Leita í fréttum mbl.is

Af mannvitsbrekkum og ráðherrum.

Verð að játa það að undanfarið hafa fasískir tendensar dúkkað upp í sálartetrinu hvað eftir annað.

Til dæmis í gær við að horfa á Guðlaug rassapa heilbrigðisráðherra útmála stefnu sína hvað varðar einkavæðingu/ekki einkavæðingu heilbrigðismála á Íslandi.

Get bara ekki að því gert að það hefur margsinnis hvarflað að mér þegar ég hlusta á til dæmis Guðlaug og ekki síður dýralækninn hvort ekki væri jafnvel æskilegt að skikka ráðherraefni í greindarvísitölupróf svona áður en lyklaafhending fer fram.

Ekki þannig að Stanford-Binet sé einhver algildur mælikvarði á manngæsku eða hæfileika fólks nema síður sé. En þegar um svona mikilvæg embætti er að ræða held ég að vitsmunaleg geta verði að vera til staðar.
Fjölgreindarkenningin hans þarna sem ég man aldrei hvað heitir, Garner eða eitthvað, er massafín og á oftast betur við en verða ráðherrar ekki að skríða upp fyrir meðallag í vinnsluhraða?
Jú er það ekki?

Hrokafullt - já vissulega. En hvað með almannaheill?
Er réttlætanlegt að hvaða prímati sem er geti tekið sæti í fámennum hópi framkvæmdavaldsins?

xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Fjölgreindakenning Howard Gardners byggir á því að allir einstaklingar búi yfir að minnsta kosti átta greindum, á jafnmörgum sviðum. 

Greindirnar eru:

Rök- og stærðfræðigreind - Get ekki séð að hann sé sterkur þar.

Rýmisgreind - Veit ekki, hann er kannski góður að bakka í stæði?

Líkams- og hreyfigreind - Hlýtur að vera sterkur hér, annars væri hann ekki með Ágústu Johnson! 

Tónlistargreind  - Erfitt að ímynda sér það. Þó veit maður aldrei. Kannski.........?  

Samskiptagreind - Það er ekki að sjá að hann sé sterkur hér!!!

Málgreind - Nei!!!

Sjálfsþekkingargreind - Hmmmmm........veit ekki hvort það er gott í hans tilviki .

Umhverfisgreind - Hefur einhver sjálfstæðismaður umhverfisgreind? 

Heimir Eyvindarson, 13.1.2009 kl. 20:44

2 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Hláááátur!

Og meiri hlátur!

Soffía Valdimarsdóttir, 13.1.2009 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 56308

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband