Færsluflokkur: Bloggar
31.3.2009 | 10:02
Það sem aðrir sjá og (mis)skilja
Í gær hringdi í mig kona.
Hún reyndi að höfða til minnar innri gyðju með því að biðja mig að axla ábyrgð, stíga fram og gera gagn.
Leyfðu mér að hugsa málið - svaraði ég enda á fullri ferð á Miklubrautinni.
Búin að hugsa málið. Svarið er nei. Stressboltinn ég hef ekkert að gefa - því miður!
Stuttu síðar var ég á tali við 3 konur um annriki líðandi stundar. Við vorum svona að taka stöðuna á ritgerðafárinu sem skollið er á eina ferðina enn. Gaman að því.
Þú ert nú svo skipulögð - segir þá ein dúfan og horfir skammlaust í augun á mér.
Ha ég, nei ég er alveg hræðilegur óreiðupési - svara ég og roðna pínulítið um leið.
Nei hún Soffía er svo mikill bóhem - segir þá önnur hlægjandi. Hún skrifar örugglega aldrei orð fyrr en eftir miðnætti - hahaha!
Ó en frábært! - Hugsaði ég á meðan restin af umræðunum fór framhjá mér þótt mér tækist að brosa og kinka kolli á réttum stöðum (vonandi). Ein heldur að ég sé fullkomin, önnur að ég sé bóhem og ég sjálf veit að hvoru tveggja er of klippt og skorið til að geta átt við mig og mína sveiflukenndu tilveru. Reyndar er ég sjálfsagt miklu oftar bóhem-megin línunnar. En það vantar allan glamúr í mitt bóhemeðli. Lítið um sköpunargáfu og liberal lífsmáta líberalismans vegna. Meira svona allt í rassgati leti minnar og ónytjungsháttar vegna og svo auðvitað vegna áðurnefnds óreiðu-syndromes.
En suma daga er ég næstum því fullkomin!
Já ég sver´ða!
Aðra daga er ég aftur hræðileg manneskja! Ekki bara óreiðupési heldur líka aggresíf, ósanngjörn tík sem eiri hvorki sjálfri mér né öðrum. Stundum er ég svo hræðileg að það væri best fyrir allt og alla ef ég færi ekki á fætur þann daginn.
Grínið í þessu öllu saman er að oftar en ekki tekst mér að blekkja fólk þannig að það leggur trúnað sinn og traust á mig. Meira að segja fólk sem nauðaþekkir mig!
Svo aftur dúkkar upp ein og ein manneskja í kringum mig sem sér í gegnum skelina
Frekar svona óheppilegt
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.3.2009 | 19:01
Biðjum fyrir Davíð!
Finnst ykkur ekki grátlegt að horfa á útgöngu Davíðs Oddsonar úr samfélagi siðaðra manna?
Ég meina það alveg eins og ég segi það - þetta er sorglegt!
Hugsið ykkur mann sem var ástsæll leiðtogi , virtur langt út fyrir raðir síns flokks. Þótti hnyttinn og skemmtilegur á mannamótum, skáldlegur og aðsópsmikill karakter.
Hvernig ætli það sé að fara úr þessari stöðu og niður í það að vera álitinn geðsjúkur klikkhaus, elliær frekjudallur og bitur gærdagspóstur?
Það hlýtur að vera skelfileg tilfinning.
Ég finn til með kallinum.
Ég ætla að minnast hans í bænum mínum.
Og nei, ég er ekki að reyna að vera fyndin!
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.3.2009 | 18:23
Svo margt sem ég ekki skil
Það er bæði fróðlegt og skemmtilegt að lesa í táknmál landsfunda flokkana sem fram fara þessa dagana. Ekki það að ég sé sérstaklega táknlæs manneskja nema síður sé. Ég hef til dæmis oft ekki komið auga á augljósustu Biblíutengingar í ýmsum textum í gegnum tíðina sem þykir svona frekar ósmart heldur en hitt.
En samt sé ég eitt og annað sem táknar eitt og annað.
Til dæmis bakgrunnur ræðumanna hjá annars vegar Samfylkingunni og hins vegar Sjálfstæðisflokknum.
Báðir hóparnir eru mjög fyrirsjáanlegir í sínu myndmáli - eða það finnst mér að minnsta kosti.
Flokkurinn er local = fáninn, landið, þjóðin, bláminn = þjóðernishyggja, íhald.
Samfylkingin er global = hnettir, víðátta, heiðríkja = evrópu-/heimshyggja, breytingar.
Ekkert um það að segja - skemmtilegt bara.
Annað og skelfilegra finnst mér trúarbragða-yfirbragðið hjá Flokknum.
Fagnaðarlætin þegar Krulli steig á stokkinn voru SJÚKLEG!
Allir í stuði með Guði og edrú með Jesú.
Ég er ekki hlutlaus, það veit ég vel.
En mér finnst Jóhanna og co ekki gera sig sek um þessa helgislepju og hjarðeðli. það er svo langt frá því að ég sé sátt við Samfylkinguna í dag. Búin að segja mig úr og allt það. En hugmyndaheimur þeirra hugnast mér þó mikið betur en Flokksins.
Hvernig datt þessu fólki í hug að það gæti unnið saman í ríkisstjórn ???
Það trúðu því engir aðrir!
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.3.2009 | 16:22
Frasakóngur Íslands krýndur í dag!
Ef ekki næst í mig á næstunni er ég löglega afsökuð.
Hef hafið vinnu við að finna upp og þróa frasa-vörn fyrir almenning.
Hún mun hafa þá virkni helsta að þegar stjórnmálamenn og aðrir minnimáttar opna munninn þá afkóðast jafnóðum frasa- vellingurinn sem út úr þeim rennur.
Oft var þörf en nú er nauðsyn!
xxx
Fía litla
Dagur nýr varaformaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2009 | 14:33
Já já já og sei sei sei
Og þess vegna fær Snorri ekki að tala á fundinum og Þorgerður Katrín er á leiðinni út í kuldann.
Jebbedí jebb
Dónt lúkk bekk - bara fulla ferð áfram í styrkara feðraveldi en aldrei fyrr í krafti fánans og fáránleikans.
Allir að kjósa xD fyrir dáindis-dauða og stöðnun á gildum og áframhaldandi gengilbeinu-viðhorfi til íslenskra kvenna.
Skál fyrir köllunum í Flokknum
xxx
Fía litla
Þurfum að opna flokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.3.2009 | 12:37
Ó Geir - þinn orðtír aldregi deyr!
Aah - nú veit ég loksins hvað Geir Hilmar er að hugsa þar sem hann flissar ofan í lagninguna á frúnni framan á Vikunni í vikunni!
Dáldið búin að spá í það satt að segja.
Hann var þá líklega rétt á því augnabliki að detta niður á frumlega og að hans mati nothæfa afsökun fyrir bankahruninu.
Ekki benda á mig!
það var EES-samningurinn sem gerði það!
Ég er að hugsa um að leggja til að Nýsköpunarsjóður styrki Geir sérstaklega fyrir óeigingjarnt og afkastamikið starf í ný-afsökunarsmíði á árunum 2007-2009.
Hann á það fyllilega skilið blessaður kúturinn!
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Í dag skrifa ég ritgerð í gríð og erg.
Eða það ætla ég að vona.
Hún fjallar um ævintýrið Gorvömb. Ég reyni að rýna í textann í því samhengi sem hann spratt úr og lifði í á 19. öldinni. Sagan er arfur kynslóðanna frá konu til konu. Hann vitnar um samstöðu kvenna og það viðhorf þess tíma að iðni, æðruleysi og hvers kyns dyggðir orðs og æðis væru vænlegastar kvenlegra kosta.
Sifjaspell, ungbarnadauði, kvíði gagnvart barnsfæðingum í læknislausu landi og gildi fegurðar eru umfjöllunarefni textans. þar má glöggt sjá afstæði fegurðar. Öðrum þræði er fegurðin aðgöngumiði til betra lífs en hins vegar hindrar ljótleiki ekki endilega velgengni. það sem mestu máli skiptir er að vera iðin og dyggðug manneskja. Þá er aldrei að vita nema maður hreppi prinsinn.
Sifjaspell aftur eru hluti af reynsluheimi kvenna (og karla) þvert á stéttir og stöðu.
Konungsdóttirin Ingibjörg flýr að heiman samkvæmt ráðum móður sinnar sem á dánarbeði varar hana við föðurnum og gefur henni hagnýta töfragripi til bjargar.
Tímaleysi ævintýranna er undravert.
Umfjöllunarefnin eru klassísk. Þau hverfast um sammannlega þætti sem eiga jafnt við á 21. öldinni og þeirri 19. eða jafnvel 13. ef því er að skipta. Sífelld endurvinnsla klassíkskra ævintýra er því ekki ástæðulaus.
Allir þekkja Grimms-ævintýrin og skáldverk H.G.Andersen í ævintýrastíl. þau tala til okkar einhverri undarlega kunnuglegri röddu sem smýgur inn í vitundina án nokkurar fyrirstöðu.
En íslensku ævintýrin eru líka sérstakur sjóður sem við eigum og færri þekkja.
Þau þykja tengdari bókmenntahefðinni en ævintýri margra annarra þjóða. Reyndar hafa miðaldabókmenntir ekki síður tekið inn í sig ævintýraelementin heldur en ævintýrin smitast af fornaldar- og riddarasögum miðalda.
það sem máli skiptir er að þessir höfundarlausu textar þjóðar eru á hverjum tíma vitnisburður þeirra viðhorfa sem ríkja í samfélaginu sem fóstrar þá.
Þótt við segjum ekki hvort öðru ævintýri í dag þá segjum við brandara og slengjum fram stökum þeir sem það kunna og geta.
Þessir textar eru vettvangur spennulosunar og tjáningar á lífsviðhorfum okkar og því sem við teljum umfjöllunarvert á hverjum tíma alveg eins og þjóðsögurnar voru Íslendingum á fyrri öldum.
Farin að skrifa ...........
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2009 | 09:08
Af hverju kyssast þau ekki bara einum frönskum Samfylkingin og Framsókn?
Hmmm - getur verið að mér skjátlist um trúverðugleika Björgvins G. Sigurðssonar?
Það má vel vera.
Held samt að hann verði framarlega í forystusveit ´jafnaðarmanna´ á Íslandi áður en yfir líkur.
Er Samfylkingin kannski ekki eins mikill jafnaðarflokkur og hún vill vera láta?
Er Samfylkingin kannski líkari Framsókn þegar allt kemur til alls?
Er það kannski breytan sem skekkir sífellt myndina?
Það skyldi þó aldrei vera.
Annars er held ég tímabært að einhverjir málsmetandi menn sem búa yfir táknlæsi á viðskiptalífið taki að sér að útskýra fyrirbrigðið ´minnisblað´fyrir mér og mínum líkum.
Hvernig skjal er það?
Er það rafrænt eða post-it miði í ruslafötu?
Nei ég spyr bara af því að svona miðar eru oftar en ekki að ´finnast´einhvers staðar.
Hvernig á að fara með slík skjöl?
Á að geyma þau í viðkomandi fyrirtæki eða má opinber embættismaður fara með þau heim í rassvasanum?
Ein voða vitlaus
xxx
Fía litla
Hælarnir voru niðri í viðskiptaráðuneytinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jú er það ekki?
Eníveis - þá má alltaf á sig blómum bæta.
Málið er nefnilega að ég fer stundum í sund. Og þá til þess að synda.
Ég er ekki ein um það og þess vegna þarf maður að sæta lagi og virkja þolinmæðina við þá iðju. Stundum þarf að sveigja svolítið og stundum að hinkra og fleira svona tillitsemisdót.
Nema hvað að það eru oftar en ekki sömu 5-6 kallarnir sem leggja undir sig laugina þannig að aðrir eiga hreint ekki svo greiða leið um hana. þeir synda hver á sinni braut það litla sem þeir synda yfirleitt. Svo að hverri ferð lokinni hrúgast þeir á bakkann og SPJALLA!
Þeir eru ekkert að hópast í eitt hornið eða neitt þannig. Nei nei, þeir bara raða sér á bakkann eins og hann leggur sig. Þannig kemst enginn að til að snúa við.
Svo eins og þetta sé ekki nóg þá bregst það varla að þegar mínum 700-1000 metrum er lokið og ég ætla að hvíla lúin bein í nuddpottinum eitt orskot áður en ég fer uppúr, þá hafa þeir hertekið pottinn með öllu. það ætti að vera nóg pláss fyrir alla. Hins vegar dreifa þessir helv.... kallapungar svo úr sér að maður kemst ekki að. Þeir hafa gott bil á milli sín svo þeir geti nú viðrað djásnin sín og látið loftbólurnar juggla kúlunum og svona.
Alveg skil ég það hvernig brandarar á borð við: Takt´ann með hurðinni, og: Tíu stig fyrir konur, 100 stig fyrir gamalmenni!, eru tilkomnir.
Hvað ætli maður fái mörg stig fyrir að sparka í klofið á gömlum kalli?
xxx
Fía litla
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.3.2009 | 23:59
Halló .....
..... fallega fólk!
Í dag slógum við Færeyinga um 6 milljarða!
Og ég sem hélt að botninum í aumingjaskap væri náð með fréttum af sjálfstæða og æðislega fólkinu í Sjálfstæðisflokknum sem skældi út pening hjá Neyðarlínunni í sinni sáru neyð.
En nei nei, there´s more to come.
Öll þjóðin á skeljunum grenjandi utan í hvaða skeri sem til næst í björgunarskyni.
Allir að kjósa xD í vor - jibbí og jibbíjei - komum út að skíta í nýslegið hey!
Hver vill taka að sér að lauma færeysku skerpikjöti í loftræstistokkana í Valhöll ?
Já það lyktar öðruvísi!
xxx
Fía litla
Skilar framlagi Neyðarlínunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- 810
- leifurl
- latur
- hjolaferd
- birgitta
- katrinsnaeholm
- vefritid
- ragnarfreyr
- dofri
- halkatla
- svavaralfred
- kolgrima
- svala-svala
- helgafell
- bjarnihardar
- brell
- salkaforlag
- brjann
- gattin
- brandarar
- ebbaloa
- eddabjo
- kokkurinn
- gudmundurhelgi
- hallarut
- snjolfur
- disdis
- holmdish
- haddih
- kreppan
- jenfo
- larahanna
- lillagud
- loaloa
- rutlaskutla
- klarak
- vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar