Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Svo skrítið lítið koppasker sem við búum á.

Stjórnlagaþingkosningar,
stjórnasskrárbreytingar,
forsetinn tekur sér stöðu á pólitísku sviði,
nýyrðasmíð á borð við útgjaldaformælandi og nýtt starfsheiti forsætisráðherra, verkstjóri.
Framsókn aldrei opnari, nú til í hópsex jafnvel ef ekki vill betur
og síðast en ekki síst:
Tími Jóhönnu Sigurðardóttur er kominn!

Davíð situr enn og Hannes Hólmsteinn er horfinn.
Svona myndum við aldrei gera! Segir St. Geir í Mogganum í dag um stjórnarslitin.
Álævintýrið fyrir austan er búið en þar eru hvorki prinsar né prinsessur sem lifa hamingjusöm til æviloka.

Þetta er Ísland í dag - steikt báðu´megin!
xxx
Fía litla


Maður bregður sér af bæ...........

..........og það er bara allt upp í loft!

Tíðindi dagsins í dag eru tvímælalaust stóraukið fylgi Framsóknar. 14% hvorki meira né minna og þingmennirnir ekki einu sinni tilbúnir að eigin sögn til að taka sæti í ríkisstjórn vegna skorts á umboði frá almenningi samanber niðurstöður síðustu Alþingiskosninga!

Það næst fréttnæmasta í dag er að Sjálfstæðisflokkurinn fengi 23% ef kosið væri í dag samkvæmt sömu könnun og ekki færri en 33% ef óákveðnir og auðir seðlar eru dregnir út úr dæminu.

Ég sver það ég á bara ekki orð!

Annars er það annað að frétta að súkkulaðikakan á Sólon féll í valinn fyrir systur sinni í Landnámssetrinu í Borgarnesi í keppninni um bestu súkkulaðikökuna á Íslandi. Ef ég hefði vitað hvað hún er brjálæðislega góð þá hefði ég bara sleppt kjúklingasalatinu og borðað heila kökusneið í staðinn.

Já, það er gott að vera vitur eftir á
xxx
Fía litla


Svo íslenskt eitthvað!

Í Mogga dagsins skrifar maður greinarkorn þar sem hann fordæmir meinta slæma framkomu varaformanns Samfylkingarinnar í garð formannsins sem liggur á sjúkrabeði.

Undir þetta er svo skrifað að höfundur sé sjálfstæðismaður og fyrrverandi bekkjarbróðir ISG.

Fyndið
xxx
Fía litla


Hagsmunir hverra?

Hræðilega eru stjórnmálamenn blindaðir af sérhagsmunum flokka sinna.

Vinstri grænir vilja kjósa í kvöld - af því að þeir eru í bullandi meðbyr.

Samfylkingin vill kjósa í vor - af því að hún þorir ekki öðru.

Sjálfstæðisflokkurinn vill kjósa í haust - svo fólkið hafi tíma til að gleyma.

Framsókn vill ekki kjósa - af því að flokkurinn er sýndarveröld til hliðar við raunveruna.

Frjálslyndiflokkurinn - eeh.......vill afnema kvótakerfið og gefa upp á nýtt!

Skijið þið þetta?
xxx
Fía litla


Helgileikur fyrir miðaldra mennesker og lengra komna hræsnara.

Auðvitað VILL enginn ofbeldi en hvaða barnaskapur og diplómatíska kjaftæði er þetta að segja að þetta hafi komið illa við menn og þá um leið gefa í skyn að þessa hafi ekki verið vænst ???

Þetta hlaut að fara með þessum hætti ekki satt?

Við þessi miðaldra lúxusvandamála-kynslóð skulum nú ekkert vera að gera okkur neitt heilagri en við erum.
xxx
Fía litla


mbl.is „Við viljum ekki ofbeldi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir eiga motmælin?

Umfjöllun um mótmæli gærdagsins er svolítið komin í hættulegan farveg finnst mér.

Það er mikið skrifað og skrafað um að í gærkvöldi hafi brostið á með einhvers konar reif-partýi í miðbænum þar sem helstir hafi farið spítthausar og krakkaskríll.

Vissulega báru fréttamyndir þessu vitni en við vitum aldrei hvað er að finna fyrir utan sjónarhorn myndavélarinnar hverju sinni.

það sem mestu skiptir þó er að það á enginn mótmælin frekar en annar og það á enginn lýðræðið sérstaklega.
Helst vidi ég að það finndust engir spítthausar í heiminum og að krakkar væru alltaf litlir og góðir en aldrei skríll. En þannig er það ekki og við fullorðna fólkið erum ekki vandaðri í okkar brambolti en krakkarnir. Við kunnum bara orðið fleiri og útsmognari leiðir til að valda usla og skaða. Núverandi ástand í þjóðfelaginu ætti að nægja máli mínu til stuðnings í þeim efnum.

Ef við erum farin að flokka fólk sem mótmælir skorti á lýðræði og lýsa þvi yfir að einum sé frjálsara að mótmæla en öðrum þa erum við á villigötum. Þá um leið erum við farin að eigna ákveðnum þjóðélagshópum réttindi umfram aðra og þá um leið ganga þvert á grunngildi lýðræðis.
Þetta er nákvæmlega ástæðan fyrir því að allar byltingar éta að lokum börnin sín.

Lifi byltingin!
xxx
Fía litla


Þetta var alla tíð dauðadæmt

Ég veit ekki hvað mér finnst um augljós stjórnarslit á allra næstu dögum eða klukkutímum eða það er að segja það hvernig þau munu verða tilkomin vegna óánægju innan Samfylkingarinnar og í hennar nafni. Hefði ekki verið sannara að gera þetta fyrr? Fyrir nú utan það að þessi stjórn átti aldrei að fæðast til þess eins að deyja á barnsaldri.

Sjálf sagði ég mig úr flokknum í vor vegna megnrar óánægju með linkind og stefnuleysi míns fólks sem hafði lagst gjörsamlega flatt fyrir Sjálfstæðisflokknum.

Ég þekki engann Samfylkingarmann sem var reglulega ánægður með þessa stjórnarmyndum á sínum tíma. Fyrir mitt leyti átti þetta aldrei að verða. Sennilega voru þó ákveðnir aðilar í forystu flokksins sem ætluðu að komast til valda - sama hvernig það yrði. Um þetta er ég sannfærð. Þetta voru sárafáir einstaklingar með ISG í fararbroddi.

Að gera ekkert í því að má nafn okkar Íslendinga af lista hinna viljugu þjóða var eitt og sér nægjanleg ástæða fyrir mig til að snúa baki við flokknum. Því hefur ekki einu sinni verið mótmælt formlega af hálfu Samfylkingarinnar mér vitanlega.

Hins vegar er ég sannfærð um að mikið af fólki innan flokksins er sannarlega vinstrisinnað jafnaðarfólk eins og ég sjálf. Og það glittir í þetta hjarta þessa dagana.

Ég bíð satt að segja spennt eftir framhaldinu.
Verð ég áfram pólitískt munaðarlaus eða hvað?
xxx
Fía litla


Bjarni Ben óduglegur við heimilisstörfin

Og hvern fjandann kemur það mér og þér við?

jú dáldinn slatta skal ég segja þér því hann er nefnilega eins áreiðanlega og sólin kemur upp í austri verðandi forsætisráðherra Íslands þótt síðar verði.

Ég veit það fyrir víst að Bjarni er góður drengur en hann tilheyrir þeim hópi sem ég kalla gullgarna-gengið. Hann er fæddur inn í hírarkí fólks sem hefur í margar kynslóðir ekki fundið það á eigin skinni hvað það er sárt að geta ekki látið draumana rætast vegna fjárskorts og það sem verra er, ekki séð drauma barnanna sinna verða að veruleika.

Fólk sem ekki veit hvernig tilfinning það er að geta ekki greitt tómstundastarf fyrir börnin sín eða keypt annað en medisterpyslur og annan álíka úrgang til að setja á kvöldverðarborðið á ekki að vera að þvælast fyrir alvöru fólki í stjórnmálum.

Gullgarna-gengið kemst ekki einu sinni í snertingu við sinn eigin skít eins og við hin, hvað þá annarra. það er varið gulli forfeðranna jafnt að innan sem utan.

Maður getur ekki þrifið það sem maður ber ekki kennsl á sem óhreinindi. Bjarni getur því líklega ekkert að þessu gert með ódugnaðinn og heimilsstörfin.

Æ greyið...........

Lifi byltingin! xxx Fía litla


Þið eruð (d)rekin!

Ríkistjórn Íslands heyrir eitthvað ekki rétt vel.

Hún skilur ekki að fólkið í landinu, lýðurinn, hefur sagt henni upp og uppsagnarfresturinn er úti.

Annars er þetta bara fullkomlega súrreallískt ástand. Hugsið ykkur, í gær fór fram innsetning fyrsta blökkumannsins í embætti forseta Bandaríkjanna og maður missir einhvern vegin af því út af mótmælum á Austurvelli sem ættu ekki að þurfa að fara fram!
Ég hreinlega veit ekki yfir hvoru ég er brjálaðri.

En nú þurfum við að bretta upp ermarnar.
það eru tvær vikur í landsfund Sjálfstæðismanna. Verði stjórnin ekki farin frá þá sem hlýtur þó eiginlega að vera, þurfum við að fara að skipuleggja fjöldamótmæli þar.
Það þarf að plana vaktaskipti, útvega ýmsan tækjabúnað, hjálma og sundgleraugu svo eitthvað sé nefnt.
Svo þarf að skipuleggja aðföng og dreifingu matvæla og drykkja, ráða bráðaliða og setja upp kamra.

Við höfum nóg að gera þótt stjórnin verði brátt atvinnulaus.
Lifi byltingin!
xxx
Fía litla


Bjössi byssó í banastuði

Heyrðu, Bjössi byssó er bara búin að sussa á Sýsla Sjálfstæðis.

Hann vill að reglur í stjórnsýslu um jafnræði og meðalhóf séu virtar í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu.

Jafnræði - meðalhóf - virða reglur............
Á hverju er kallinn?

xxx
Fía litla


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband