Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
30.8.2008 | 13:13
Hvað kveikir í þér?
Eitt af því sem mér finnst mest spennandi í veröldinni er handverk. Það er algerlega óskiljanlegt en um leið svo spennandi að sjá hvernig fók hefur á öllum tímum og á öllum menningarsvæðum þessa miklu tilhneigingu til að skreyta og bæta sitt nánasta sjónræna umhverfi.
Ekki svo að skilja að mér finnist allt handverk fallegt. Langt því frá. Sumt af því finnst mér bókstaflega ljótt. En það er fullkomið aukaatriði í þessu sambandi. Handverk er tjáningarform rétt eins og mynd- eða tónlist og ber að virða sem slíkt.
Áhugi minn á prjónakonubloggum sem þið hafið kannski orðið örlítið vör við hér á blogginu mínu er af þessum toga. Ég veit hversu langan tíma það tekur, hversu mikillar einbeitingar það krefst og síðast en ekki síst hvað það er afslappandi og spennandi í senn að sitja og sjá eitthvað verða til á milli handanna á manni. Sumt verður ægifallegt og notadrjúgt á meðan annað lendir í uppraki eða plastpoka einhvers staðar í geymslunni.
Prjónafaraldurinn sem hefur gengið yfir Vesturlönd síaðasta áratuginn eða svo er merkilegt fyrirbrigði. Í fyrsta lagi má spyrja sig eins og með alla þjóðfræðitexta: Af hverju taka tugþúsundir upp á því að fara að prjóna á svipuðum tímapunkti? Hvernig stendur á því að ákveðið prjónamunstur dreifist með ógnarhraða fyrir tilstilli Veraldarvefsins þvert yfir Atlantsála? Svarið liggur ekki í augu uppi. Sennilega er þó um að ræða einhverja vaxandi þörf fyrir að vita hvaðan hlutirnir sem við beru utan á okkur eru komnir. Í hafsjó fjöldaframleiðsluvarnings og neyslufárinu þar sem sama varan er orðin sjánlega inn á öðru hverju heimili, sömu flíkurnar og vörumerkin eru út um allt, fer fólk að líta til baka í hefðirnar. Það spyr sig: Hvað get ég gert til að vera öðruvísi? Hverjar eru rætur mína og hvernig get ég tengst þeim?
Að prjóna er því ekki bara tómstundagaman heldur eins hallærislega og það nú annars hljómar; Lífstíll. Að sýsla í höndunum og búa til nytjavöru fyrir fjölskylduna og heimilið er hluti af tjáningu ákveðinna lífsgilda. Með því reynu við að færast nær því persónulega og fjær glóbaliseringunni, stofnanavæðingunni og fjöldaframleiðslunni.
Prjóna- og handverksfaraldur síðustu ára er þess vegna ákveðið mótvægi við þann lífsstíl sem varð alsráðandi á 10. áratug 20. aldar. Þá var í tísku að dýrka vörumerki og því hlaðnari merkimiðum sem þú varst því flottari.
Þetta er búið og ég fagna því - handverk nefnlilega kveikir í mér bál sem ég get ekki slökkt sama hvað liggur fyrir.
xxx
Fía litla
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2008 | 16:33
Óforbetranlegur rómantíker?
Ég hitti stundum mann sem býr í Þorlákshöfn.
Í hvert skipti sem við hittumst segi ég: Jæja, hvað er að frétta úr Höfninni?
Og hann svarar: Ekki neitt maður, það gerist aldrei neitt þarna, blessuð vertu!
Svo spjöllum við og auðvitað hefur sitthvað gerst og þess vegna veit ég orðið eitt og annað um hinn og þennan Hafnarbúann sem ég hef kannski og kannski ekki séð. Þessi kunningi minn segir nefnilega svo asskoti skemmtilega frá. Svo skemmtilega að ég tók með mér upptökutæki einu sinni þegar ég átti von á að rekast á hann. En þá auðvitað fór hann allur í baklás og talaði bara um bensínverðið og einhver svona leiðindi.
En stundum þarf maður að viðra þessi leiðinlegu mál líka. Þess vegna kemur það auðvitað fyrir að við tölum um pólitík. Ég næ ekki almennilega að átta mig á því hvar hann stendur því í rauninni er allt yfirvald og allir valdhafar yfirleitt fífl og fávitar. Þegar ég skamma hann fyrir þetta þá hlær hann bara og segir: Þú ert nú meiri skörungurinn! Og svo hlær hann bara og flissar.
En við erum sammála um það að þetta Bitrumál allt saman hafi verið óheppilegt fyrir samskipti Hveragerðis og Ölfuss eins og allir vita auðvitað. Við viljum nefnilega bæði gjarnan sjá þessi sveitarfélög sameinast.
En ég er auðvitað óforbetranlegur rómantíker og ætli félagi minn úr Höfninni sé það ekki bara líka.
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2008 | 20:29
Hérna....eeh..sko.....
.......ég þori varla að segja þetta.
Er ég ein um að vera að drepast úr aulahrolli yfir þessum handboltalandsliðsmóttökum?
Var í mat með familíunni hjá mömmu eins og alltaf á miðvikudögum og allir með diskana á hnjánum fyrir framan imbakassann. Ég hristi af mér sjálfið eitt augnablik og hugsaði með mér að ég yrði að horfa líka, taka þátt og vera almennileg.
Ólafur Ragnar í banastuði í viðtali og svo segir Jóhanna: Við skulum aðeins skoða myndir.
SMÁBARNAMYNDIR af landsliðinu!!!!!!!!
Nei andskotinn hafi það má ég þá heldur setjast við skólabækurnar en þetta helvíti. Þetta er einhver taktík fengin að láni úr selebrití fréttamennsku Hollywood pressunar sem mig varðar fjandakornið ekkert um. Meira að segja mágur minn sjáfur íþróttakennarinn gat ekki hugsað sér að horfa.
Ég entist rétt rúmlega mínútu
Sorrí þetta er bara aðeins of kjánalegt - svo er fólk að bauna á Dorrit fyrir óþarfa hrifnæmni !!!!!!!!!!!!!!!!!!
xxx
Fía litla
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.8.2008 | 18:21
Fréttir af ÚlfValda
ÚlfValdi (Úlli og Valdimar) er staddur á Balí eftir því sem síðustu fregnir herma. Sendu sms í nótt þess efnis. Verða þar skilst mér í tvær vikur. Þá er ferðinni heitið aftur til Bankok í Taílandi og svo þaðan til Víetnam og Kambódíu.
Veit ekki meir kann ekki einu sinni að skrifa þessa landaheiti.
Slóðin á síðuna þeirra er: http://123.is/ulfvaldi/
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.8.2008 | 23:26
Að vera Hvergerðingur.
Æ ég er alltaf að spá í það annað slagið hvort ég eigi, vilji eða jafnvel þurfi að flytjast brott úr þessum bæ.
Ekki það að einmitt núna síðustu vikurnar er hann svo fallegur að ég get hvergi annars staðar hugsað mér að vera. Meira að segja er ég bara nokkuð ánægð enn sem komið er með bæjaryfirvöld. Eða eigum við kannski að segja að ég viti ekki til þess sérstaklega að ég þurfi að vera óánægð. Kjörtímabilið er reyndar ekki nærri búið og ekki gott að segja hvernig huggulegheitin hafa lagst í pyngjuna sem var nú ekki þung fyrir. En hvað um það, í augnablikinu get ég ekki kvartað.
Svo er komin hannyrðavöruverslun í bæinn. Það er bara dásamlegt! Nú get ég keypt aðeins meira garn en ég á nú þegar og það er ekki lítið. Þið bara kíkið ef ykkur vantar í sokka. Ekki málið að leysa úr því. Ættum annars bara að stofna prjónaklúbb.
Nú og svo fer að koma strætó. Er það ekki frábært? Vona bara að það verði ekki samið við Þingvallaleið. Jesús Kristur og allt hans slekti forði okkur frá því gríni. Fyrr sel ég mig fyrir bensíni en að stóla á það kompaní!
Þegar þetta er að veltast í mér spyr ég mig stundum að því hvað það sé að vera Hvergerðingur. Er nóg að búa í Hveragerði til þess að hljóta þá nafnbót? Já áreiðanlega í lagalegu tilliti til dæmis. En ég verð nú að játa það að fólk sem talar um ´neðra þorpið´og ´gömlu símstöðina´og ´gúrku-Gústa´og svona fleira nokkuð eru svona alvöru Hvergerðingar!
Svo er líka spurning hvort maður verði ekki áfram Hvergerðingur þótt maður flytji burt
En það er nógur tími...................
xxx
Fía litla
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
26.8.2008 | 10:29
Draumaráðningu takk!
Mig dreymdi stuttan og mjög svo skýran draum í nótt.
Þannig var að ég var aftur í bílnum mínum og eignmaðurinn sat við stýrið. Bíllinn var kyrrstæður og allt einu varð ég vör við eitthvað í sætinu við hliðina á mér. Það reyndist vera koksgrá mús. Ég opnaði hurðina til að henda henni út en sá þá hvar ein stór mús eða rotta beið færis utan við bílhurðina. Utan á henni eða í feldinum einhvern vegin voru 3 mýs. Lokaðu hurðinni! kallaði Óli sem ég og gerði og við keyrðum hratt í burtu.
Ekki reyna að segja mér að þið trúið ekki á drauma og reynið ekki stundum fyrir ykkur í draumaráðningum. Nýleg stór íslensk þjóðfræðirannsókn sýndi svo ekki verður um villst að slík trú lifir góðu lífi í landinu.
Þannig að, hvað þýðir svona draumur???
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.8.2008 | 12:36
Grasekkja!?
Það er grasekkjustand á mér um helgina.
En hvað merkir þetta orð eiginlega? Að vera grasekkja er að vera karlmannslaus í kotinu en eiga þó sprelllifandi eiginmann sem væntanlega skilar sér heim um síðir. En hvaðan er þetta orð komið og hvernig varð það til, veit það einhver? Í fljótu bragði dettur manni í hug kona manns sem er á grasafjalli, haldiði að það geti verið?
xxx
Fía litla
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.8.2008 | 11:45
Á ég að hlægja eða gráta?
Stóra barnið mitt er að fara að heiman á mánudaginn.
Eða svoleiðis. Hann byrjar á því að fara í 8 vikna ferð til að mér skilst Taílands, Kambódíu, Balí, Laos og mögulega fleiri staða ef þannig liggur á þeim félögunum þegar á hólminn er komið. En þetta er ekki allt því svo kemur hann heim í 5 daga og pakkar þá vetrargallanum og brettunum og því drasli öllu saman og heldur til Austurríkis. Þar ætlar hann á tungumálanámskeið og svo að kenna á snjóbretti fram á vor.
Sko málið er að enginn í veröldinni er glaðari fyrir hans hönd að hann skuli ætla að láta drauminn rætast og frekar tvo en einn. Ég veit bara ekki alveg hvernig það verður að hafa engan Valdimar á jólunum til dæmis.
En svo þegar ég hugsa um allt það sem ég get gert fyrir aurana sem hann annars æti fyrir þá rofar til í sálartetrinu. Drengurinn stundar nefnilega lyftingar, brimbretti og snjóbretti árið um kring og þegar það á við og borðar í samræmi við það. Er það ekki bara málið, á ég ekki bara að hlægja og syngja og tralla af gleði yfir því að eiga allt í einu 50 þúsund kall afgangs á mánuði næsta hálfa árið og fá svo kannski fullorðinn mann heim í vor í staðinn fyrir hormónatryllta fæðu-niðurbrots-maskínu sem vill þá svona nýr maður og þroskaður ólmur búa einn og borga sinn eigin mat og þvo sinn eigin þvott?
Maður má nú láta sig dreyma - hlægjandi.....
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.8.2008 | 15:21
Að vita ekki sitt rjúkandi ráð.
Mér finnst eins og uppþvottavélin í safninu mínu sé að reyna að tala við mig!
Hún svona kurrar og jarmar einhvern vegin óreglulega stundum og ég veit ekki nema það sé eitthvert munstur í því sem mér er ætlað að skilja. Hvað gæti hún verið að segja? Gæti verið að ég ætti bara að loka skræðunum, eplavélinni og augunum og gera ekkert annað en að hlusta þar til ég fæ botn í þetta mál?
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.8.2008 | 11:12
Sælar elskurnar!
Jæja! Nú hef ég ekki fleiri afsakanir. Sumarfríið búið. Mæðgnaferð til Köben búin. Sumarbústaðarferðin búin. Bæði brúðkaupin yfirstaðin. Færeyjar búnar. Blómstrandi dagar búnir. Nú verð ég að klára ritgerðina.
Reyndar eru veðurguðirnir með mér í verki. Það gerðist nefnilega í annað eða þriðja skipti í allt heila sumar að niðurstaða míns daglega birtutékks var mér að skapi. Á hverjum morgni hefur mitt fyrsta verk verið þegar ég kemst til meðvitundar, að kanna hvernig birtan er á litinn. (Sko ég verð að gera þetta alveg sjálf því Óli er undantekningalaust vaknaður og oftast farinn líka - hann er þessi duglegi í sambandinu, jú nó!). Í morgun var hún gráhvít og þá um leið EÐLILEG annað en þessi ísguli andskotans stingandi litur sem ég hata orðið. Svo núna sé ég meira að segja á tölvuskjáinn í vinnunni.
Mér finnst ég 5 kílóum léttari hreinlega í þessari þægilegu birtu (við skulum ekkert missa okkur upp í neina vitleysu, minn sjúki hugur er ekki sjúkari en svo að ég veit að um reginblekkingu er að ræða). Svo núna valhoppa ég bara raulandi á milli ódauðlegra listaverka í safninu mínu á milli þess sem ég rembist eins og rjúpa við staur við að skapa eitt slíkt á eplavélina mína góðu.
Gangi mér vel og ykkur líka og til hamingju með eðlilegheitin
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- 810
- leifurl
- latur
- hjolaferd
- birgitta
- katrinsnaeholm
- vefritid
- ragnarfreyr
- dofri
- halkatla
- svavaralfred
- kolgrima
- svala-svala
- helgafell
- bjarnihardar
- brell
- salkaforlag
- brjann
- gattin
- brandarar
- ebbaloa
- eddabjo
- kokkurinn
- gudmundurhelgi
- hallarut
- snjolfur
- disdis
- holmdish
- haddih
- kreppan
- jenfo
- larahanna
- lillagud
- loaloa
- rutlaskutla
- klarak
- vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar