Leita í fréttum mbl.is

Hvað kveikir í þér?

Eitt af því sem mér finnst mest spennandi í veröldinni er handverk. Það er algerlega óskiljanlegt en um leið svo spennandi að sjá hvernig fók hefur á öllum tímum og á öllum menningarsvæðum þessa miklu tilhneigingu til að skreyta og bæta sitt nánasta sjónræna umhverfi.

Ekki svo að skilja að mér finnist allt handverk fallegt. Langt því frá. Sumt af því finnst mér bókstaflega ljótt. En það er fullkomið aukaatriði í þessu sambandi. Handverk er tjáningarform rétt eins og mynd- eða tónlist og ber að virða sem slíkt.

Áhugi minn á prjónakonubloggum sem þið hafið kannski orðið örlítið vör við hér á blogginu mínu er af þessum toga. Ég veit hversu langan tíma það tekur, hversu mikillar einbeitingar það krefst og síðast en ekki síst hvað það er afslappandi og spennandi í senn að sitja og sjá eitthvað verða til á milli handanna á manni. Sumt verður ægifallegt og notadrjúgt á meðan annað lendir í uppraki eða plastpoka einhvers staðar í geymslunni.

Prjónafaraldurinn sem hefur gengið yfir Vesturlönd síaðasta áratuginn eða svo er merkilegt fyrirbrigði. Í fyrsta lagi má spyrja sig eins og með alla þjóðfræðitexta: Af hverju taka tugþúsundir upp á því að fara að prjóna á svipuðum tímapunkti? Hvernig stendur á því að ákveðið prjónamunstur dreifist með ógnarhraða fyrir tilstilli Veraldarvefsins þvert yfir Atlantsála? Svarið liggur ekki í augu uppi. Sennilega er þó um að ræða einhverja vaxandi þörf fyrir að vita hvaðan hlutirnir sem við beru utan á okkur eru komnir. Í hafsjó fjöldaframleiðsluvarnings og neyslufárinu þar sem sama varan er orðin sjánlega inn á öðru hverju heimili, sömu flíkurnar og vörumerkin eru út um allt, fer fólk að líta til baka í hefðirnar. Það spyr sig: Hvað get ég gert til að vera öðruvísi? Hverjar eru rætur mína og hvernig get ég tengst þeim?

Að prjóna er því ekki bara tómstundagaman heldur eins hallærislega og það nú annars hljómar; Lífstíll. Að sýsla í höndunum og búa til nytjavöru fyrir fjölskylduna og heimilið er hluti af tjáningu ákveðinna lífsgilda. Með því reynu við að færast nær því persónulega og fjær glóbaliseringunni, stofnanavæðingunni og fjöldaframleiðslunni.

Prjóna- og handverksfaraldur síðustu ára er þess vegna ákveðið mótvægi við þann lífsstíl sem varð alsráðandi á 10. áratug 20. aldar. Þá var í tísku að dýrka vörumerki og því hlaðnari merkimiðum sem þú varst því flottari.

Þetta er búið og ég fagna því - handverk nefnlilega kveikir í mér bál sem ég get ekki slökkt sama hvað liggur fyrir.
xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband