Leita í fréttum mbl.is

Vonbrigði og væntingar

Þegar þínir nánustu svíkja þig svíður það mun meira og lengur en þegar einhver sem þú hefur enga tilfinningalega tengingu við eða væntingar til gera það.

Þess vegna er ég og hef verið sárreið út í Samfylkinguna um skeið og það batnar ekki þessa dagana. Mig hryllti við því þegar hún gekk til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn.

Nú verður tekið til sögðu sumir og voru spenntir og ánægðir eins og litlir krakkar í sumarbyrjun. En það hvarflaði ekki að mér að svo yrði. Má vera að nú sé ég bara svona svartsýn og kaldlynd en ég skynjaði og las út úr öllu brölti þessa fólks í síðustu kosningahrinu að þau ætluðu sér í stjórn ef þau mögulega gætu með hvaða tilkostnaði sem vera vildi - jafnvel með því að jarða hugsjónir og svíkja fólkið sitt.

Nákvæmlega það gerðist svo þegar í stjórnarsetu var komið. Engin tiltekt, engin inngrip í eitt eða neitt, engar meiriháttar stjórnarfarslegar breytingar urðu hvorki í orði né á borði. Viku eftir viku mánuð eftir mánuð horfðum við á fólkið okkar sem við kusum verða sífellt froðukenndara í sínu symbósíaska sambandi við Sjálfstæðisflokkinn.

Mestum vonbrigðum af þeim öllum olli Ingibjörg Sólrún mér þá og gerir núna í hverri viku, jafnvel daglega. Hvert fór hún konan sem stóð upp og bauð körlum birginn í ættar- og hirðsamafélaginu Íslandi? Hvert fóru skelegg tilsvör og hækkandi raddstyrkur í hlutfalli við slagkraft orða sem fluttu boðskap réttsýni og heilbrigðrar hugsunar sem var svo auðvelt að samsama sig við, trúa og umfram allt treysta?

Samfylkingin er því miður stjórnmálaaflið sem klúðraði big-time í mínum huga.
Það er í réttu hlutfalli við væntingarnar svo ég get sennilega sjálfri mér um kennt.

Kannski að ég fari bara aftur niður á þann stað þar sem ég treysti engum nema sjálfri mér.
Ef við þurfum öll að gera það eins og lítur út fyrir um þessar mundir hvernig samfélag munum við þá eiga hvert við annað?
Er það framtíð barnanna okkar að búa í samfélagi þar sem traust og trú eru úrelt gildi - klisjur í sögubókum og endurminningum afa og ömmu?

Mig hryllir við ástandinu og ég er reið út í Samfylkinguna.
Ekki af því að henni sé allt að kenna heldur af því að ég leyfði mér að treysta, trúa og vona.

Ég er fífl!
xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband