Leita í fréttum mbl.is

Þegar allir aðrir eru að meika það!


Það er ótrúlega frelsandi að opna stundum kvikuna og sína fólki alveg ofan í maga á sér. Best að halda því bara áfram :)

Burt séð frá öllu því sem er augljóslega að í íslensku samfélagi í dag erum við líka mjög sjálfhverfur og efnislega þenkjandi hópur við Íslendingar.

Það veldur því að við gerum mjög mikið af því að bera meinta stöðu okkar saman við meinta stöðu náungans. Við virðumst svo í ofanálag vera haldin þeim grillum að allir aðrir séu meira og minna að meika það sjö daga vikunnar.

Kannastu við að hafa verið stödd/staddur í Bónus og hugsað með þér hvað nágranni þinn sé nú alltaf flottur í tauinu? Hvað allt hans fas sé fumlaust og fagurt? Hvað þú sért mikill slóði og plebbi í ljósi þessa sjálförugga náunga sem ber af þarna í kassaröðinni?

Sennilega dettur þér svo næst í hug að hann sé áreiðanlega mjög skipulögð persóna sem sé með allt sitt á hreinu, afkasti ótrúlega miklu á hverjm sólarhring en eigi samt allta slatta af aukatíma eftir til að njóta listisemda lífsins með sinni fullkomnu fjölskyldu. Þú veist kannski ekki fyrr en þú ert farinn að velta því fyrir þér hvernig þau hjónin fari að því að vera alltaf svona ástfangin og hvort þau hafi hugsanlega fengið arf nýlega þar sem þau virðist vera að gera það svo gott fjárhagslega. Ef röðin er löng gætirðu jafnvel misst þig í að spá í hvernig standi á því að þú sért ekki svona fullkominn, hvort þú eigir ekki að banna krökkunum þínum að leika við krakkana þeirra svo þau komist nú ekki á snoðir um það hversu misheppnað þitt líf sé og hvað heimilið er óreiðukennt og halló.

Slepptu þessu bara!
Þú getur verið alveg viss um að hann hugsar það nákvæmlega sama um þig eða einhvern annan í röðinni.
Ef öll sú orka sem fer í þetta bull færi í eitthvað allt annað væri veruleiki okkar öðruvísi og betri en hann er í dag.

Victoria Moran sem ég hef áður sagt ykkur frá hérna á blogginu mínu, mælir með því að þú byrjir hvern dag á að telja upp í huganum eða jafnvel skriflega 10 atriði sem þú getur verið þakklátur fyrir akkúrat þá stundina.
Ég reyndi það á tímabili en endaði alltaf með því að skrifa eitthvað allt annað og meira en til stóð.

Hugleiðsla er hins vegar það frábærasta sem ég hef tekið mér fyrir hendur í lífinu til þessa.
Nei - ég er ekki fullkominn í því frekar en öðru, hafðu ekki áhyggjur!
Stundum líða vikur og mánuðir sem ég hugleiði ekki. En ég byrja alltaf á því aftur. Og sama hversu erfitt það er þá endar alltaf með því að ég gefst upp á að gera það seinnipartinn eða á kvöldin og fer þess í stað á fætur eldsnemma á morgnana.

Ef þú kannast við að vera eins og þessi með sjálfsefasemdirnar og ranghugmyndirnar í kassaröðinni þá endilega kynntu þér hugleiðslu. Það eru til margar útfærslur og aðferðir. Kostar ekkert og getur ekki skaðað þig. Mín reynsla er sú að því einfaldara sem formið er því betra.

Bloggvinur minn, Leifur, gæti komið þér á sporið.
Hafðu það gott í dag..........
xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 56308

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband