Færsluflokkur: Bloggar
3.5.2009 | 11:09
Börnin eiga allt gott skilið!
Í gær sá ég uppfærslu leikfélags Grunnskólans í Hveragerði á frumsömdu leikriti þeirra, Vaknaðu!
Sagan segir frá systkinunum Helga og Maríu. Foreldrar þeirra eru að skilja og krakkanna bíður aðskilnaður. Þau lenda hins vegar í árekstri og í dái í framhaldinu. Leikurinn gengur svo út á það hvernig þau þurfa að komast í gegnum 5 heima til þess að geta ákveðið hvort þau yfirleitt vilja vakna aftur úr dáinu.
Þetta var skemmtilegt en ekki síður athyglivert á alvarlegri nótum. Umfjöllunarefnin eru háalvarleg og mikil dramatík einkenndi framsetningun þrátt fyrir grín og fíflalæti.
Þau notuðu ævintýraformið leynt og ljóst til þess að smíða hugmyndum sínum ramma. Merkilegt hvað það er langlíft og lifandi form. þarna voru ungar óharnaðar hetjur sem þurftu að takast á hendur erfiða för í því skyni að þroskast og komast áfram í lífinu. Þeim til fulltingis voru andstæðingar (foreldrarnir/skilnaðurinn) sem ýtti þeim á stað og svo hjálparhellurnar/töfragripir (þrjár fantasíupersónur) sem fylgdu þeim í gegnum heimana fimm.
Rauðhetta flúði ömmu sína sem elti hana glottandi með riffil á lofti. Í þessu er ákveðinn viðsnúningur á því sem hingað til hefur kannski verið tryggast í lífi hvers barns, amman. Þetta þýðir kannski: allt í heiminum er fallvalt, við getum ekki treyst neinu eða neinum. Veit það ekki - þetta stakk mig.
Það sem stóð upp úr var það sem krakkar kljást við á öllum tímum held ég.
það er óttinn við að öryggi þeirra sé eða verði ógnað með einhverjum hætti.
Þessir krakkar skoðuðu hluti eins og: vinaleysi, einelti, höfnun og síðast en ekki síst þá ógn sem börnum almennt stendur af ástleysi foreldranna og hugsanlegum skilnaði.
Það er raunsæisblær á þessu ævintýri krakkana í Grunnskólanum í Hveragerði. Söguhetjurnar komast í gegnum raunirnar og vakna til lífsins aftur. En það segir ekki af lyktum skilnaðarins eða því hvað framtíðin ber í skauti sér. Þetta er ekki Disney-útgáfa heldur alsíslenskur raunveruleikinn kaldur og klár.
Ég held við ættum að veita börnum aukna athygli núna þegar kreppir að í fjárhag og jafnvel andlegri heilsu foreldra á Íslandi.
Þau hafa alltaf meira og minna áhyggjur af því sama. Þau óttast að þeim verði hafnað og að fjöldkyldan skaðist með einhverjum hætti.
Þetta eru einmitt þættir sem kosta ekki peninga.
Við ættum því að geta veitt þeim þetta þótt við kannski eigum ekki fyrir flottustu takkaskónum í bili.
Faðmið börnin ykkar og segið þeim hvað þau eru hæfileikarík og frábær!
xxx
Fía litla
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.5.2009 | 18:31
Þetta reddast!
Hæ þið!
Er í kæruleisiskasti sem aldrei fyrr með tilheyrandi afneitun.
Nenn´ekki að læra
Nenn´ekki að elda
Nenn´ekki að fara í göngutúr
Og það sem verra er:
Nenn´ekki að fylgjast með fréttum
Nenn´ekki að spá í kreppuna
Nenn´ekki að hlusta á pólitík
Hef ekki hugmynd um hvort það kemur inn fyrir öllum útgjöldum familíunnar um næstu mánaðrmót.
Veit ekki hvernig vinnunni minni verður háttað í sumar.
Fékk 17.480.- krónur útborgaðar fyrir apríl mánuð.
Var að staðfesta komu mína í sumarskóla Árhúsa-háskóla.
Búin að bóka flug og gistingu
Nenn´ekki að pæla í afleiðingunum
Ég er Íslendingur - þetta reddast..........
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.5.2009 | 17:49
glataðar gellur!
Ég er eiginlega hundfúl út í prjónakonurnar mínar.
Það er nefnilega svona hangsi dagur hjá mér í dag.
Hannes og Hulda eru að koma í mat og það er allt klárt, enda einfaldur matur sem félgasskapurinn mun bæta upp. Nú er bara eftir að steikja og klára i ofninum.
Þess vegna sit ég hér og ætlaði mér satt að segja að njóta samvista við vinkonur mínar prjónakonurnar.
Þær eru hins vegar umvörpum að blogga um hundana sína og kettina.
Glatað gellur!
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.4.2009 | 09:16
Ákveðin tímamót
Nú þegr önninni er að ljúka eru ákveðin tímamót hjá mér og ég veit ekki hvernig mér liður með þau.
Þannig er að ég er að klára viðveruna í BA-náminu í þjóðfræðinni og veit ekki hvað tekur við.
Reyndar er árið planað til enda.
Í sumar tek ég eitt námskeið á master-stigi í Árhúsa háskóla.
Svo ætla ég að taka fjöldan allan af viðtölum við allra handa kvikyndi vegna lokaverefnisins míns.
Öllu þessu fylgir tilheyrandi lestur og heimildavinna.
Með þessu þarf ég svo vitanlega að vinna eins og ég fæ að vinna.
Veit ekki hvað það verður mikið en krossa fingurna - xx
Auðvitað ætti maður að vera skynsamur og skrifa bara venjulega heimildaritgerð sem lokaverkefni.
En ég þarf auðvitað að gera þetta eins erfitt og mögulegt er með því að leggjast i eigindlega rannsókn á efni sem varla er til nokkur stafur um í landinu.
Ótrúlegt hvað maður getur verið klikkaður
En mikið ógeðslega held eg að það hljóti að vera leiðinlegt að vera það ekki.........
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.4.2009 | 16:45
Það vantaði nú bara!
Svínaflensa í Skandinavíu og jörð skalf í morgun í Hveragerði eina ferðina enn.
Ætli Samfylkingin fari svo ekki bara í stjórn með Fl-okknum?
Það vantaði nú bara
xxx
Fía litla
10 undir eftirliti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.4.2009 | 11:08
(skít)hrædd þjóð!
Þegar ég verð orðin alvöru þjóðfræðingur þá gæti ég vel hugsað mér að rannsaka spássíukrot á kjörseðlum.
það gæti verið hægt að lesa líðan þjóðar úr minna merkilegum skilaboðum en þeim sem fram eru sett í kjörklefunum. Mér skilst að slagorð séu afskræmd, vísum kastað fram, teikningar prýði suma og svo bara allur fjandinn sem fólki dettur í hug að láta flakka við þetta heilaga tilefni, kosningar.
Spennandi
xxx
Fía litla
Skeindi sig með kjörseðli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.4.2009 | 10:41
Til hamingju með daginn kæru Íslendingar!
Í dag er hátíðisdagur!
Í dag mátt þú kæri Íslendingur velja sjálfur það fólk sem þú vilt að stjórni landinu þínu og deili út þeim litlu gæðum sem eftir eru.
Samkvæmt skoðanakönnunum er Samfylkingin stærsti stjórnmálaflokkurinn í landinu með um 30% fylgi.
Fast á hæla hennar kemur svo Vinstrihreyfingin grænt framboð með litlu færri prósentustig.
Þar næstir eru Sjálfstæðismenn með rúm 23%.
Hvernig er það með þig ágæti Íslendingur, ert þú búinn að gleyma því sem hefur gerst í landinu þínu síðastliðið ár?
Ertu búinn að gleyma því þegar Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fengu að vita af því að bankahrun væri aðsteðjandi í fyrravor?
Ertu búinn að gleyma því hvað þau gerðu?
Ég skal minna þig á það.
Þau leigðu mannskap og flugvél og fóru með tugmanna fylgdarliði út í heim að segja stjórnmálamönnum og bankaköllum að það væri allt í lagi á Íslandi.
Hringdu þau í þig og létu þig vita að það væru blikur á lofti?
Þau hringdu ekki í mig.
þau hringdu ekki í neinn sem ég þekki og líklega ekki heldur í neinn sem þú þekkir.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður Sjálfstðisflokksins bæði þá og nú var hins vegar látin vita. Hún og hennar handboltakappi björguðu sínu fyrir horn með viskiptaklækjum sem margir hefðu getað nýtt sér hefðu þeir vitað stöðuna.
Hún stakk mig í hjartað þegar hún svaraði því til að þau hjónin væru ekkert í óþægilegri stöðu þegar þetta komst allt saman upp.
Formenn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar frömdu landráð gegn þér og þínum kæri Íslendingur!
Ætlar þú að launa þeim það í dag?
xxx
Fía litla
Birgitta kaus í Hagaskóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
25.4.2009 | 00:01
Hætt við að ganga í Ásatrúarfélagið!
Ekki lítið sem ég er orðin leið á honum Óðni Borssyni!
Ætli maður geti dáið úr leiðindum?
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2009 | 08:59
Ekki bara tilfinningaklám!
Færslan hér að neðan er ekki bara tilfinningaklám þótt vissulega sé hún löðrandi.
Stundum skrifa ég af ásettu ráði svona færslur þar sem ég ritskoða ekki eigin hugsanir heldur læt þær bara flakka. Tilgangurinn er bara geðlosin af minni hálfu. Svona hughrifaskrif eiga sjaldnast nokkurs staðar heima en eiga um leið oft erindi við marga.
Oftast skoða ég þær svo eins hlutlaust og ég get eftir á og greini hvað ég er að segja.
Í þessari tilteknu færslu eru nokkur atriði sem eru greinilega umfjöllunarefnið.
Þau eru:
Fortíðarglýja
Sakleysi
Staðfesta
Fórnfýsi
Heilindi
Tilfinningaklámið felst í fortíðarglýjunni.
Restin er það sem á einmitt erindi við marga.
Barnið í textanum verður þá ekki endilega ég heldur hið ósnortna og saklausa í veröldinni.
Togstreitan þegar barnið vex og les í rúnirnar í samfélaginu í kringum sig er af sama toga.
Samtal mannanna í gróðurhúsinu og afinn sem keyrir ókunnugar konur í vinnu stendur fyrir staðfestu og fórnfýsi.
Niðurlagið er ákall um heilindi.
Þessi texti varð til þegar ég var að hugsa um það í hjartans einlægni hvað yrði um íslenska þjóð á komandi misserum.
Við erum eins og börn sem höfum verið svipt sakleysinu á svipstundu.
Við fálmum í örvæntingu í kringum okkur eftir festu, tryggð og síðast en ekki síst heilindum á þessum víðsjárverðu tímum.
Að þessu sinni snúast kosningarnar að miklu leyti um þessar tilfinningar hvað sem allar pallborðsumræður taka beinlínis til umfjöllunar.
Færslan hér að neðan segir ykkur svo sem kannski ekki mikið. Hún segir mér hins vegar og staðfestir það sem ég veit: Að ég er góðu vön úr minni barnæsku og fjölskylduumhverfi. Ég er alin upp í sterkri réttlætiskennd, samhug og fórnfýsi. Fyrst og fremst hefur fólkið mitt þó boðað mér félagshugsun og mikilvægi þess að geta lagst á koddan minn á kvöldin sátt við daginn sem er liðinn.
Krafan um heilindi er þess vegna eitt það mikilvægasta í mínum huga þegar ég vel mér félagsskap.
Ég sé þessi heilindi í fólki eins og:
Svandísi Svavarsdóttur
Jóhönnu Sigurðardóttur
Pétri Blöndal
Álfheiði Ingadóttur
Katrínu Jakobsdóttur
Atla Gíslasyni
Birgittu Jónsdóttur
Árna Johnsen og
Össuri Skarphéðinssyni.
Össur er svo vel upp alinn maður að hann getur ekki logið. Hann hefur þó heilmikið reynt af því undanfarin ár en ég sé í honum þetta element sem ég leita eftir í fólki. Hann mun hætta að plata og gera það sem þarf þegar á hólminn er komið.
Persónulegt fylgi Árna Johnsen er svo mikið sem það er vegna þessa eiginleika. Skrítið að segja þetta um mann sem er dæmdur þjófur. En ef ég hlusta á innsæið þá veit ég að hann er þarna með. Það skýrir líka endalaust endurkjör og pólitíska yfirburði mannsins í Eyjum sem ég og fleiri höfum ekki skilið. Hann missti fótana svo sannarlega en í kjarnann er þetta maður sem tilheyrir hinum sönnu.
Ekki hélt ég að ég ætti nokkurn tíma eftir að hæla Árna Johnsen en þetta leynist í kimanum þegar vel er gáð.
Hvað ert þú að pæla fyrir þessar kosningar?
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.4.2009 | 21:52
Fegurðin í lífinu er forgengileg
Það var svo skrítið og skemmtilegt að breytast úr barni í fullorðna manneskju.
Og ég man það tók mig svo langan tíma.
Ég var tíu ára þegar ég fór fyrir alvöru að fylgjast með stjórnmálum. Ég man það svo greinilega vegna þess að það var sumarið áður en Gunna-stöng flutti í Hveragerði, kom í bekkinn minn og varð góð vinkona mín þetta rúma ár sem hún var með foreldrum sínum á Heilsuhælinu.
Í fyrstu skildi ég ekki mikið. En það var samt eitthvað sem dró mig að skjánum eða útvarpinu og ég hafði í alvöru áhuga á því að skilja hvernig öllu væri stjórnað í landinu mínu.
Svo leið tíminn og ég varð 11 ára, svo 12 ára og loks 13 ára.
Líkami minn hafði breyst en ég var ennþá barn innan í mér.
Ég hafði ennþá mikinn áhuga á öllu því sem sneri að stjórn- og félagsmálum og ég hlustaði mikið á samræður fullorðins fólks.
Sennilega hafði það eitthvað með líkamsbreytingarnar að gera en það fór að vera erfitt að ákveða hvort ég ætlaði út eftir kvöldmat að hitta krakkana eða horfa á Kastljósið. Venjulega gerði ég bæði. Ég horfði á kastljósið (það var á föstudagskvöldum minnir mig) og hitti svo stelpurnar. Gígja vinkona var oft pirruð að bíða eftir mér en ég vildi bæði.
Stundum las ég Þjóðviljann fyrir afa minn sem var við að það missa sjónina þegar þetta var. Ég átti stundum ekki orð yfir frekjuna í fólkinu sem sendi greinar í þetta skrítna blað. Það var sumt svo grimmilegt og virtist ekki skilja að við þyrftum öll að eiga okkar stað í þessu landi sem við áttum saman.
En eitt og annað síaðist inn í krakkann og ég bý að því enn.
Þessi afi minn trúði ekki á Jesú Krist og hann sagði mér að maður hefði engan í veröldinni að treysta á nema sjálfan sig. Hann var ekki reiður þegar hann sagði það heldur djúpvitur og fullur af kærleika. Hann sagði mér líka að mannfólkið yrði að hjálpast að svo allir gætu komist af frá degi til dags. Ég hlustaði á hann tala við kalla í jakkafötum úti í gróðurhúsi. Ég heyrði þá segja hluti eins og ´fulltrúaráðið verður að standa saman í þessu máli´og ´nú dugir ekkert nema harkan lagsmaður´.
Hann var verkalýðsforingi og barðist fyrir atvinnuleysisbótum, fæðingarorlofi og sjúkradagpeningum fyrir fólkið í verkalýsðfélögunum sem treysti á hann. Þegar atvinnuleysið var sem mest keypti hann gamlan Unimok, gerði hann upp og keyrði konurnar í þorpinu niður Höfn á morgnana í fiskvinnuna og sótti þær á kvöldin. Ég heyrði ömmu aldrei kvarta en ég var bara barn. Ég veit það núna að hún vann mikið og var oft ein.
En afi hafði hlutverki að gegna, verk að vinna - og þannig var nú það.
Þegar hann dó settist fólkið hans niður til að ræða jarðarförina. Ekki man ég hver hafði orð á því en einhver spurði sem svo hvað ætti að gera í sambandi við útförina, varla væri við hæfi að fara að láta Tomma prest hola honum niður, hann hefði varla nokkurn tíma farið ótilneyddur inn í kirkju og hefði kannski ekki viljað láta syngja yfir sér.
Þá Sagði Adda frænka stundarhátt: ´Ja það getur vel verið að hann Siggi Árna hafi ekki verið trúaður maður en ég þekki engan sem hefur varið lífi sínu jafn sannarlega í anda Jésú Krists og hann´
Og það fór sem fór að afi var jarðsunginn og jarðaður eins og gengur og gerist.
Síðan þá hef ég sjaldan hitt sanna hugsjónamenn og konur.
Ég sakna þess
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- 810
- leifurl
- latur
- hjolaferd
- birgitta
- katrinsnaeholm
- vefritid
- ragnarfreyr
- dofri
- halkatla
- svavaralfred
- kolgrima
- svala-svala
- helgafell
- bjarnihardar
- brell
- salkaforlag
- brjann
- gattin
- brandarar
- ebbaloa
- eddabjo
- kokkurinn
- gudmundurhelgi
- hallarut
- snjolfur
- disdis
- holmdish
- haddih
- kreppan
- jenfo
- larahanna
- lillagud
- loaloa
- rutlaskutla
- klarak
- vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- Réðst á hóp leikskólabarna þar sem tveir létust
- Trump segir Rússa mega búast við frekari aðgerðum
- Hvað er Trump búinn að gera?
- ESB bannar notkun á BPA í umbúðum um matvæli
- Níu handteknir vegna brunans á skíðahótelinu
- Trump myndi hugnast kaup Musks á TikTok
- Hafa til klukkan 17 til að senda starfsmenn í leyfi