Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Frábært!

Loksins eitthvað í fréttum sem gerir mig glaða en ekki pirraða og andstyggilega.

Nú getur maður farið að tína inn það sem vantar í safnið - og svo að lesa og lesa og lesa ........

Nammi namm!
xxx
Fía litla


mbl.is Framtíð Laxness tryggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svooooo skrítið!

Það eru ekki nema innan við tvær vikur síðan ESB var í raun alls ekki kosningamál.
Svo eins og hendi væri veifað verður það algerlega miðlægt á einhvejum tímapunkti, nefnilega þeim þegar Samfylkingin hefur samkvæmt skoðanakönnunum þá stöðu að vera sterkastur flokka.

Sjálf hallast ég reyndar æ mér i þá áttina að Íslendingar ættu aðsækja hreinlega um aðild. Það er sýnt mál og fullreynt að við stöndum ekki í lappirnar ein og óstudd enda aðeins rúmlega 300 þúsund svo það er ekki nema eðlilegt að við þurfum sterkt bakland.

Evrópumálin eru reyndar þau einu sem Samfylkingin hefur sannarlega slegið eign sinni á og um leið haldið haus gagnvart. Þau kvika hvergi frá sinni sannfæringu og ég tek ofan fyrir þeim þess vegna.

Það sama verður ekki sagt um flokkinn í straumum og stefnum almennt. Vingulshátturinn er farinn að fara ískyggilega mikið ítaugarnar á mér. Hann birtist einna helst í að því er virðist rótgrónum populisma þar sem eitt er smart í dag en annað á morgun.

Samfó er svo dimplómatískt þenkjandi samkunda að áherslur og viðhorf sviptast eftir vindum mun hraðar en maður nær að fylgjast með.

Í þessu efni finnst mér flokkurinn líkjast með óhuggulegum hætti hjörðinni bláu hvað varðar hjarðeðli og skort á sjálfstæðu hugsanaferli. Þar á bæ, hjá Fl-okknum, fylgja menn hverjum þeim foringjum sem hjörðinni stýra hverju sinni.
Hjá Samfó hins vegar fylgja menn síbreytilegum tískustraumum líðandi stundar í hverju sem er. Þar er sum sé foringjadýrkunin ekki jafn átakanleg og í Fl-okknum en þau eru með trendin á hreinu. Dragt i dag, lopatugga á morgun. Græn í dag, stóriðjusinnar á morgun.

Þá má kannski segja sem svo að þau iðki valddreifingu innan síns flokks með þeim hætti að þau lúta ekki endilega foringjum heldur vingsast bara til og frá eins og lauf í vindi. Sem væri þá allt í góðu bara ef maður hefði óbrigðula veður- og vindaspá til næstu 4 ára.

Annars hef ég að undanförnu verið ákveðin í að kjósa V en er farin að hallast æ meir að Borgarahreyfingunni.

Sjáum til...........
xxx
Fía litla


Aðeins of kammó

Ég treysti alls ekki fólki sem skiptir aldrei skapi, er alltaf sammála mér og er undir öllum kringumstæðum kammó!

Fyrir nokkru fékk til dæmis einn sem ég þekki sér nýja konu.
Allt í lagi með það, hann var orðinn þreyttur á þeirri gömlu auk þess sem þau höfðu víst ekki sama smekk fyrir gardínum. Ok, svo hann skipti bara út.
Sú nýja er hins vegar ægilega smekkleg, alveg pólitískt rétt klædd alltaf hreint og að sögn voða sniðug að dekorera og svona.

Þar fyrir utan er hún svo kammó að hún bókstaflega flaðrar upp um mann. Ég þekki þessa konu ekki neitt og hún mig ekki heldur. Væri ég hún myndi ég hugsa mig aðeins um. Ég gæti verið helvítis tík jafnvel og ekkert góður félagskapur

Þetta er svona svipað og þegar frambjóðendur taka upp á því að kjá framan í ókunnug börn sem sér varla í andlitið á fyrir hori og skyrafgöngum.

Já - það er andskotans óeðli að vera alltaf kammó!
xxx
Fía litla


Skrýtin skepna......

........ mannskepnan!

Undanfarna daga hafa tvær menneskjur hlotið sína 15 mínútna frægð á Veraldarvefnum fyrir það eitt hvað þau eru lítið falleg.

Já, ég er að tala um keppendurna Susan Boyle og Paul Botts sem taka þátt í Brittain´s got talent!

Það er nefnilega þannig að litla-ljóta-andarunga-syndromið er að því er virðist sammannlegur andskoti (Náskylt Öskubusku-syndrominu auðvitað). Þar fyrir utan er ekki annað að sjá en að feita og ljóta fólkið sæti líka sífellt meiri fordómum í henni veröld. Ekki einasta er það svona óheppið í framan heldur gera menn því umsvifalaut skóna að viðkomandi hljóti að vera vita hæfileikalaus í ofanálag.

Þannig hlógu menn að Paul allt þar til hann hóf upp raust sína og söng svo ekki var þurrt auga í salnum.
Eins var með Susan, nema hvað fólkið hlógu sínu meira að henni - hún er jú kona sem þóttist vera eitthvað. Svo söng hún, og fólkið hló og grét.

Allt er þetta vegna þess að við verðum svo glöð þegar einhver ljótur og feitur reynist ekki líka vera klikkaður fáviti á jaðri mannlegrar tilveru.

Ég veit svei mér ekki hvort ég á að hlægja eða gráta!
xxx
Fía litla


Gylliboðin streyma inn!

Var að fá tvö slík.

Annað er frá Fl-okknum. Boð í ´Sumargleði Sjálfstæðismanna´með ´léttum veitingum.´
Því treð ég í endurvinnslubunkann med det samme.

Hitt er frá bókaútgefendum og bóksölum á Íslandi. 1000 kall í afslátt við bókakaup fyrir 3000 eða meira.
Það kemur í góðar þarfir því ég bíð spennt eftir nýrri bók sem var að koma út en ég hef ekki fundið enn í bókabúðum. Það er ´Saga fatagerðar og fatahönnunar á Íslandi´mikið rit og merkilegt eftir konu sem ég man ekki hvað heitir í augnablikinu.

Samfylkingin er nýbúin að senda mér rós og bækling með bulli.
Þar kemur meðal annars fram að ætlunin er að ´skapa´um 20 þúsund störf á næstu árum.
Þau hafa líklega verið í sama trillekunstnere skólanum og Fl-okksmenn.

Síður vil ég að þetta pakk ´skapi´mér og mínum örlög - segi það og meina það!
það verður þó æ líklegra með hverjum deginum.

Evrópumálin eru nefnilega merkilegt nokk orðinn sá hverfipunktur sem Samfylkingunni hefur ekki tekist að gera þau þar til fyrr en nú. Nú veltur myndun næstu ríkisstjórnar á því hverjir eru tilkippilegir í ESB málum og hverjir ekki.

Þetta segi ég vegna þess að Samfylkinginn tekur þessar kosningar líklega með bravúr.
það eykur líkurnar á því að annað hvort fari þeir í stjórn með Fl-okknum eða hitt sem gæti allt eins gerst: Að enginn vilji fara með þeim vegna ESB og VG og Fl-okkurinn fokkist saman í algleymis bríaríi sem er svo súrreallískt að ég næ ekki utan um það.

Og þó - það er eignlega skárra en Samfylking og Fl-okkurinn.
VG er lengst til vinstri og Fl-okkurinn er lengst til hægri. Það er svo auðvitað alkunna að pólitískt róf er ekki línulaga heldur hringlaga og að meint hægri og vinstri mætast á einum stað í hringnum.

Gaman að þessum andskota!
xxx
Fía litla


Pólitík er sóðatík!

Svakalega er ég hrædd um að Samfylkingin og Fl-okkurinn séu að spá í að lúlla sér í sama fletinu eftir kosningar.

Mig langar að gubba!
xxx
Fía litla


Hjálp! Ég held ég sé eitthvað veik!

Undanfarna 11 daga hef ég lesið og glósað 26 fræðimenn og gluggað í ekki færri en 15 frumheimildir um norræna trú. Tilgangurinn var að finna flöt á því að fjalla um Óðinn sem æðsta eða ekki æðsta guð í heiðnum sið á Íslandi. Fann hann og niðurstöðurnar liggja fyrir og hvaðeina.

Nú eru 6 dagar til stefnu, ég er ekki búin að skrifa eitt einasta orð, ekki búin að gera beinagrind eða vinnuáætlun af nokkru tagi - og haldiði ekki að ég skipti bara um umfjöllunarefni í gærkvöldi eins og ekkert sé sjálfsagðara, tók u-beygju.

Ætla sem sagt að skrifa um heiðinn sið almennt út frá meðal annars hugmyndum úr hugrænni trúarbragðafræði þar mannshugurinn er talinn forsenda tilurðar, viðhalds og útbreiðslu trúarbragða yfirleitt. Niðurstaðan er sú í grófum dráttum að heiðinn siður eða norræn trú lúti ýmsum lögmálum trúarbragða almennt en sé með þeim hætti frábrugðinn síðari tíma trúarbrögðum að ekki var um stofnun að ræða heldur þjóðfræðilegan texta sem þjónaði notendum sínum og lifði eftir lögmálum munnlegrar geymdar kannski umfram annað.

Ef ég verð með einhverja geðveikistakta hérna inni á bloggnu mínu þá er þessu um að kenna.
Endilega grípið inn í ef ykkur þykir þurfa.

ha´det bra
xxx
Fía litla


Við eigum afmæli báðar, ég-og-Guðrún-Eiríka-Snorradóttir, ótrúlega-æðislegar-og-frábærar-í-alla-staði, við eigum afmæli í dag!

Við fórum í fertugsafmæli í gærkvöldi sem var alveg frábærlega vel heppnað.

Afmælisbarnið og ég deilum sama afmælisdegi. Þess vegna var afmælissöngurinn sunginn fyrir okkur báðar á miðnætti. Eða gerð var tilraun til þess skulum við heldur segja. Gestirnir voru svo raddsmáir og óöruggir eitthvað í söngnum að við afmælisbörnin sögðum þeim snarlega að steinhalda kjafti.

Svo sungum við bara sjálfar og fylltum húsið gjörsamlega með okkar tveimur litlu röddum við gríðarlegan fögnuð viðstaddra auðvitað (eða hlátur alla vega).

Málið er nefnilega það að við erum báðar rétt rúmur metri á hæð, kjaftforar og frægar frekjudollur sem erum þekktar fyrir að ganga bara í hlutina ef þeir eru ekki að gera sig öðruvísi.

Gaman að þessu...........
xxx
Fía litla


Meira djamm!

Framsókn opnar kosningaskrifstofu sína í Hveragerði sunnudaginn 19. apríl kl. 17:00 að Reykjamörk 2.
Kannski verður krakka-kallinn á svæðinu.

Verður maður ekki að kíkja á það?
xxx
Fía litla


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband