Leita í fréttum mbl.is

Jæja

Það hefur fjölgað um þrjá í fjölskyldunni síðan ég bloggaði í dag. Hins vegar erum við 6 handklæðum fátækari hvernig sem var nú hægt að koma því við.

En hvað um það.

Annars er ég að taka heimapróf þessa viku þannig að sennilega munu hrynja hérna inn misgáfulegar bloggfærslur í gríð og erg. Það vill brenna við að maður þurfi bráðnauðsynlega að tjá sig um eitthað nauðaómerkilegt sem engum kemur við - hvað þá hefur áhuga á - þegar próf og ritgerðir vofa yfir manni eins og hrafn með feigaðarspá að vopni.

Ætti að vera á fundi í skólanum um áhrif tölvunotkunar á börn. En maður verður að reyna að akta til fulls í hlutverkinu og láta sig slíkt ónæði litlu skipta. Örverpið mitt segir mér nefnilega reglulega að ég sé slæm móðir (fæ reyndar alltaf ákaflega hjartnæm ástar og saknaðar iðrunarbréf skömmu síðar). En krakkakvikyndið hefur nokkuð til síns máls. Ef mamma er ekki í skólanum þá er hún að læra og ef hún er ekki að læra þá er hún að gera húsverkin nöldrandi. Nú ef hún er ekkert að gera þá er hún með móral yfir því að hún ætti nú að vera að gera eitthvað og nöldrar þá yfir sjónvarpsþulunni eða aksturslagi nágrannanna eða bara einhverju tilfallandi.

Nú svo er ég gæludýrahatari líka þannig að þetta er no-win-situation hjá mér.

En ég fer að ráðum góðvinkonu minnar Sólhildar Svövu og er byrjuð að leggja fyrir í sálfræðisjóð fyrir börnin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Til hamingju með "ömmubörnin"

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 15.4.2008 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 56308

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband