fyrri ára, lífsviðhorf fólksins, drauma þess og væntingar, starfshætti, félagshegðun, skemmtanalíf, fatagerð, matargerð og bara allt milli himins og jarðar. Þetta hefur ekki verið mikið notað til þessa. Þarna eru óendanlegir notkunarmöguleikar bæði í fræðilegum tilgangi og fyrir rithöfunda af öllu tagi, fyrir fólk sem er í ferðaþjónustu eða auglýsingabransanum og bara yfirleitt alla sem vinna við skapandi störf af einhverju tagi.
Þú getur bara sest upp í tímavélina og allt þetta bíður eftir þér þegar þér hentar.
Finnst ykkur þetta ekki skemmtilegt?
Mér finnst það!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2008 | 18:41
Enn ein helgin........
.......hefur læðst aftan að mér án þess að gefa svo mikið sem vísbendingu um að hún sé á leiðinni. Það var áreiðanlega mánudagur í gær en nú skilst mér að sé komin föstudagur.
það er sem sagt búið að gengisfella vikuna og enn ein skepnan er fallin í valinn. Fimmtugsaldurinn felldi hana í dag og ég er viss um að hann bauð ekki upp á síðasta smókinn eða nautalundir við dúklagt borð áður en höggið reið af.
Hugheilar óskir til Ebbu Lóu sem er fertug í dag og getur ekkert að því gert!
Nú getur hún aumingjans litla ég ekkert gert annað en að bíða í angist eftir því að dauðans óvissi tími færist nær og nær með hverjum deginum því eigi má sköpum renna -
hverjum sem það er nú að kenna..............
Geturðu lánað mér penna?
Hvað ætli sé að frétta af Venna?
Það er eitthvað að brenna
yfir
í hausnum á mér held ég bara andskotansruglerþettaíþérkonahaltukjaftiogvertusætþúertekkidauðenn!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2008 | 13:35
Ekki dauð enn........
.........málið er bara að allt sem mig hefur langað að tjá mig um síðustu daga er af þeim toga að vera að meira eða minna leyti efni í meiðyrðamál þannig að ég hef bara ákveðið að þegja.
Svona er maður alltaf að þroskast og vitkast með aldrinum (eða það að ellibömmerinn er svona gersamlega að fara með konuna)
Heyrumst
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
810
-
leifurl
-
latur
-
hjolaferd
-
birgitta
-
katrinsnaeholm
-
vefritid
-
ragnarfreyr
-
dofri
-
halkatla
-
svavaralfred
-
kolgrima
-
svala-svala
-
helgafell
-
bjarnihardar
-
brell
-
salkaforlag
-
brjann
-
gattin
-
brandarar
-
ebbaloa
-
eddabjo
-
kokkurinn
-
gudmundurhelgi
-
hallarut
-
snjolfur
-
disdis
-
holmdish
-
haddih
-
kreppan
-
jenfo
-
larahanna
-
lillagud
-
loaloa
-
rutlaskutla
-
klarak
-
vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Innhverf manneskja sem elskar fólk
- Potturinn þrefaldur næst
- Hlýjasta aprílbyrjun aldarinnar
- Mótmæla brottvísun Oscars
- Töluvert magn fíkniefna á Húsavík
- Bora tvo kílómetra í leit að vatni fyrir Hafnarfjörð
- Strandaglóparnir komast að óbreyttu heim í kvöld
- Erfiður vetur og veikindi enn mikil
- Stútur reyndi að snúa við á ölvunarpósti
- Þjóðin öll upplifði hann sem vin sinn