Leita í fréttum mbl.is

Líknardráp?

Í sumar sem leið sat ég yfir sýningu í safninu mínu sem meðal annars hafði að geyma fjölskyldusögu Borghildar Óskarsdóttur listakonu. Þar sagði frá því þegar faðir hennar á barnsaldri var fluttur hreppaflutningum ásamt foreldrum sínum og systkinum í upphafi 20. aldar.

Hvað er sérstakt við það?
Jú þessi fjölskylda var svona með þeim síðari sem slíkur grimmdar-gjörningur var framinn á.
Afleiðingarnar voru sundrun systkinahóps og sjálfsagt sálarmorð í þeim skilningi að litlar sálir brotnuðu undan höggi sem þær vissu ekki hvaðan eða hvers vegna reið á þeim.

En svo kom 21. öldin.
Á fyrsta tug hennar, nánar tiltekið árið 2009 í ársbyrjun voru nokkur gamalmenni hins nýríka Íslands flutt hreppaflutningum vegna meintrar hagræðingar í heilbrigðisþjónustu. Háöldruð hjón voru meira að segja skilin að svona rétt fyrir andlátið

Fyrir þessum gerningi stóð Guðlaugur rassapi í hlutverki heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.
Þvílík skömm!
Þvílíkur smánarblettur á íslensku samfélagi!

Því innleiðir ekki helvítis mannfýlan bara líknardráp?
Svei þér bölvaður!

Og svei ykkur sem munuð draga slæðu gleymskunnar yfir verk Sjálfstæðisflokksins undanfarin bráðum 18 ár með því að kjósa þetta yfir okkur eina ferðina enn!

Já í dag er ég reið - öskureið!
Í gær var ég leið.
Mig svíður hundslyndi landa minna og ónytjungsháttur.
Viljið þið ekki bara leyfa liknardráp í ábataskyni - svo það verði meira eftir handa ykkur sjálfum???

Kæmi mér andskotann ekkert á óvart.
xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Eyvindarson

SUS-arar eru ánægðir með sinn mann. Mér líður miku betur á eftir .

Heimir Eyvindarson, 13.1.2009 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 56308

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband