8.9.2009 | 12:17
Þjónustulund takk!
Allir þeir sem veljast til starfa hjá hinu opinbera ættu að mínu viti að skrifa undir sérstakt þjónustulyndisloforð.
Við, þegnarnir, sem erum bæði kaupendur og seljendur þeirrar þjósustu sem hið opinbera innir af hendi höfum ekki beinan tillögurétt um ráðningu eða brottreksturs þessara aðila nema að mjög litlu leyti og verðum því að treysta á að til þess ráðnir aðilar vandi sitt verk við að velja í störfin.
Þegar svo ráðið hefur verið í mikilvæga stöðu eins og segjum þjónustufulltrúa hjá Íbúðarlánasjóði eða ráðgjafa hjá Tryggingastofnun, erum við undir þjónustulund eða -vilja viðkomandi einstaklings seld.
Öðru máli gegnir í einkageiranum
Tökum dæmi:
Einu sinni sat ég á biðstofu eyrnalæknis nokkurs í hátt á annan klukkutíma framyfir minn bókaða tíma með öskrandi krakka í fanginu. Þessi sami barnungi hafði þá öskrað allar nætur í nærri tvö ár svo ég var öllu vön í þeim efnum en dauðþreytt og vonlítil auðvitað. Þetta var frekar óþægileg staða og ég hugsaði lækninum þegjandi þörfina fyrir að láta mig bíða svona lengi.
Þó ákvað ég að þreyja þorrann og loks kom að því að við vorum kölluð inn. Þar hélt barnið auðvitað áfram að hrína. Lækninum mislíkaði það geinilega eitthvað svo hann hastaði fýlulega á þann sem orgaði.
Þá var mér einfaldlega nóg boðið - rauk upp úr stólnum, hrifsaði af honum krakkann og jós því yfir hann að sennilega stigi hann ekki í vitið þar sem hann héldi augljóslega að hann væri guð. Ég hins vegar vissi að hann væri það ekki heldur aðeins þjónustuaðili og héreftir myndi ég svo kaupa þessa þjónustu annars staðar. Við það skellti ég hurðinni, strunsaði fram í afgreiðslu og sagðist ekki borga fyrir ekki neitt.
Af hverju er ég að segja ykkur þessa eldgömlu og ekkert merkilegu sögu?
Jú af því að í þessu tilfelli pantaði ég bara tíma hjá öðrum lækni þar sem ég fékk ekki góða þjónustu hjá þeim fyrri.
Það aftur getum við ekki gert ef um opinberar stofnanir er að ræða eða embættismenn. Þá verðum við að treysta því að viðkomandi aðilar hafi til að bera viljann til að þónusta okkur sem best - gæta okkar hagsmuna - nú eða kyngja því ef auðsætt þykir að slíkt sé ekki fyrir hendi.
Við höfum ekkert val - þess vegna verðum við reið og örg og vansæl eins og vansvefta mæður þegar við horfum á fréttirnar þessa dagana. Við sjáum ekki að fólkið í sætunum og stólunum sé að þjónusta okkur - fólkið, þjóðina!
Er nema von að menn strunsi út............
xxx
Fía litla
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.9.2009 | 09:16
Ég er amma mín!
Það er svo fyndið hvernig maður, þrátt fyrir allar ranghugyndir sínar um sjálfstætt líf og eigin vilja og þess háttar húmbúkk, er ekkert nema afsprengi og framhald á fortíðinni og fyrirrennurum sínum.
Ég stefni til dæmis leynt og ljóst að því, alveg nákvæmlega sama hvort mér líkar það betur eða verr, að feta í fótspor áa minna á margvíslegan hátt.
Til dæmis get ég ekki beðið með að kreppunni ljúki svo við verðum ógeðslega ríkir sumarbústaðareigendur og að ég geti þá farið að stunda alvöru matjurtarækt og landbætur hérna hinu megin við fjallið.
Í því er ég eins og afar mínir báðir og móðuramma.
Þar fyrir utan hef ég margsinnis lofað sjálfri mér því að verða einhvern tíma jafn dásamlega jákvæð og æðrulaus manneskja eins og hún Amma Fía mamma hans pabba. Á svona kannski svolítið langt í land með þetta tiltekna markmið flesta daga ársins - en sjáum til.
Hins vegar vantar ekkert upp á það að ég er lúsiðinn eins og andskotinn við að prjóna eins og hún Anna mamma hennar mömmu sem blótaði víst líka mikið (ekki minnist ég þess nú sérstaklega).
Fyrir svo utan að það styttist óðfluga í að fólk flest taki feil á mér og mömmu minni.
Ekki leiðum að líkjast en hver vill vera mamma sín - eða amma?
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2009 | 13:35
Skrítið hvernig allt virðist einhvern veginn betra í útlöndum!
Ég skæli í koddann minn á hverju kvöldi út af dátlu.
Hafið þið séð hvað það vaxa margar tegundir af tómötum og öðrum ávöxtum bara í dönskum görðum svo ekki sé nú lengra farið?
Gulir, rauðir, fjólubláir, svartir, hvítir, grænir, appelsínugulir, marglitir - litlir, stórir, risastórir, kringlóttir, aflangir, perulaga.........
Þetta er óréttlátt - byrja strax í dag að safna fyrir gróðurhúsi.........
xxx
Fía litla
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2009 | 17:16
Mikilmennskubrjálæðir kallar og herbalife-sötrandi kellingar
Vitiði, ég sé svo margt skrítið í safninu mínu!
Um daginn var það þýskur karl á sjötugs- eða áttræðisaldri jafnvel, sem sat í rúma 5 klukkutíma og föndraði við að skapa eitthvað (sem hann taldi vera mikið listaverk) úr súkkulaðikremi, telaufum og sínum eigin hráka.
Annað slagið stóð hann upp og dustaði af borðinu með offorsi og hávaða svo mér stóð alls ekki á sama. Þess á milli átti ég að færa honum gaffal eða límband eða bara horfa á og segja honum hvað hann væri æðislegur.
Tvær ókunnar konur buðust til að vera hjá mér þangað til ég lokaði því þeim leist heldur ekki á gripinn.
Það fór allt saman vel að lokum.
Í dag sat kona á sjötugsaldri inni í sal og sötraði Herbalife-shake á meðan hún horfði á myndband sem sýnir ægifagurt samspil ljóss og lita í Skálholtskirkju innanverðri.
Ætli maður verði svona geðbilaður í ellinni?
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.9.2009 | 15:19
Obbobobb
Kallakirkjan alveg skelfur af hræðslu við kellingarnar!
Ein af vísbendingunum um að fólk sé ekki andlega heilt er þegar það reynir í sífellu að breyta tiltekinni stöðu með sömu aðferðinni aftur og aftur án árangurs. Lærir sum sé ekki af mistökum sínum.
Vakna konur - skipta um flokk - stofna nýjan flokk - Halló!
Ekki vera algjörir klepparar!
xxx
Fía litla
Vill jöfn kynjahlutföll á framboðslistum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2009 | 19:20
Með lögum skal land byggja en með ólögum eyða!
Það er bókstaflega sársaukafullt að horfa á myndskeiðið í þessari frétt.
Við neyðumst til að taka höfuðið út úr óæðri endanum á okkur og viðurkenna að það er ekkert að gerast til batnaðar.
það hefur ekkert verið gert fyrir almenning á Íslandi, hinn almenna skuldara!
Núsitjandi ríkisstjórn fæst við rústabjörgun af slíku kaliberi að ég geri mér enga grein fyrir því hvort hún geti nokkuð gert fyrir okkur að sinni.
Ég held að veturinn beri í skauti sér vaxandi óróleika, gremju og hatur.
Það verður að leiðrétta það sem hefur verið gert á hlut barnanna okkar. Það gerum við með því að sækja peningana þangað sem þeir hafa sogast undanfarin ár. Það þarf að breyta lögum um skattgreiðslur af fjármagni í hvers konar mynd.
ÞAÐ GENGUR EKKI AÐ FJÁRMAGN NJÓTI LÖGVERNDAR UMFRAM MANNESKJUR OG LÍF Í ÞESSU LANDI!
Fari þeir fjandans til sem eiga persónulega aðild að þessum hamförum!
Ég óska Íslandi og Íslendingum öðrum en hrunvöldum blessunar allra góðra vætta.
xxx
Fía litla
Þetta er bara allt farið í steik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2009 | 10:21
Ert þú búinn.....
..... að fara inn á kjosa.is og skora á forseta vorn að skrifa ekki undir Icesave samninginn eða hefurðu kannski verið of upptekinn við að smæla framan í heiminn?
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.9.2009 | 11:56
Var migið utan í þig í brekkunni á laugardagskvöldið?
Ég tók þátt í einhverju quizzi um daginn sem átti að segja mér hvaða blóm ég er. Útkoman var djúprautt undarlega útlítandi blóm að nafni canna sem ég hef aldrei séð eða heyrt.
Þeir sem eru canna eru einstaklingar sem segja alltaf undir öllum kringumstæðum það sem þeim finnst og er nákvæmlega sama hvað öðrum finnst um það - taka sum sé afleiðingunum (Hhmm, skyldi þó aldrei vera að það sé eitthvað að marka svona quiz eftir allt saman?!!).
Þess vegna kannski ætla ég að halda áfram að gagnrýna Blómstrandi daga liðna helgi (þótt enginn taki undir).
Finnst ykkur í lagi að stefna þúsundum manns í bæinn þegar við erum ekki í neinni aðstöðu til að taka við?
Við höfum ekki löggæslu, það eru mjög lítil almenningsbílastæði og bærinn sér sér ekki fært að leigja kamra heldur ætlast til að þessi fáu fyrirtæki í bænum að taki við öllu mígandi og skítandi þessa daga.
Í sundlauginni eru engir læstir skápar og búningsklefarnir taka kannski við 200 manns í það heila ef vel er troðið. Á sunnudaginn voru tilkynntir einir fjórir þjófnaðir í Laugarskarði.
Það er ekki allt slæmt. Brekkuhlaup, skáldaganga, hannyrðasýning, ny söguskilti, listamannadagskrá......... allt er þetta mjög metnaðarfullt og smart.
Það breytir þó ekki því að ég vil ekki sjá þessa gripasmölun heim að dyrum hjá mér þegar engin aðstaða er til að gera þetta sómasamlega.
Ég vil ekki sjá fulla mígandi kalla út um allt heima hjá mér
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2009 | 14:07
Ég segi bara það sem þið eruð að hugsa kæru Pollýönnur
Fúl á móti hérna megin (stórlega vanmetið embætti) nennir ekki að vera í sparifötum og spariskapinu á sinni eigin bæjarhátíð lengur því hún er ekki local heldur commercial.
Garðyrkjuhátíðin Blóm í bæ sem haldin var í lok júní var hins vegar allt annað mál. þar var verið að gera út á sérstöðu bæjarins og menningararf Hvergerðinga - nefnilega garðyrkjuna. Þá var blásið til ráðstefnu fagaðila í græna geiranum til hliðar við hátíðina fyrir allan almenning.
Fyrir utan svo hið augljósa að ´blómstrandi bær´ í lok ágúst á Íslandi er hálfgerð mótsögn í sjálfu sér. Það er allt meira og minna vindbarið og hálfdautt hjá mér að minnsta kosti, allar rósir fallnar.
Þetta er orðin einhver candyflos- gasblöðru- seljum allt- hátíð og hefur ekkert að gera með menningarlega sérstöðu Hveragerðis.
Bölvuð 17. júní-froða.
Mér dettur í hug gripasmölun meira en notalegt mannamót eða afslappaðan hitting.
Þetta hafa fleiri túlkað á sama vegí sínu samhengi. Hólmarar ákváðu víst í ár að halda Danska daga sömu helgi og Menningarnótt í Reykjavík gagngert til þess að fá ekki 20.000 manns í bæinn. Fólki þótti notalegheitin og local-sjarminn vera farinn af bæjarhátíðinni sinni og brást þá við.
Ég nenni ekki þessu rugli að velkjast niðr´á Breiðumörk innan um utanbæjarfólk sem er í leit að einhverju local-rariteti sem er óvart bara drukknað í blöðrum, pappadiskum og candyflosi. Fínt að fá gesti bara, vera heima með þeim og kíkja á pallinn til Hannesar og Huldu um kvöldið - that´s it!
Sjáumst líklega ekki á Blómstrandi dögum, verð heima ef þú vilt kíkja í hafrabollur og ostaköku........
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.8.2009 | 11:45
Gaman saman!
Bærinn minn er að verða rauður, bleikur og blár.
Ekki það að hann hefur löngum verið blár - en það er önnur saga.
Einu sinni var ég minni en ég er núna og vó líka minna. Þá héldum við Hvergerðingar enga bæjarhátíð en við héldum Blómaball einu sinni á ári. Löngu áður héldum við lista- og garðyrkjumannaball af því flestir íbúar þorpsins voru slíkir.
En svo þurftum við að gera eins og allir hinir og nú höldum við kaupmannahátíð a la kapítal - verulega global og alls ekki neitt lengur local. Nú þarf að borga 5000 kall fyrir að vera með bás á markaðnum. Tek ekki þátt í ár. Ég á bílskúr!
Við auglýsum og viljum fá sem flestar krónur í bæinn. Fullkomlega skiljanlegt alveg hreint, en ekkert local eða krúttlegt við það.
Brottfluttir koma ennþá á þessa hátíð. Ég sá Viffa til dæmis í morgun. Hann var að koma úr bakaríinu með vínabrauðslengju handa pabba sínum og mömmu sjálfsagt. Mér fannst gaman að sjá hann.
En hversu langt er í að Viffi nennir ekki að koma lengur vegna þess að hann hittir ekki lengur gömlu þorparana því þeir verða flúnir í Kolaportið eða á Þingvelli eða eitthvað þessa helgi?
Ég dragnast með í brekkuna á laugardagskvöldið af því að ég á börn sem finnst þetta mikilvægt. Ekki svo að skilja að þau sitji hjá mér - nei, nei - þau eru einhvers staðar að kaupa candyflos eða risasleikjó eða ljósaeyrnalokka eða...........En það get ég alveg sagt ykkur að þegar helvítis mannfýlan hann Árni Johnsen verður fenginn í brekkusönginn þá er það búið.
Þess verður sjálfsagt ekki langt að bíða......
xxx
Fía litla
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- 810
- leifurl
- latur
- hjolaferd
- birgitta
- katrinsnaeholm
- vefritid
- ragnarfreyr
- dofri
- halkatla
- svavaralfred
- kolgrima
- svala-svala
- helgafell
- bjarnihardar
- brell
- salkaforlag
- brjann
- gattin
- brandarar
- ebbaloa
- eddabjo
- kokkurinn
- gudmundurhelgi
- hallarut
- snjolfur
- disdis
- holmdish
- haddih
- kreppan
- jenfo
- larahanna
- lillagud
- loaloa
- rutlaskutla
- klarak
- vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar