Leita í fréttum mbl.is

Ekkert helvítis miðjumoð meir!

Einkennilegt hvað maður þroskast lítið.
Allt fer bara í hringi og maður endar þar sem maður byrjaði.

Þegar ég var yngri og að ég hélt vitlausari lýsti ég því einu sinni yfir í partýi við misjafnar undirtektir að ég fengi velgju og auminjgahroll þegar ég hlustaði á svensk-sósíal-demókratískan-miðjumoðs-velling Alþýðuflokksins á þeim tíma.

Ég var dálítið æst minnir mig þegar ég hvæsti að allt væri betra en helvítis miðjumoð - það væri aumingjaskapur og geldingsháttur í pólitík að taka ekki skýra afstöðu.
(í dag myndi ég flokka þetta sem áhrif póstmodern-froðufræða á jafnaðarmenn á norðlægum slóðum :) :) en hvað um það)

Í dag veit ég að ég var ekki vitlausari þá heldur hreinni og heilbrigðari í hugsun. Með tímanum stækkaði minn litli rass og varð feitur og pattaralegur í þægindunum sem af því hljótast að snöflast værukær og dofinn í gegnum lífið með það eitt í huga að hafa það betra í dag en í gær.

Nei ég var sko ekki vitlausari þá!

Miðjumoð er helvítis aumingjaskapur og geldingsháttur í pólitík!
Takið meðvitaða afstöðu
Mér er slétt sama hvar þið kjósið að standa - bara ef þið liggið ekki
xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Miðjumoð=meðalhóf

Má ég frekar biðja um meðalhófið og milliveginn en öngstræti öfganna, til hvorrar áttar sem þær liggja.

Georg P Sveinbjörnsson, 20.11.2008 kl. 17:44

2 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Jú jú vissulega er það stórkostlega hættulegt að taka afstöðu í pólitík meðal þjóðar sem lítur á það sem meiriháttar róttækni að vilja sinnepið undir en ekki ofaná.................

Meðalhóf=jafnvægi/hreyfing/líf

Miðjumoð=afstöðuleysi/stöðnun/dauði

Soffía Valdimarsdóttir, 21.11.2008 kl. 11:24

3 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Miðja þarf alls ekki að vera moð eða afstöðuleysi, engan veginn, of mikið hægri eða vinstri eru hinsvegar yfirleytt leiðin til öfga...og öfgar vita alldrei á gott, svo mikið kennir sagan okkur. Þar nærast arðræningjar og ofbeldi þótt fagurgala sé skreytt og fögrum fyrirheitum.

Georg P Sveinbjörnsson, 21.11.2008 kl. 16:50

4 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

það er enginn að biðja um öfgar af neinu tagi!

Afstöðuleysi hefur einkennt stjórnmál og hugmyndafræði síðustu ára í heiminum, ekki bara á Íslandi.

Afstöðuleysi getur verið ágætt þegar um er að ræða mál sem manni koma hreinlega ekki við. En þegar heil þjóð hefur ákveðið að stjónmál hennar komi henni ekki lengur við og að hún þurfi ekki að taka afstöðu með eða á móti hugmyndafræði samtíma síns þá er illt í efni.

Þú hlýtur að vita að minnkandi þátttaka og áhugi á stjórnmálum almennt er heimsögulegt fyrirbrigði og það er komið út í öfgar!

Soffía Valdimarsdóttir, 22.11.2008 kl. 13:01

5 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Mér virðist sem við séum í raun nokkuð sammála og að ég hafi eitthvað verið að miskilja þig aðeins

Georg P Sveinbjörnsson, 22.11.2008 kl. 13:08

6 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Já ætli það ekki bara! Ég er von því að vera misskilin :)

Sæll vertu annars Georg og hafðu það gott um helgina og um ókomna framtíð.

xxx

Fía litla

Soffía Valdimarsdóttir, 22.11.2008 kl. 15:59

7 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Takk sömuleiðis

Georg P Sveinbjörnsson, 22.11.2008 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 56252

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband