Leita í fréttum mbl.is

Ég er amma mín!

Það er svo fyndið hvernig maður, þrátt fyrir allar ranghugyndir sínar um sjálfstætt líf og eigin vilja og þess háttar húmbúkk, er ekkert nema afsprengi og framhald á fortíðinni og fyrirrennurum sínum.

Ég stefni til dæmis leynt og ljóst að því, alveg nákvæmlega sama hvort mér líkar það betur eða verr, að feta í fótspor áa minna á margvíslegan hátt.

Til dæmis get ég ekki beðið með að kreppunni ljúki svo við verðum ógeðslega ríkir sumarbústaðareigendur og að ég geti þá farið að stunda alvöru matjurtarækt og landbætur hérna hinu megin við fjallið.

Í því er ég eins og afar mínir báðir og móðuramma.

Þar fyrir utan hef ég margsinnis lofað sjálfri mér því að verða einhvern tíma jafn dásamlega jákvæð og æðrulaus manneskja eins og hún Amma Fía mamma hans pabba. Á svona kannski svolítið langt í land með þetta tiltekna markmið flesta daga ársins - en sjáum til.

Hins vegar vantar ekkert upp á það að ég er lúsiðinn eins og andskotinn við að prjóna eins og hún Anna mamma hennar mömmu sem blótaði víst líka mikið (ekki minnist ég þess nú sérstaklega).

Fyrir svo utan að það styttist óðfluga í að fólk flest taki feil á mér og mömmu minni.
Ekki leiðum að líkjast en hver vill vera mamma sín - eða amma?

xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband