Færsluflokkur: Bloggar
24.11.2008 | 13:48
Davíð vs. Jón Ásgeir
Svona fyrst ég er farin að tala um óhefðbundnar refsiaðgerðir.
Væri ekki alveg hreint skrambi ídeal fyrir blóðþyrstan almúgann að við reistum stórt búr úr öryggsgleri á Austurvelli og settum þá félaga Davið og Jón Ásgeri þar saman og skelltum í lás?
Það er hægt að útfæra þetta á ýmsa lund svo öllum líki.
Til dæmis finnst sumu fólki gaman að súmóglímu þannig að þeir væru á fullorðinsbleyjum einum klæða.
Svo til að þóknast félagsvísindunum væri hljóðupptaka af samskiptum þeirra gerð svo hægt væri að gera rannsókn á atferli þeirra mannkyni til happs og heilla.
Nú svo eru það þeir sem hafa sérstakan áhuga á spontant-artmaking, ekki má skilja þá þá útundan. Því væri kjörið að skilja eftir hjá þeim skriffæri, pappír, hljóðfæri, pensla og liti.
Svo myndum við þjóðin geta skemmt okkur við a horfa á þá murka lífið hvor úr öðrum. Við gætum sett á stofn alþjóðlegan veðbanka því þetta er auðvitað hagsmunamál á heimsvísu.
Já og vitanlega myndum við bjóða á sérstaka hátíðarsýningu öllum þjóðarleiðtogum þeirra þjóða sem þessir aumingjar hafa tekið í þurrt rassgatið undanfarin ár. Sú sýning yrði á lokahnykknum, það er þegar annar dræpi hinn.
Ég sé reyndar beinar útsendingar, feitar sölur á sýningarétti = RÚV þyrfti ekki að manippulera áuglýsingamarkaðinn lengur. Hugsið ykkur allar gjaldeyristekjurnar. Og spennulosunina fyrir íslenskan alþýðulýð!
Rétt´upp hend sem fílar´etta!
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2008 | 09:01
Ég vil ekki sjá kosningar.
Eftir að hafa horft á Silfrið í gær held ég að við séum öll á miklum villigötum.
Það er vita tilgangslaust og úr öllu samhengi við valdastrúktúrinn í landinu að mótmæla fyrir framan Alþingishúsið fyrir nú utan að það er þar ekki nokkur kjaftur á laugardögum.
Mótmælin eiga að fara fram inni í höfuðstöðvum bankana. Það er nákvæmlega þar sem valdið er. þaðan er nú efnahagslegri framtíð einstaklinga, fyrirtækja OG RÍKISINS stjórnað. Þær ákvarðanir sem þar eru teknar ráðast af því hvaða hagsmunaaðilum þær geta þjónað í hverju einstöku tilfelli.
Af því að ég er nú svo gömul sem á grönum má sjá þá man ég vitanlega ekki hvað hann heitir viðmælandi Egils sem útskýrði svo snilldarlega í gær hvernig eignum félaga sem nú eru í eigu ríkisins (og þar með okkar allra) er ráðstafað. Það gengur þannig fyrir sig að án þess að spyrja kóng eða prest er gömlu hluthöfum þeirra leyft að kaupa hluti í hinu fallna félagi. Ekkert uppboð, engin útboð bara einkapartý.
Með þessu móti sitja skuldir félaganna (sem eru auðvitað ekkert annað en skuldir þessara umræddu hluthafa)
eftir hjá ríkinu - mér og þér - á meðan hinir nýju/gömlu félagar byrja alla hringavitleysuna upp á nýtt.
-----------Hvað er nú til ráða?----------------------
Ég legg til að þeir 63 þingmenn sem neita að víkja hvort eð er verði lokaðir inni í Alþingishúsinu eins og kviðdómendur í amerískri bíómynd og þeim ekki hleypt út fyrr en landi og þjóð hefur verið siglt út úr kreppunni.
Þeim til fulltingis er sjálfsagt að bæta við Davíð Oddsyni, restinni af stjórn Seðlabankans, gömlu bankastjórunum, helstu útrásarvíkingunum og stjórnendum Fjármálaeftirlitsins.
Ekki þarf að fara illa um mannskapinn. Bedda og eggjabakkadýnur á gólfin, skelegga ráðskonu í eldhúsið og grimman gangavörð legg ég til að genginu verði lagt til í úthaldinu.
Með þessu gætum við uppfyllt langþráðan draum eins af skósveinum frjálshyggjunnar. Björn Bjarnason ætti að gleðjast því til þess að áætlunin gengi upp þyrfti að virkja bæði víkingasveit og þann her sem hann hann á í leyni.
Það er kominn tími til að þið bragðið á eigin meðulum helvísk.
Þið hafið fangelsað fólkið í landinu og börnin okkar næstu áratugina og eigið sjálf skilið að dúsa fyrir þann verknað.
Fyrst engin sýnir auðmýkt eða vott af iðrun verður ekkert vasilín á Alþingi og húsvörðurinn grimmi verður enginn annar en STEINGRÍMUR NJÁLSSON.
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.11.2008 | 16:43
Sex dagar ættu að duga.
Hún Marta smarta (sjoppueigandi í Hveragerði) sagði mér á dögunum að nú ætlaði hún að hafa lokað á fimmtudögum í einhvern tíma að minnsta kosti.
Já frábær hugmynd sagði ég og meinti það.
Lengi hefur mér þótt það álitamál að loka verslunum og þjónustufyrirtækjum almennt á sunnudögum. Þær hugmyndir hafa reyndar helst byggst á þeirri skoðun minni að hægja þurfi á samfélaginu og stuðla að betra og heilbrigðara fjölskyldulífi á Íslandi.
Núna hljómar þessi hugmynd sífellt betur og betur í mínum huga. Ekki bara það að sunnudagar yrðu þá vonandi fjölskyldudagar í stað Kringludaga áður heldur lækkaði þá líka launakostnaður fyrirtækja.
Annars er ég voða lítill hagfræðingur og veit ekkert um það hvaða raunáhrif þetta myndi hafa.
Held samt að Íslendingar upp til hópa eyði um efni fram og að þjónustustigið í landinu sé með því hæsta sem þekkist í heiminum.
Væri ekki góð lexía í nægjusemi bara að loka á sunnudögum til að byrja með?
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.11.2008 | 10:22
Ást í kreppu
Í Mogga dagsins auglýsir Pilturinn eftir lágvöxnu smáfættu Stúlkunni sem hann var með í berjamó einn sunnudag í lok sumars.
Hjá honum á hún hvítt men á silfraðri festi ef hún vildi vera svo góð að hafa samband.
Við getum öll huggað okkur við það að lífið heldur áfram hvort heldur sem allt er í kalda koli eða ekki.
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2008 | 16:20
Elsku hjartans Ingibjörg Sólrún ekki halda áfram þessum skrípaleik - við erum öll hrædd og það er ósmekklegt að misnota ástandið í kosningabaráttu framtíðarinnar!
Á mbl.is er vitnað í orð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur þar sem hún segir meðal annars að áfallastjórnun sé lokið.
Hverjum í ósköpunum gagnast svona þvættingur?
Hvaðan skyldi hún hafa þessa speki?
Ég held hann gagnist engum og spekin er áreiðanlega komin frá norska PR sérfræðingnum.
Hvað á það að þýða að bjóða manni upp á þetta yfirborðskennda bull?
Hvers vegna brjóta núsitjandi stjórnmálaleiðtogar þjóðarinnar ekki odd af oflæti sínu og stíga niður til okkar fólksins í auðmýkt og segja:
Fyrirgefið okkur, við vissum ekki hvað við gerðum - nú skulum við hjálpast að!
Það væri þó svo sannarlega í anda þeirrar trúar sem ríkið hampar og rekur og ekki síst í anda jólanna sem vofa nú yfir landsmönnum sem ægiskuggi áhyggna og ótta.
Ég bið í það minnsta þig Ingibjörg Sólrún að breyta rétt og brjóta ekki fleiri hjörtu.
Það er ekkert svigrúm fyrir kosningabaráttu núna elsku vina.
Ekki gera þetta..........
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2008 | 12:05
Geggjun!
Fregnir hafa borist af því að Alþjóðageðheilbrigðisstofnunin hyggst veita íslenska ríkinu sérstök hvatningarverðlaun í viðrkenningarskyni fyrir einstaka framgöngu sína á sviði atvinnumála geðfatlaðra.
Í tilkynningu frá nefnd á vegum stofnunarinnar segir meðal annars að Íslendingar hafi í gegnum tíðina þótt hafa skapað sér ákveðna sérstöðu á sviði geðheilbrigðismála. Langt sé síðan athygli stofnunarinnar var vakin á sérstakri afstöðu Íslendinga til annars vegar þáttöku geðfatlaðara í stjórnmálum landsins og nú hin síðari ár ekki síður atvinnuþáttöku geðfatlaðra.
Viðurkenningu þessa fái íslenska ríkið og í raun þjóðin öll hins vegar nú fyrir þá einstöku og aðdáunarverðu ákvörðun og staðfestu sína að veita geðfötluðum færi á að starfa jafnvel í efstu embættum þjóðarinnar. Slíkt verði að telja frammúrstefnukennt og afar athyglisvert í ljósi viðhorfa alþjóðasamfélagsins til geðfatlaðra almennt.
Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur verið boðið að veita verðlaununum viðtöku í næstu viku fyrir hönd íslensku þjóðarinnar og hefur hann tilkynnt með stolti að þau muni verða varveitt í Seðlabanka Íslands þangað sem rekja megi tilurð útnefningarinnar.
Fyrir hönd gapandi þjóðar
xxx
Fía litla
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2008 | 11:20
Ægishjálmur til verndar ævisöguritara.
Ég risti hér með ægishjálm mikinn af þeirri gerð sem veitir vernd gegn ofríki hvers kyns yfirvalds bæði veraldlegs og andlegs, í skrifpúlt mitt Guðjóni og hans afkomendum til handa sem og allri íslensku þjóðinni.
Sé mér ekki annað fært en að biðja ritara ævisögu Ólafs Ragnars Grímssonar, Guðjóni Friðrikssyni og allri hans fjölskyldu blessunar hér á opinberum vettvangi í þeirri von að fjöldahreyfing mun skapast um þann gjörning.
Megi allar góðar vættir þjóðar vorrar til lands og sjávar halda hlífiskyldi yfir manninum sem hefur skapað sér illvilja veika mannsins í Svörtuloftum.
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2008 | 17:07
Ekkert helvítis miðjumoð meir!
Einkennilegt hvað maður þroskast lítið.
Allt fer bara í hringi og maður endar þar sem maður byrjaði.
Þegar ég var yngri og að ég hélt vitlausari lýsti ég því einu sinni yfir í partýi við misjafnar undirtektir að ég fengi velgju og auminjgahroll þegar ég hlustaði á svensk-sósíal-demókratískan-miðjumoðs-velling Alþýðuflokksins á þeim tíma.
Ég var dálítið æst minnir mig þegar ég hvæsti að allt væri betra en helvítis miðjumoð - það væri aumingjaskapur og geldingsháttur í pólitík að taka ekki skýra afstöðu.
(í dag myndi ég flokka þetta sem áhrif póstmodern-froðufræða á jafnaðarmenn á norðlægum slóðum :) :) en hvað um það)
Í dag veit ég að ég var ekki vitlausari þá heldur hreinni og heilbrigðari í hugsun. Með tímanum stækkaði minn litli rass og varð feitur og pattaralegur í þægindunum sem af því hljótast að snöflast værukær og dofinn í gegnum lífið með það eitt í huga að hafa það betra í dag en í gær.
Nei ég var sko ekki vitlausari þá!
Miðjumoð er helvítis aumingjaskapur og geldingsháttur í pólitík!
Takið meðvitaða afstöðu
Mér er slétt sama hvar þið kjósið að standa - bara ef þið liggið ekki
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
20.11.2008 | 11:09
Já sumir eru svo sannarlega veikari en aðrir!
Í tilefni umfjöllunar Fréttablaðsins í dag um bréf Davíðs Oddsonar til Ólafs Ragnars Grímssonar vegna meintra ágalla á ráðahag þess síðarnefnda og eiginkonu hans langar mig að rifja upp ummæli bugaðs föðurs geðveiks drengs.
Drengurinn var kominn í öryggisvistun eftir að hafa ítrekað reynt að verða foreldrum sínum að fjörtjóni.
Í þetta skiptið hafði honum nánast tekist það.
Faðirinn sagði frá því örvinglaður hvernig þau höfðu barist fyrir vistun sonar síns í gegnum tíðina á þeim forsendum að hann væri hættulegur. Um málið sagði hann meðal annars þetta:
Það er sorglegt til þess að vita að geðveikir fá enga hjálp fyrr en þeir hafa framið óafturkallanlega glæpi!
Maður hefði nú haldið að sumir hefðu betri sambönd en aðrir og ættu því ekki að þurfa að ganga lausir meðal almennings þess vegna.
Að ekki sé nú talað um þá glæpi sem sumir hafa framið og eru bæði svívirðilegir og óafturkallanlegir!
En hvern fjandan veit ég
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2008 | 08:48
Vonbrigði og væntingar
Þegar þínir nánustu svíkja þig svíður það mun meira og lengur en þegar einhver sem þú hefur enga tilfinningalega tengingu við eða væntingar til gera það.
Þess vegna er ég og hef verið sárreið út í Samfylkinguna um skeið og það batnar ekki þessa dagana. Mig hryllti við því þegar hún gekk til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn.
Nú verður tekið til sögðu sumir og voru spenntir og ánægðir eins og litlir krakkar í sumarbyrjun. En það hvarflaði ekki að mér að svo yrði. Má vera að nú sé ég bara svona svartsýn og kaldlynd en ég skynjaði og las út úr öllu brölti þessa fólks í síðustu kosningahrinu að þau ætluðu sér í stjórn ef þau mögulega gætu með hvaða tilkostnaði sem vera vildi - jafnvel með því að jarða hugsjónir og svíkja fólkið sitt.
Nákvæmlega það gerðist svo þegar í stjórnarsetu var komið. Engin tiltekt, engin inngrip í eitt eða neitt, engar meiriháttar stjórnarfarslegar breytingar urðu hvorki í orði né á borði. Viku eftir viku mánuð eftir mánuð horfðum við á fólkið okkar sem við kusum verða sífellt froðukenndara í sínu symbósíaska sambandi við Sjálfstæðisflokkinn.
Mestum vonbrigðum af þeim öllum olli Ingibjörg Sólrún mér þá og gerir núna í hverri viku, jafnvel daglega. Hvert fór hún konan sem stóð upp og bauð körlum birginn í ættar- og hirðsamafélaginu Íslandi? Hvert fóru skelegg tilsvör og hækkandi raddstyrkur í hlutfalli við slagkraft orða sem fluttu boðskap réttsýni og heilbrigðrar hugsunar sem var svo auðvelt að samsama sig við, trúa og umfram allt treysta?
Samfylkingin er því miður stjórnmálaaflið sem klúðraði big-time í mínum huga.
Það er í réttu hlutfalli við væntingarnar svo ég get sennilega sjálfri mér um kennt.
Kannski að ég fari bara aftur niður á þann stað þar sem ég treysti engum nema sjálfri mér.
Ef við þurfum öll að gera það eins og lítur út fyrir um þessar mundir hvernig samfélag munum við þá eiga hvert við annað?
Er það framtíð barnanna okkar að búa í samfélagi þar sem traust og trú eru úrelt gildi - klisjur í sögubókum og endurminningum afa og ömmu?
Mig hryllir við ástandinu og ég er reið út í Samfylkinguna.
Ekki af því að henni sé allt að kenna heldur af því að ég leyfði mér að treysta, trúa og vona.
Ég er fífl!
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- 810
- leifurl
- latur
- hjolaferd
- birgitta
- katrinsnaeholm
- vefritid
- ragnarfreyr
- dofri
- halkatla
- svavaralfred
- kolgrima
- svala-svala
- helgafell
- bjarnihardar
- brell
- salkaforlag
- brjann
- gattin
- brandarar
- ebbaloa
- eddabjo
- kokkurinn
- gudmundurhelgi
- hallarut
- snjolfur
- disdis
- holmdish
- haddih
- kreppan
- jenfo
- larahanna
- lillagud
- loaloa
- rutlaskutla
- klarak
- vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 56468
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar