Leita í fréttum mbl.is

Áttaviti óskast!

Hef verið að velta því fyrir mér í dag hvað ég myndi velja mér að ævistarfi ef ég þyrfti aldrei framar að hafa áhyggjur af peningum og hefði tryggingu fyrir því að það sem ég gerði myndi ekki mistakast.

Hvernig sem ég hugsa málið kemur alltaf það sama upp í kollinn. Ég myndi gerast gamldags fræðimaður. Þið vitið svona lítil hokin kona með gleraugu og hnút í hárinu sem enginn veit eiginlega alveg fyrir víst hvað hefur fyrir stafni allan daginn. Nýjum starfsmönnum yrði kennt að banka ef þeir þyrfti að tala við skrítnu konuna en annars bara vera ekkert að þvælast á hættuslóðum að nauðsynjalausu. Skrifstofan mín yrði óreiðukennd kompa eins og þessar sem ræstingakonur bölva sem mest. Þar inni væri loftið þykkt af einhverju torkennilegu andrúmslofti sem gæfi fyrirheit um eitthvað ennþá torkennilegra.

Þegar ég hrykki svo loksins upp af þyrfti að láta draga strá um það hver neyddist til að tæma herbergið. Reyndar myndi fullt af fólki bíða spennt eftir því að ráðgátan leystist. Þó enginn svo spenntur að hann væri til í að bjóða sig fram. Í þann mund sem drátturinn væri að hefjast kæmi svo einhver bjargvættur í likama íslensku- eða fornfræðanörds og lýsti sig reiðubúinn að takast á hendur stórvirkið.

Þá kæmi auðvitað hið sanna í ljós. Konan var bara sérvitringur sem vissi allt mögulegt um eiginlega ekki neitt og þetta ekki neitt væri orðið svo úrelt að enginn vildi gera nokkuð með það.

En sko það bíttar ekki. Mér myndi finnast ég hafa verið að vinna voða merkilegt og þarft starf. Áttaði mig ekkert á því að tímarnir hefðu breyst - og svo bara væri ég dauð hvort eð er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 56308

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband