Færsluflokkur: Bloggar
16.4.2009 | 11:57
Þetta verður allt í lagi!
Fl-okkurinn blæs í lúðra undir slagorðinu ´göngum hreint til verks´
Eins og það sé nú ekki nógu kaldhæðnislsegt til að dekka fyrirsögnina á þessari færslu minni þá er annað ennú glæsilegra.
20 þúsund störf á kjörtímabilinu !
Af hverju ekki bara að lofa 30 þúsund.....nei - nei, heyrðu! Lofa bara skíthræddu fólkinu 50 þúsund störfum strax á þessu ári, frírri lagninu á fimmtudögum fyrir allar forstjórafrúr í landinu og ís og nammi fyrir börnin?
Ha - væri það ekki næs?
Heimskunni verður ekki logið upp á þessa guðsvoluðu fáráðlinga................
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.4.2009 | 08:56
Um hvað kjósum við núna?
Það er gagnlegt að staldra við og spá svolítið í það hvað það er sem við kjósum um í raun og veru.
ESB er til dæmis ekki beinlínis kosnigamál að þessu sinni. Ekki frekar en í síðustu tveimur kosningum. Alveg sama hvað Samfylkingin reynir, þá gengur ekkert að gera þetta mál að hverfipunkti. Hvort það er gott eða slæmt er aukaatriði. það sem er athyglivert er að þjóðin setur þetta atriði til hliðar með ákveðnu afskiptaleysi.
Það augljósasta væri efnahagsmál og ekki síst gjaldeyrismál.
Þau atriði eru vissulega mjög ofarlega í umræðunni.
Hins vegar eru það fyrst og fremst tilfinningaleg rök sem ráða ferðinni að þessu sinni.
það er hugmyndafræðin og þá fyrst og síðast tiltrú kjósenda á það að hve miklu marki megi vænta HEILINDA af frambjóðendum á erfiðum tímum sem framundan eru í íslensku samfélagi.
Viðbrögð fólks við framboðsfundi Reykjavíkur-Norður er dálítið lýsandi í þessu sambandi.
þar átt Katrín nokkur Jakobsdóttir mannvitsbrekka og snillingur algerlega salinn.
Af hverju var það?
Jú það var af því að hún sagði sannleikann!
Hún sagði að á næstu mánuðum yrði því miður bæði að lækka laun og hækka skatta.
Aðspurðir sögðu hins vegar kollegar hennar annars vegar í Flokknum og hins vegar í Samfylkingunni eitthvað allt annað.
Flokksmaðurinn þvertók fyrir að skattahækkanir væru fyrirhugaðar.
Samfylkingarmaðurinn svaraði með hálfkæringi, hálf-svari, hann þyrði ekki að útiloka neitt.
Í báðum tilfellum er verið að fara á skjön við sannleikann!
HEILINDIN eru lögð til hliðar í pólitískum tilgangi.
Við sem erum eldri en tvævetur vitum að það eru endalausar neyðaraðgerðir framundan. Það er ekkert í stöðunni nema bullandi kjaraskerðing og lífróður.
Sjálfstæðimenn halda áfram að ljúga að okkur og Samfylkingin heldur áfram að vera dipló!
Vinstri-grænir aftur þora að vera það sem þeir eru - réttlátir raunsæismenn sem starfa af HEILINDUM!
Hverjum treystir þú til að segja þér satt á þessum erfiðu tímum?
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2009 | 22:55
Grúví gigg!
Það var ekki leiðinlegt á opnun VG í Hveragerði, það get ég sagt ykkur.
Kaffi, kökur og kruðerí.
Norbert kom með sína rómuðu grænmetiskæfu, Hugo tók myndir, Atli tók í spaðann á fólki og Jón Ægis þandi nikkuna.
Berglind hellti upp á hverja kaffikönnuna á fætur annarri og ég vaskaði upp.
Hitti konu úr Höfninni. Við ræddum möguleikana á sameiningu sveitarfélaganna tveggja sem eru eitt í sögulegu tilliti auðvitað fyrir nú utan það að vera góðir grannar með áratuga gamla þjónustusamninga í gangi sín á milli.
Hálfdán nokkur Flokksmaður og fyrrverandi bæjarstjóri í Hveragerði ruggaði bátnum í sinni stjórnartíð með því að hiemta fleiri krónur frá Ölfusi fyrir veru þeirra barna úr því sveitarfélagi sem hafa í gegnum árin stundað leik- og grunnskóla í Hveragerði.
Nú er annar Flokksmaður iðinn við kolann. Sá er bæjarstjóri í Höfninni og gjarnan kallaður Ólafur Hráki eða Ólafur einráði svona allt eftir því hver talar hverju sinni. Hann vill virkja Bitru til að byrja með og svo restina af heiðinni svona eftir behag - það er að segja sínum efnahag, skítt með okkur í Hveragerði.
Þriðji Flokksmaðurinn hefur staðið vaktina í Bitrumálinu og passað hag okkar Hvergerðinga svo og ókominna kynslóða. Það er núverandi Bæjarstjóri Hveragerðis, Aldís Hafsteinsdóttir. Hún á það alveg skuldlaust og á þakkir skilið í því efni.
Annað var það nú ekki börnin mín - góða nótt
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.4.2009 | 19:26
Það byrjar í kvöld!
Nú þarf maður að fara að íhuga alvarlega hvað er á stefnuskrám flokkanna. (þótt ég sé næstum ákveðin).
Ég byrja rúntinn í kvöld.
Fer á opnunarkaffi hjá VG.
Svo koll af kolli.
Nema ég fer ekki í kaffi sjá Flokknum.
Þeir geta brutt sínar kexkökur sjálfir.
Hann bróðir minn kenndi mér nefnilega eina mikilvæga lexíu áður en hann hvarf af yfirborði jarðar. Það var þannig að vinkona mín var að digga með vægast sagt dubious gæja. Í því samhengi hnippti hann í mig eitt kvöldið þegar við vorum á rúntinum og sagði:
Soffía, þú verður að passa með hverjum þú lætur sjá þig!
það getur haft afleiðingar að umgangast ruslarapakk!
Og þetta tók ég alvarlega og reyni að iðka enda vel meint og spaklega mælt. það sama er ekki hægt að segja um öll hans heilræði enda þau bæði misgáfuleg og hann ekki vísari en hver annar.
En ég sem sagt læt ekki sjá mig hjá Flokknum!
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.4.2009 | 09:52
Stundum er betra að þegja bara
Nú loksins stígur Þorgerður Katrín fram ofantekin og baugótt og tjáir sig um styrkjamálið.
Og það sem hún hefur að segja er þetta.
Svandís Svavarsdóttir er ljót stelpa, hún er að stríða!
Við gerðum ekki neitt ljótt!
Ég er búin að sýna ykkur mína - nú eigið þið að sýna mér!
Ósköp og skelfing er það aumt elsku kellingin mín að þú skulir ekki sjá þinn hag í því að þegja bara áfram eins og þú hefur gert undanfarna daga.
En ég er alltaf að læra eitthvað nýtt á hverjum degi.
Í dag lærði ég það að Þorgeður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins er ekki að átta sig eins og ég var að vona.
Ég bíð og vona..........
xxx
Fía litla
Aldrei heyrt alvarlegri ásakanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.4.2009 | 08:32
Minnimáttar mannskapur
Nú er allt á kafi í skít hjá Flokknum.
Kallar og kellingar á útopnu við að moka flórinn.
þau eiga ósköp bágt greyin.
Og þá gerist það að mig langar ekki lengur að sparka í þau.
Maður gerir ekki svoleiðis við liggjandi menn.
Hver veit nema ég snúist bráðum til ásta við Flokkinn nú þegar hann er á hraðleið inn í það hlutskipti að verða minnihlutahópur.
Hver veit.....?
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2009 | 12:26
Skrítnir páskar
Þetta voru skrítnir páskar!
Mér finnst ég aldrei hafa heyrt svona mikið frá þjóðkirkjunni eins og undanfarna daga. Morgunverður eftir messu, kvöld- og morgunmessur víða um land og allt að gerast.
Það er bara gott. Innan kirkjunnar er vafalaust mikið af hæfum og vel meinandi einstaklingum og núna þurfa margir á gæsku og von að halda.
Gott ef ´von´ var ekki einmitt megin þema þeirrar umfjöllunar sem ég bæði las og heyrði undanfarna daga. Þetta er ágætt, það er að segja að Þjóðkirkjan se hugsanlega að leiða gott af sér og gera einhverjum gagn.
Ég var að vinna í safninu mínu. Þangað kom óvenju fátt fólk. Veit ekki af hverju en það kom sér vel fyrir mig. Ég gat lesið mikið af fyrirliggjandi efni og mótað meginhugmynd síðustu ritgerðar annarinnar. Það er mikið frá þegar eiginlegt umfjöllunarefni, eða nálgunin á efnið er komin á hreint.
Annað sem var skrítið var að ég eldaði ekki páskamatinn sjálf og gerði ekki hreint fyrir þessa helgi.
Var að spá í að vera með móral en ákvað svo að sleppa því.
það var kannski skrítnast - sko að vera ekki með móral :)
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2009 | 13:25
Krúttlegasta kosningaskrifstofan
Bara að minna ykkur á að á miðvikudagskvöldið kl. 20:30 opnar krúttlegasta kosningaskrifstofa landsins í pínu-ponsu-litlum sumarbústað við Laufskóga 23 í Hveragerði.
Sjón er sögu rikari
VG - besti kosturinn í dag!
xxx
Fía litla
Guðfríður Lilja, Katrín Jakobsdóttir, Álfheiður Ingvadóttir, Svandís Svavarsdóttir, Atli Gíslason og Steingrímur J. - Þarf að ræða þetta eitthvað frekar?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.4.2009 | 13:07
Það er nebblega það.......
xxx
Fía litla
Heiður Sjálfstæðisflokksins ekki metinn til fjár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.4.2009 | 15:11
Heia Norge?
Nú heyrist víða spurt í samfélaginu hvort Íslendingum sé almennt treystandi til að stjórna Íslandi. Þjóðerni eitt og sér getur vitanlega ekki sagt til um getu manneskju yfirleitt en erum við ekki of smá og tengd innbyrðis til þess að þetta geti gengið upp?
Þetta finnst mér um margt eðlileg spurning miðað við árangurinn frá stofnun lýðveldisins 1944. Sé miðað við efnahagsstjórnunina sérstaklega og samanburður gerður á gengi íslenskrar og danskrar krónu er niðurstaðan vægast sagt lítt flatterandi fyrir íslenska stjórnmálamenn.
Þar þarf að muna að 1980 tókum við tvö núll af krónunni. Miðað við það er gegni íslenskrar krónu nú 2300 sinnum lægra en þeirrar dönsku.
Hvernig er hægt að fokka málunum svona svakalega upp á 65 árum?
Það hlýtur að vera eitthvað að í grunninum. Gæti verið að vandinn liggi í því að við sem erum þrjú hundruð þúsund manns höfum allt frá því okkur tókst að lyfta moldarkofunum upp á jafnsléttu reynt að hafa allt og bjóða upp á allt líkt og milljónaþjóðirnar sem við berum okkur saman við?
Getur verið að við þurfum að endurskoða þetta frá grunni?
Getur verið að við ættum kannski að íhuga að fara bónför til Noregskonungs og falast eftir því að fá að verða eitt af fylkjum ríkis hans? (og þá ekki með það sér ákvæði sem Áshildarmýrarsamþykktin frá 1642 lagði áherslu á samkvæmt gamalli hefð að Íslendingar færu sjálfir með öll helstu embættin. Það hefur ekki gefið sérlega góða raun eða hvað?).
Nei, ég spyr í alvöru. Við hljótum að þurfa að hugsa út fyrir kassann. Staðan er svo svakaleg að við getum ekki haldið bara áfram með sama hætti. Ástæðan fyrir því að ég tala um Noreg sem ég hef nú lengst af hlegið að er sú að Norðmenn standa utan ESB, við erum hvort sem okkur líkar betur eða verr að milklu leyti norsk að uppruna og svo því að við deilum fiskistofnum og hafsvæðum með Noregi.
Væri kannski klógt af okkur að gerast bandamenn/þegnar Noregskonungs? Gætu þjóðirnar haft sameiginlegan hag af því að samnýta hugsanlegan olíusjóð á íslensku hafsvæði og norska þekkingu og fjármagn?
xxx
Fía litla
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- 810
- leifurl
- latur
- hjolaferd
- birgitta
- katrinsnaeholm
- vefritid
- ragnarfreyr
- dofri
- halkatla
- svavaralfred
- kolgrima
- svala-svala
- helgafell
- bjarnihardar
- brell
- salkaforlag
- brjann
- gattin
- brandarar
- ebbaloa
- eddabjo
- kokkurinn
- gudmundurhelgi
- hallarut
- snjolfur
- disdis
- holmdish
- haddih
- kreppan
- jenfo
- larahanna
- lillagud
- loaloa
- rutlaskutla
- klarak
- vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar