Leita í fréttum mbl.is

Heia Norge?

Nú heyrist víða spurt í samfélaginu hvort Íslendingum sé almennt treystandi til að stjórna Íslandi. Þjóðerni eitt og sér getur vitanlega ekki sagt til um getu manneskju yfirleitt en erum við ekki of smá og tengd innbyrðis til þess að þetta geti gengið upp?

 Þetta finnst mér um margt eðlileg spurning miðað við árangurinn frá stofnun lýðveldisins 1944. Sé miðað við efnahagsstjórnunina sérstaklega og samanburður gerður á gengi íslenskrar og danskrar krónu er niðurstaðan vægast sagt lítt flatterandi fyrir íslenska stjórnmálamenn.

Þar þarf að muna að 1980 tókum við tvö núll af krónunni. Miðað við það er gegni íslenskrar krónu nú 2300 sinnum lægra en þeirrar dönsku.

Hvernig er hægt að fokka málunum svona svakalega upp á 65 árum?

Það hlýtur að vera eitthvað að í grunninum. Gæti verið að vandinn liggi í því að við sem erum þrjú hundruð þúsund manns höfum allt frá því okkur tókst að lyfta moldarkofunum upp á jafnsléttu reynt að hafa allt og bjóða upp á allt líkt og milljónaþjóðirnar sem við berum okkur saman við?

Getur verið að við þurfum að endurskoða þetta frá grunni?

Getur verið að við ættum kannski að íhuga að fara bónför til Noregskonungs og falast eftir því að fá að verða eitt af fylkjum ríkis hans? (og þá ekki með það sér ákvæði sem Áshildarmýrarsamþykktin frá 1642 lagði áherslu á samkvæmt gamalli hefð að Íslendingar færu sjálfir með öll helstu embættin. Það hefur ekki gefið sérlega góða raun eða hvað?).

Nei, ég spyr í alvöru. Við hljótum að þurfa að hugsa út fyrir kassann. Staðan er svo svakaleg að við getum ekki haldið bara áfram með sama hætti. Ástæðan fyrir því að ég tala um Noreg sem ég hef nú lengst af hlegið að er sú að Norðmenn standa utan ESB, við erum hvort sem okkur líkar betur eða verr að milklu leyti norsk að uppruna og svo því að við deilum fiskistofnum og hafsvæðum með Noregi.

Væri kannski klógt af okkur að gerast bandamenn/þegnar Noregskonungs? Gætu þjóðirnar haft sameiginlegan hag af því að samnýta hugsanlegan olíusjóð á íslensku hafsvæði og norska þekkingu og fjármagn?

xxx

Fía litla

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gjaldþrota þjóðernisrembingur.

Við erum gjaldþrota á öllum sviðum. Þegar bankarnir fóru á hausinn sagði ég strax að við ættum að fara á hnéin og byðja Norðmenn um að  yfirtaka okkur. Ef þeir ekki vildu þá að byðja Dani. Fullveldi okkar er álíka verðmætt og öll viðskipta-óvildin sem til er í þrotabúmu-útrásar víkinganna.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 09:30

2 identicon

þrotabúum útrásar-víkinganna.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 09:31

3 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Já ég held það sé mjög hættulegt að ætla að ´tala upp ástandið´eins og Sjálfstæðisflokkurinn gerði með krónuna og ástandið almennt frá því um aldamót og þar til allt sprakk í loft upp.

Við erum nefnilega gjaldþrota og það þarf að horfast í augu við það núna!

Soffía Valdimarsdóttir, 12.4.2009 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 56308

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband