Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
24.10.2008 | 13:29
Skemmtilega viðeigandi núna
Jónas nokkur Þorgeirsson skrifar árið 1923 í Hlín, ársrit Sambands norðlenskra kvenna, um hættuna á því að fégræðgi og stóriðjuáform ónefndra manna muni ganga af dýrmætum þjóðmenningararfi, nefnilega heimilisiðnaðinum, dauðum.
Hann segir meðal annars:
Við Íslendingar eru í hópi þjóðanna eins og lítið barn í leik stærri barna. það kann ekki að meta takmörk orku sinnar og skilnings og verður von bráðar fyrir hrakningum. Aðalhættan sem við okkur blasir er ekki sú, að við skiftum um þjóðhætti, heldur sú, að við skiftum um of fljótt og óhugsað, án þess að skilja vanmátt okkar og án þess að vaxa um leið
Gaman að þessu eins og reyndar flestu því sem finna má í Hlín sem kom út á árunum 1917-1967 fyrir dugnað og harðfylgi Halldóru Bjarnadóttur kvenskörungs.
Ef einhver veit af þessum tímaritum þar sem þeirra er ekki þörf, endilega látið mig vita.
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2008 | 09:07
Áfram Hekla!
Heklugos væri alveg málið núna.
Þá kæmu fréttamenn í flokkum að skoða litlu eyjuna sem hefur bæði ís og eld og kannski líka hálfþroskaða fullorðna menn og konur sem ganga með skrítnar lopahúfur og mjálma í míkrafóna á milli þess sem þau plokka að því er virðist ónýt strengjahljóðfæri með ýslubeini eða álíka.
Þetta gæti dregið athyglinni frá meintum hryðjuverkum Íslendinga um stund.
Áfram Hekla!
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.10.2008 | 17:49
Nýr dagur - nýr heimur.
Það er alls ekki ástæða til að örvænta.
Síður en svo.
Gerið þið ykkur grein fyrir því til dæmis að svartur maður er um það bil að verða forseti Bandaríkjanna, sem enn um sinn verður líklega að teljast valdamesta ríki heims?
Hver hefði trúað því?
Vitnar þetta ekki um breytingar - grundvallarbreytingar?
Heimurinn er að fara inn í breytingarskeið. Helstu áherslurnar í því munu held ég verða í átt til endurskoðunar grunngilda mannlegs lífs, endurlits til náttúrunnar, til ákveðinnar heildarhyggju eða félagshugsunar.
Við getum borið gæfu til að bæta raunveruleg lífsgæði okkar núna.
En það verður að gerast með breyttri hugsun.
Við verðum að skilja gæðin sem felast í hinu smá - í nægjusemi, endurnýtingu, sögunni og síðast en ekki síst í náttúrunni og samfélagi manns og náttúru. Verðum að skilja og skynja hvert um sig hvernig allir hlutir lifandi og dauðir eru hluti af einni heild.
Nýr dagur - nýr heimur - nýtt Ísland
Vertu með!
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.10.2008 | 20:41
5 milljarðar í þjóðkirkjuna árið 2009? Nei takk!
Langar að benda ykkur á mjög áhugaverðar tillögur UVG frá 14. október síðastliðnum um hvernig megi spara í ríkisrekstir á næstunni.
http://www.vinstri.is/default.asp?news_id=7300
Burtu með ríkisrekna kirkju - tek undir það með UVG sérstaklega.
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.10.2008 | 09:23
Froðan er að leysast upp
Póst-modernismi undanfarinna áratuga hefur einkennst af almennri afstæðishugsun og skorti á því að menn tæku meðvitaða afstöðu með eða á móti jafnvel háalvarlegum málefnum sem skipta þá sjálfa og fjölskyldur þeirra miklu máli. Það hefur um árabil ekki þótt mjög smart að hafa skýrar skoðanir á nokkrum hlut og alls ekki á pólitík.
Ég kalla póst-modernismann reyndar aldrei annað en Froðufræði sem vísar til þessa upplausnarástands sem hefur fylgt honum.
Í þessum anda hefur til dæmis pólitískur áhugi fólks farið mjög minnkandi og allar hugmyndir fólks um hvað sé siðferðislega rétt og hvað ekki verið á nokkru reiki.
Nú er svo komið að jaðrar við siðrof í landinu!
Nei! Nú ætla ég ekki að gerast sek um Froðufræðilegt afstöðuleysi - það ER siðrofsástand í landinu!
Hópárás á lögregluna er meðal annars til vitnis um þetta.
En nú eru æsispennandi tímar framundan. Þjóðin er að vakna af dvalanum. Það þurftu reyndar ískalda vatnsgusu til að skola froðuna burt en lýðurinn hefur rumskað og mun brátt rísa á fætur.
Samfylkingin hefur í heild sinni gerst sek um þetta afstöðu- og um leið aðgerðarleysi og þannig valdið mér og fleirum gríðarlegum vonbrigðum.
Nú gerist annað af tvennu: Annað hvort rís Samfylkingin upp á afturlappirnar núna og verður það afl sem foreldrar hennar ætluðu henni eða þá að í ljós kemur að að forkólfar hennar hafa í froðunni gerst sekir um eiginhagsmunapot og spillingu og þannig eyðilagt möguleika flokksins á að verða vettvangur aðgerða sem stuðla að réttlátum skiptum eigna og valda í hinu nýja Íslandi.
Ef hið síðara kemur á daginn munu Vinstri grænir hins vegar verða sá sveifarás sem allt snýst um á vinstir væng stjórnmálanna á Íslandi.
Og JÚ!!! Vinstri og hægri er VÍST til ennþá!
Það voru bara Froðufræðin sem töldu okkur trú um að slík hugsun væri púkó og hugmyndafræðin úrelt.
Nú kemur annað í ljós.
Hreinsaðu síðustu froðuleifarnar frá vitunum og vittu hvað þú sérð
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2008 | 10:06
Voða postmódern! Þið vitið svona: Ekkert-er-endilega-það-sem-það-gefur-sig-út-fyrir-að-vera-og-allt-getur-verið-nánast-hvað-sem-er stemmning.
Hef ákveðið að mála 4 meðalstór málverk og meta hvert um sig á 4-5 milljónir.
Þeir sem vilja lána mér 16-20 milljónir með veði í verkunum eru hér með boðnir hjartanlega velkomnir í drauminn minn.
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2008 | 09:27
Skrítin skepna......
.........mannskepnan!
Glæpasagnafaraldur síðustu ára hvort heldur sem er á prenti eða í myndrænni miðlum hefur ekki farið fram hjá neinum. Mikið hefur líka verið skrafað og skrifað um af hverju þessi bókmenntagrein eða frásagnarform öllu heldur sé svona útbreitt meðal iðnvæddra ríkja í það minnsta ef ekki öllum heiminum.
Mér hefur fundist líkleg skýring á þessu að í öllu góðærinu og alsnægtunum eða með öðrum orðum neyslufárinu sem sannarlega hefur riðið húsum á Vesturlöndum hafi sköpunarkraftur listamanna kannski leitað í dökku hliðar mannssálarinnar til mótvægis við ríkjandi ástand (sem á yfirborðinu hefur virst fagurt og frómt).
Hið ytra hefur verið alsráðandi samhliða neysluhyggjunni. Fólk hefur aldrei teygt sig eins langt inn fyrir mörk líkama og umhverfis eins og á síðustu árum. Ígræðslur, innsetningar og ásetningar í og á líkamann hafa aldrei verið meiri. Hér á ég við brjóstastækkanir, hárlengingar og hárígræðslur, naglaásetningar, silikonfyllingar undir húð, húðflúr og fleira og fleira.
Tækniframfarir eða eigum við kannski að segja nýjungar frekar en endilega framfarir, hafa í auknum mæli beinst að hinu smá í stað þess stóra áður. Verkefni slíkra gúrúa hafa síður fengist við stórtækar lausnir í landbúnaði til dæmis en í auknum mæli snúist um þróun afþreyingar og ýmissa sértækra lausna á síauknum og endalausum kröfum einstaklinganna. Tæknin hefur meira og meira snúist um að fullnægja kröfum einstakra neytenda fremur en stærri heildum eins og samfélögum eða þjóðfélögum.
I-pod æðið og Makkbyltingin er kannski augljósasta dæmið um þetta.
Glæpasögurnar verða æ tæknilegri og tæknilegri. Þær fara sífellt lengra inn í líkamann til dæmis. Sálin er eldur ekki skilin útundan sem sést kannski best á öllum þeim aragrúa sjónvarpsþátta og annarra frásagna þar sem svo kallaðir prófælerar koma við sögu. Þar eru á ferðinni eins konar ofurmenni sem skyggnast innfyrir eða skulum við segja undir hið sýnilega yfirborð eða fas mannfólksins.
Þetta er í góðu samræmi við þá meginreglu í hugmyndafræðisögu mannkyns að jafnan togast á hugmyndakerfi sem leitast við að koma á jafnvægi.
Best kynnta dæmið um slíkt er vitanlega rómantík vs. raunsæi.
Ég spái ört vaxandi rómantík á allra næstu árum. Ekki hefðbundinni rómantík á borð við 19. aldrar hugmyndir en eitthvað mýkra en sú kalda efnis-, neyslu- og einstaklingshyggja sem ríkt hefur að undanförnu. Ekki bara í pólitískri hugmyndafræði - sem mun augljóslega breytast mjög í átt til félagslegra gilda á næstunni. Heldur líka og ekki síður í listum og menningarstraumum.
Þessi þróun er reyndar hafin. Vaxandi handverksáhugi á Vesturlöndum er af þessum toga. Þar fer handprjón í broddi fylkingar og á sitt mekka í Bandaríkjunum eins og stendur en er líka gríðarlega sterkt fyrirbrigði í velferðarparadís Norðurlanda.
xxx
Fía litla
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2008 | 15:18
Bíddu..........
........við smælingjarnir megum all ekki leita sökudólga því við eigum að einbeita okkur svo mikið að því að bæta úr því sem miður hefur farið, en á sama tíma getur ríkisstjórnin ekki um annað talað en að allt sé einhverjum útlendingum að kenna og ætlar meðal annars í mál við Breta!
Af hverju finnst mér eins og það sé verið að reyna að slá ryki í augun á mér?..............
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.10.2008 | 21:47
Hyllum drottningu vora!!!!!!!!!!!!!
Núna rétt í þessu var hún dóttir mín að tjá sig:
Mamma hvað er þetta eiginlega með þig, Ísland er á þrotum og þú ert bara með danska fánann á skrifstofunni þinni?!
En ég vitlaus að sjá þetta ekki. Við göngumst bara kónginum á hönd aftur - eða drottningunni réttara sagt. Það fer vel á því því nú rúla konur líklega um einhvern tíma.
Ekki það að hugmyndin sé ný eða mín heldur skil ég bara ekki að ég skuli ekki hafa séð þetta sjálf verandi með danska fánann fyrir augunum á hverjum einasta degi í mínu allra heilagasta.
Þett´er málið!
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.10.2008 | 18:02
Fátt er svo með öllu illt................
Það kom að því að maður getur gefið heimatilbúnar jólagjafir án þess að vera álitinn frík.
Mér finnst nefnilega alveg synd hvað fólk gerir lítið af því.
Í ár fáið þið rabbabarachutney, chilihlaup og límónusmjör frá mér og mínum. Allt heimatilbúið og skreytt af alúð og umhyggju.
Verði ykkur að góðu
xxx
Fía litla
P.S.
Er alvarlega að spá í að breyta þessu bloggi í prjóna-sultu-eldamennsku-heimilishalds-blogg þar sem ég nenni varla lengur að úhella pólitísku hjarta mínu. Fara bara að drullast til að gerast húsleg og liggja svo í hannyrðum þess á milli - ikke???
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- 810
- leifurl
- latur
- hjolaferd
- birgitta
- katrinsnaeholm
- vefritid
- ragnarfreyr
- dofri
- halkatla
- svavaralfred
- kolgrima
- svala-svala
- helgafell
- bjarnihardar
- brell
- salkaforlag
- brjann
- gattin
- brandarar
- ebbaloa
- eddabjo
- kokkurinn
- gudmundurhelgi
- hallarut
- snjolfur
- disdis
- holmdish
- haddih
- kreppan
- jenfo
- larahanna
- lillagud
- loaloa
- rutlaskutla
- klarak
- vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar