Leita í fréttum mbl.is

Sælar elskurnar!

Jæja! Nú hef ég ekki fleiri afsakanir. Sumarfríið búið. Mæðgnaferð til Köben búin. Sumarbústaðarferðin búin. Bæði brúðkaupin yfirstaðin. Færeyjar búnar. Blómstrandi dagar búnir. Nú verð ég að klára ritgerðina.

Reyndar eru veðurguðirnir með mér í verki. Það gerðist nefnilega í annað eða þriðja skipti í allt heila sumar að niðurstaða míns daglega birtutékks var mér að skapi. Á hverjum morgni hefur mitt fyrsta verk verið þegar ég kemst til meðvitundar, að kanna hvernig birtan er á litinn. (Sko ég verð að gera þetta alveg sjálf því Óli er undantekningalaust vaknaður og oftast farinn líka - hann er þessi duglegi í sambandinu, jú nó!). Í morgun var hún gráhvít og þá um leið EÐLILEG annað en þessi ísguli andskotans stingandi litur sem ég hata orðið. Svo núna sé ég meira að segja á tölvuskjáinn í vinnunni.

Mér finnst ég 5 kílóum léttari hreinlega í þessari þægilegu birtu (við skulum ekkert missa okkur upp í neina vitleysu, minn sjúki hugur er ekki sjúkari en svo að ég veit að um reginblekkingu er að ræða). Svo núna valhoppa ég bara raulandi á milli ódauðlegra listaverka í safninu mínu á milli þess sem ég rembist eins og rjúpa við staur við að skapa eitt slíkt á eplavélina mína góðu.

Gangi mér vel og ykkur líka og til hamingju með eðlilegheitin

xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 56222

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband