Leita í fréttum mbl.is

Gengur hún þá lengi lengi þar til hún kemur að litlu húsi í skóginum.......

Í dag skrifa ég ritgerð í gríð og erg.
Eða það ætla ég að vona.

Hún fjallar um ævintýrið Gorvömb. Ég reyni að rýna í textann í því samhengi sem hann spratt úr og lifði í á 19. öldinni. Sagan er arfur kynslóðanna frá konu til konu. Hann vitnar um samstöðu kvenna og það viðhorf þess tíma að iðni, æðruleysi og hvers kyns dyggðir orðs og æðis væru vænlegastar kvenlegra kosta.

Sifjaspell, ungbarnadauði, kvíði gagnvart barnsfæðingum í læknislausu landi og gildi fegurðar eru umfjöllunarefni textans. þar má glöggt sjá afstæði fegurðar. Öðrum þræði er fegurðin aðgöngumiði til betra lífs en hins vegar hindrar ljótleiki ekki endilega velgengni. það sem mestu máli skiptir er að vera iðin og dyggðug manneskja. Þá er aldrei að vita nema maður hreppi prinsinn.

Sifjaspell aftur eru hluti af reynsluheimi kvenna (og karla) þvert á stéttir og stöðu.
Konungsdóttirin Ingibjörg flýr að heiman samkvæmt ráðum móður sinnar sem á dánarbeði varar hana við föðurnum og gefur henni hagnýta töfragripi til bjargar.

Tímaleysi ævintýranna er undravert.
Umfjöllunarefnin eru klassísk. Þau hverfast um sammannlega þætti sem eiga jafnt við á 21. öldinni og þeirri 19. eða jafnvel 13. ef því er að skipta. Sífelld endurvinnsla klassíkskra ævintýra er því ekki ástæðulaus.
Allir þekkja Grimms-ævintýrin og skáldverk H.G.Andersen í ævintýrastíl. þau tala til okkar einhverri undarlega kunnuglegri röddu sem smýgur inn í vitundina án nokkurar fyrirstöðu.

En íslensku ævintýrin eru líka sérstakur sjóður sem við eigum og færri þekkja.
Þau þykja tengdari bókmenntahefðinni en ævintýri margra annarra þjóða. Reyndar hafa miðaldabókmenntir ekki síður tekið inn í sig ævintýraelementin heldur en ævintýrin smitast af fornaldar- og riddarasögum miðalda.

það sem máli skiptir er að þessir höfundarlausu textar þjóðar eru á hverjum tíma vitnisburður þeirra viðhorfa sem ríkja í samfélaginu sem fóstrar þá.
Þótt við segjum ekki hvort öðru ævintýri í dag þá segjum við brandara og slengjum fram stökum þeir sem það kunna og geta.
Þessir textar eru vettvangur spennulosunar og tjáningar á lífsviðhorfum okkar og því sem við teljum umfjöllunarvert á hverjum tíma alveg eins og þjóðsögurnar voru Íslendingum á fyrri öldum.

Farin að skrifa ...........
xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 56226

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband