Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
20.1.2009 | 09:16
Í Jesú nafni
Það er svo sem eitt og annað sem vekur manni viðbjóð þessa dagana.
En í dag nær ekkert að toppa frásögn Fréttablaðsins af samveru og samlyndi þeirra félaganna Gunnars í Krossinum og Geira Goldfinger í skíta-útskröpunarstöð í Póllandi.
Haldiði að það verði ekki munur fyrir Geira að geta nú beðið Jesús að fyrirgefa sér á daginn og selt svo konur á kvöldin? Alveg hreint dásamlegt fyrirkomulag og allt saman svo innilega samkvæmt örlögunum - ég meina ekki hittust þeir englapungarnir þarna fyrir tilviljunina eina saman!
Mér flökrar við þessum mönnum í sitthvoru lagi hvað þá saman.
Og nú geta þeir báðir framið óyndisverk sín með fulltingi Kristninnar - útbreiddustu og best dulbúnu ofbeldis- og glæpasamtaka allra tíma.
Hallelúja!
xxx
Fía litla
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.1.2009 | 23:46
Grínið búið - í bili!
Jæja þá byrjar ballið á morgun. Hið nær endalausa jólaleyfi er runnið á enda!
Nenni samt svo innilega ekki að hefja 7 skólaárið mitt í röð!
Maður er aldrei ánægður - fríið of langt, hangsið orðið leiðinlegt en samt er skólabyrjun mér ekki að skapi.
Djöfull getur maður verið klikkaður !!!!!!!!!!!!!
lovjú
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2009 | 15:55
Ja hver andskotinn !
Ég átti reyndar alls ekki við neitt í þessa veruna þegar ég var að dylgja eitthvað um að kannski gerði Framsókn einhverjar krúsindúllur í framtíðinni.
Asskoti eru þeir grínfullir þarna í Framsókn!
xxx
Fía litla
Valgerður fær jafnréttisverðlaun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.1.2009 | 10:55
Bóndamenn eða miðaldra skvísur með próf í hattasaum?
Hvort ætli Framsókn verði hér eftir jafnaðarsinnaður borgaraflokkur með hægri slagsíðu eða sérsinnaður bændaflokkur með dass af þjóðernishyggju?
Það er ákveðinn þjóðernissveimur í gangi í landinu en sjálfri finnst mér hann sprottinn meira úr borgaralegri átt en úr jaðrinum. Snýst meira um atriði eins og trendí íslenska hönnun og þannig um lengra komna úrvinnslu lanbúnaðarafurða til dæmis heldur en grunnvinnsluna heima í sveitunum.
Allt á huldu.
Hvern hefði til dæmis getað órað fyrir því að Evrópumálið yrði afgreitt með 90% atkvæða?
Og hverjir ætli kjósi svo flokkinn í vor ???
xxx
Fía litla
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2009 | 13:00
Skrýtið........
.............hvernig allt verkast!
Nú má finna grein í Mogganum um það hvernig Hallgrímur Helgason rithöfundur geti jafnvel talist útrásarrithöfundur Íslendinga. þar er honum legið á hálsi að hafa á sama tíma hengt sig á auðmagnið og gagnrýnt framgang þeirra sem höndluðu það.
Mjög fyndið - eða það finnst mér.
Hingað til hefur hvorki múgurinn né elítan mátt vatni halda vegna mikilfengleik höfundarverks Hallgríms. Hann hefur bæði verið verðlaunaður og mærður af öllum sem vettlingi geta valdið undanfarin ár.
Samt er hann einhver ofmetnasti rithöfundur sem Íslandi hefur getið af sér til þessa.
Ekki vil ég manninum Hallgrím nokkuð annað en gott. Þess vegna hefur mér fundist voðalega vont að hlusta á þennan mærðarkór. það er engum hollt að vera stöðugt sagt ósatt um sig og sína hæfileika.
Hallgrímur er ekki góður rithöfundur!
Verk hans eru meira eða minna ein alsherjar sjálfshátíð. Hann er alltaf að skrifa um sjálfan sig. Skoðanir hans eru svo allt um lykjandi að hvergi er þar nokkurt andrými að finna.
Afsakið en þetta eru bara slæmar bókmenntir - og það er fullt af fólki sem skynjar það.
En þetta er aldrei sagt opinberlega.
Reyndar sögðu fastagagnrýnendur Kiljunnar það bæði tvö að síðasta bók Hallgríms (heitir eitthvað um að hætta einhverju og fara að vaska upp !!!) væri langt í frá hans besta verk til þessa. Hvorugt sagði það beint út að þetta væri sorp. Sem þessi bók er, því miður - aðallega fyrir Hallgrím.
Ég hlustaði á upplestur höfundar einhvers staðar á Laugaveginum í Desember. Það var pínlegt. Ég er viss um að þessi maður þarf ekki að setja sig svona niður.
Ég hef hins vegar heyrt að hann sé fantagóður í myndlist.
Svo finnst mér hann skemmtilegur pistlahöfundur.
Grunar að hann gæti líka verið ágætis fyrirlesari - veit ekki alveg í hvaða geira samt.
En alla vega - fyndið hvernig allt verkast og velkist, hvernig eitt er best í dag og annað á morgun.
Þess vegna er það eina skynsamleg í stöðunni að gera á hverjum tíma aðeins það sem maður virkilega vill, þráir og hefur ánægju af. það er að segja að vera sjálfum sér samkvæmur.
Ég er viss um að þið hafið nú þegar áttað ykkur á því hvernig þessi speki tengist Hallgrími Helgasyni ................................................................
Eitthvað segir mér að þetta með útrásarvíkinga-samlíkinguna sé allls ekki svo fjarri lagi.
það er nefnilega svo margt sem bendir til þess að þessi glöggi og greindi maður hafi gleymt sér í því að selja sig og sínar hugmyndir í því ógnar árferði sem ríkt hefur á Íslandi.
Ég á auðvitað við að hann hafi skrifað til að selja en ekki til að seðja.
Þetta höfum við mörg verið að gera þótt svo við lifum ekki jafn opinberu lífi eins og til að mynda Hallgrímur.
Við eigum að hætta þessu, vera sönn á hverjum degi.
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2009 | 08:54
Þegar allir aðrir eru að meika það!
Það er ótrúlega frelsandi að opna stundum kvikuna og sína fólki alveg ofan í maga á sér. Best að halda því bara áfram :)
Burt séð frá öllu því sem er augljóslega að í íslensku samfélagi í dag erum við líka mjög sjálfhverfur og efnislega þenkjandi hópur við Íslendingar.
Það veldur því að við gerum mjög mikið af því að bera meinta stöðu okkar saman við meinta stöðu náungans. Við virðumst svo í ofanálag vera haldin þeim grillum að allir aðrir séu meira og minna að meika það sjö daga vikunnar.
Kannastu við að hafa verið stödd/staddur í Bónus og hugsað með þér hvað nágranni þinn sé nú alltaf flottur í tauinu? Hvað allt hans fas sé fumlaust og fagurt? Hvað þú sért mikill slóði og plebbi í ljósi þessa sjálförugga náunga sem ber af þarna í kassaröðinni?
Sennilega dettur þér svo næst í hug að hann sé áreiðanlega mjög skipulögð persóna sem sé með allt sitt á hreinu, afkasti ótrúlega miklu á hverjm sólarhring en eigi samt allta slatta af aukatíma eftir til að njóta listisemda lífsins með sinni fullkomnu fjölskyldu. Þú veist kannski ekki fyrr en þú ert farinn að velta því fyrir þér hvernig þau hjónin fari að því að vera alltaf svona ástfangin og hvort þau hafi hugsanlega fengið arf nýlega þar sem þau virðist vera að gera það svo gott fjárhagslega. Ef röðin er löng gætirðu jafnvel misst þig í að spá í hvernig standi á því að þú sért ekki svona fullkominn, hvort þú eigir ekki að banna krökkunum þínum að leika við krakkana þeirra svo þau komist nú ekki á snoðir um það hversu misheppnað þitt líf sé og hvað heimilið er óreiðukennt og halló.
Slepptu þessu bara!
Þú getur verið alveg viss um að hann hugsar það nákvæmlega sama um þig eða einhvern annan í röðinni.
Ef öll sú orka sem fer í þetta bull færi í eitthvað allt annað væri veruleiki okkar öðruvísi og betri en hann er í dag.
Victoria Moran sem ég hef áður sagt ykkur frá hérna á blogginu mínu, mælir með því að þú byrjir hvern dag á að telja upp í huganum eða jafnvel skriflega 10 atriði sem þú getur verið þakklátur fyrir akkúrat þá stundina.
Ég reyndi það á tímabili en endaði alltaf með því að skrifa eitthvað allt annað og meira en til stóð.
Hugleiðsla er hins vegar það frábærasta sem ég hef tekið mér fyrir hendur í lífinu til þessa.
Nei - ég er ekki fullkominn í því frekar en öðru, hafðu ekki áhyggjur!
Stundum líða vikur og mánuðir sem ég hugleiði ekki. En ég byrja alltaf á því aftur. Og sama hversu erfitt það er þá endar alltaf með því að ég gefst upp á að gera það seinnipartinn eða á kvöldin og fer þess í stað á fætur eldsnemma á morgnana.
Ef þú kannast við að vera eins og þessi með sjálfsefasemdirnar og ranghugmyndirnar í kassaröðinni þá endilega kynntu þér hugleiðslu. Það eru til margar útfærslur og aðferðir. Kostar ekkert og getur ekki skaðað þig. Mín reynsla er sú að því einfaldara sem formið er því betra.
Bloggvinur minn, Leifur, gæti komið þér á sporið.
Hafðu það gott í dag..........
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2009 | 13:50
Þú ert svo pólitísk Soffía!
Þetta hafa ekki færri en hundrað og þrír sagt við mig í gegnum tíðina.
Og þetta er satt, ég er mjög pólitísk!
Að vera pólitískur er í raun ekki annað en að hafa einlægan áhuga á því hvernig málum er stjórnað í því samfélagi sem maður tilheyrir og vilja um leið hafa eitthvað um það að segja.
Svo eru til alls konar litir og stefnur í pólitík sem eru í eða eiga að vera í stöðugri endurmótun. Það er hættulegt að festast í hugsanagangi hver svo sem hann er.
En auðvitað fylgir böggull skammrifi. Flestir þeir sem eru pólitískir eru líka metorðagjarnir, valdsæknir og jafnvel pínulítið athyglissjúkir - meira að segja kannski líka frekir. Þess vegna fer oftast eins og það fer, menn ofmetnast af valdi, blindast og misnota það. Sumir valda jafnvel meiri skaða en þeir gera gagn.
Ég er sek um þetta allt saman - eða hefði líklega orðið það ef ég hefði látið til leiðast þegar núverandi bankamálaráherra stóð á tröppunum hjá mér og bauð mér 2 eða 3 sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi á sínum tíma. Ég mátti velja. Ég sagði nei takk.
Á þeim tíma þorði ég ekki.
Í dag veit ég að ég er ekki hæf. Við verðum að segja sjálfum okkur satt og ekki síst þegar kemur að því að meta stöðu okkar og getu til ólíkra verka. Það er skylda hvers fullorðins manns - líka pólitíkusa!
Ég óttast að það séu margar Soffíur í íslenskum stjórnmálum í dag. Fólk sem hefur nokkuð skýrar meiningar um lífið og tilveruna, vill vel en á ekki erindi í alvörunni. Það er ekkert ljótt við það. Við gerum öll mistök í lífinu.
Það er bara svolítið dýrt spaug þegar mistökin kosta börnin okkar og jafnvel barnabörnin lífskjörin og æruna.
Við eigum þess vegna að prófa fagstjórn í lands- og sveitarstjórnarmálum í auknum mæli á næstu árum!
Þó ætla ég fæstum það að þeir standi sig illa af ráðnum hug.
Flestir vilja sannarlega vel en skilja svo hvorki leikreglurnar né ráða við að smjúga inn í valdaklíkuna sem á Ísland með húð og hári.
Stundum segi ég óvarlega hluti um fólk sem ég þekki ekki.
Það gerist þegar ég er reið.
Ég verð reið þegar ég er hrædd - þegar öryggistilfinningu minni er ógnað.
Þó held ég að skammirnar geti jafnvel gert gagn ef þær eru settar fram í einlægni.
Í dag langar mig að þakka þeim íslensku stjórnmálamönnum sem eru að gera sitt besta. Ég finn til með þeim mörgum.
Ég er þannig stemmd í augnablikinu.
Ég held ég noti þessa glufu og þakki þeim sem mér hugnast síst í landslagi íslenskra stjórnmála, Sjálfstæðisflokknum og jafnvel Davíð Oddsyni fyrir margt gott og gagnlegt sem frá því fólki öllu hefur komið í gegnum tíðina.
Restina reyni ég að læra að fyrirgefa þeim því þau vissu sennilega ekki betur.
Nú þurfum við öll að líta inn á við og athuga hvar við getum hugsanlega slegið af í fyrirtekt og fordómum.
Kannski geri ég það hér einmitt af því að ég er svo pólitísk - ég vil hafa áhrif.
Sennilega þó frekar vegna þess að ég svaf nánast ekkert tvær undanfarnar nætur.
Ég er nefnilega dauðhrædd!
Ég hef aldrei verið svona hrædd á ævinni!
Ég óttast að það sé óöld og sorg framundan.
Ég óttast að börn verði beitt líkamlegu og andlegu ofbeldi því þau eru minnimáttar.
Fyrst og fremst óttast ég þó kannski að þótt ég sé svona pólitísk þá geti ég engum bjargað og ekkert gagn gert.
Það er kannski verst
xxx
Fía litla.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
14.1.2009 | 09:22
Framsókn kannski bara?
Ekki veit ég hvað hefur dottið í kollinn á mér núna en ég hugsa voða mikið um Framsóknarflokkinn þegar ég á að vera að gera eitthvað allt annað þessa dagana.
Landsfundur um helgina.
Breytt landslag vegna fráhvarfs formanns á dögunum.
Breytt landslag vegna endurvakinnar örbirgðar íslensku þjóðarinnar = sjálfstæðið í hættu, rollan, beljan og allt.
Það skyldi þó aldrei vera að Framsókn geri einhverjar krúsindúllur í íslenskri pólitík á næstu vikum og mánuðum.
Mér finnst það einhvern vegin.
Það er einhver fiðringur innan í mér vegna þessa.
Sjáum til
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.1.2009 | 20:20
Líknardráp?
Í sumar sem leið sat ég yfir sýningu í safninu mínu sem meðal annars hafði að geyma fjölskyldusögu Borghildar Óskarsdóttur listakonu. Þar sagði frá því þegar faðir hennar á barnsaldri var fluttur hreppaflutningum ásamt foreldrum sínum og systkinum í upphafi 20. aldar.
Hvað er sérstakt við það?
Jú þessi fjölskylda var svona með þeim síðari sem slíkur grimmdar-gjörningur var framinn á.
Afleiðingarnar voru sundrun systkinahóps og sjálfsagt sálarmorð í þeim skilningi að litlar sálir brotnuðu undan höggi sem þær vissu ekki hvaðan eða hvers vegna reið á þeim.
En svo kom 21. öldin.
Á fyrsta tug hennar, nánar tiltekið árið 2009 í ársbyrjun voru nokkur gamalmenni hins nýríka Íslands flutt hreppaflutningum vegna meintrar hagræðingar í heilbrigðisþjónustu. Háöldruð hjón voru meira að segja skilin að svona rétt fyrir andlátið
Fyrir þessum gerningi stóð Guðlaugur rassapi í hlutverki heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.
Þvílík skömm!
Þvílíkur smánarblettur á íslensku samfélagi!
Því innleiðir ekki helvítis mannfýlan bara líknardráp?
Svei þér bölvaður!
Og svei ykkur sem munuð draga slæðu gleymskunnar yfir verk Sjálfstæðisflokksins undanfarin bráðum 18 ár með því að kjósa þetta yfir okkur eina ferðina enn!
Já í dag er ég reið - öskureið!
Í gær var ég leið.
Mig svíður hundslyndi landa minna og ónytjungsháttur.
Viljið þið ekki bara leyfa liknardráp í ábataskyni - svo það verði meira eftir handa ykkur sjálfum???
Kæmi mér andskotann ekkert á óvart.
xxx
Fía litla
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.1.2009 | 09:05
Af mannvitsbrekkum og ráðherrum.
Verð að játa það að undanfarið hafa fasískir tendensar dúkkað upp í sálartetrinu hvað eftir annað.
Til dæmis í gær við að horfa á Guðlaug rassapa heilbrigðisráðherra útmála stefnu sína hvað varðar einkavæðingu/ekki einkavæðingu heilbrigðismála á Íslandi.
Get bara ekki að því gert að það hefur margsinnis hvarflað að mér þegar ég hlusta á til dæmis Guðlaug og ekki síður dýralækninn hvort ekki væri jafnvel æskilegt að skikka ráðherraefni í greindarvísitölupróf svona áður en lyklaafhending fer fram.
Ekki þannig að Stanford-Binet sé einhver algildur mælikvarði á manngæsku eða hæfileika fólks nema síður sé. En þegar um svona mikilvæg embætti er að ræða held ég að vitsmunaleg geta verði að vera til staðar.
Fjölgreindarkenningin hans þarna sem ég man aldrei hvað heitir, Garner eða eitthvað, er massafín og á oftast betur við en verða ráðherrar ekki að skríða upp fyrir meðallag í vinnsluhraða?
Jú er það ekki?
Hrokafullt - já vissulega. En hvað með almannaheill?
Er réttlætanlegt að hvaða prímati sem er geti tekið sæti í fámennum hópi framkvæmdavaldsins?
xxx
Fía litla
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- 810
- leifurl
- latur
- hjolaferd
- birgitta
- katrinsnaeholm
- vefritid
- ragnarfreyr
- dofri
- halkatla
- svavaralfred
- kolgrima
- svala-svala
- helgafell
- bjarnihardar
- brell
- salkaforlag
- brjann
- gattin
- brandarar
- ebbaloa
- eddabjo
- kokkurinn
- gudmundurhelgi
- hallarut
- snjolfur
- disdis
- holmdish
- haddih
- kreppan
- jenfo
- larahanna
- lillagud
- loaloa
- rutlaskutla
- klarak
- vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar