Leita í fréttum mbl.is

Svo margt sem ég ekki skil

Það er bæði fróðlegt og skemmtilegt að lesa í táknmál landsfunda flokkana sem fram fara þessa dagana. Ekki það að ég sé sérstaklega táknlæs manneskja nema síður sé. Ég hef til dæmis oft ekki komið auga á augljósustu Biblíutengingar í ýmsum textum í gegnum tíðina sem þykir svona frekar ósmart heldur en hitt.

En samt sé ég eitt og annað sem táknar eitt og annað.

Til dæmis bakgrunnur ræðumanna hjá annars vegar Samfylkingunni og hins vegar Sjálfstæðisflokknum.
Báðir hóparnir eru mjög fyrirsjáanlegir í sínu myndmáli - eða það finnst mér að minnsta kosti.

Flokkurinn er local = fáninn, landið, þjóðin, bláminn = þjóðernishyggja, íhald.

Samfylkingin er global = hnettir, víðátta, heiðríkja = evrópu-/heimshyggja, breytingar.

Ekkert um það að segja - skemmtilegt bara.

Annað og skelfilegra finnst mér trúarbragða-yfirbragðið hjá Flokknum.
Fagnaðarlætin þegar Krulli steig á stokkinn voru SJÚKLEG!
Allir í stuði með Guði og edrú með Jesú.

Ég er ekki hlutlaus, það veit ég vel.
En mér finnst Jóhanna og co ekki gera sig sek um þessa helgislepju og hjarðeðli. það er svo langt frá því að ég sé sátt við Samfylkinguna í dag. Búin að segja mig úr og allt það. En hugmyndaheimur þeirra hugnast mér þó mikið betur en Flokksins.

Hvernig datt þessu fólki í hug að það gæti unnið saman í ríkisstjórn ???
Það trúðu því engir aðrir!
xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sammála Fía litla að samfó átti aldrei að fara í þetta samstarf enda fór sem fór. Svo bara að krossa sig í bak og fyrir til öryggis!

Rut Sumarliðadóttir, 30.3.2009 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband