Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009
9.8.2009 | 12:18
Vitiði.....
.......mér finnst það eiginlega snilldarlegt hjá Steingrími J. að láta alla halda að hann sé að selja sálu sína og svíkja kjósendur með því að kyngja því að við förum í aðildarviðræður um inngöngu í ESB.
Hann veit sem er að við Íslendingar munum að líkindum ekki segja já þegar þar að kemur. Til þess erum við, eins og bóndinn í Moggaviðtalinu í gær sagði svo réttilega, of miklir einyrkjar í eðlinu.
Ég komst einmitt að því þegar ég á dögunum gerði athugun á menningu garðyrkjubænda í Hveragerði fyrr og nú að sá hópur var aldrei stétt heldur fyrst og fremst einyrkjar. Þannig er það einhvern vegin með okkur Íslendinga líka.
Það er eitthvað í því sem ekki er til betra orð yfir en þjóðarsál, sem gerir okkur að einyrkjum eða einförum jafnvel. Alveg eins og það er eitthvað í þjóðarsál Norðmanna sem gerir þá að hallærisplebbum (er að æfa mig í að gera ekki gys að Norðmönnum - en ég er jú mannleg.....).
Þetta veit Steingrímur J. Hann treystir á þjóðina þegar á hólminn kemur.
Hins vegar kostar þetta Evrópu-kjaftæðis-bull einhvern helvítis helling sem ég sé ekki alveg að gott sé að réttlæta í augnablikinu. Þar á móti kemur reyndar að margur maðurinn mun hafa atvinnu af þessu brölti, sér í lagi í sérfræðingastétt, sem er gott í atvinnuleysinu.
Það breytir ekki því að við látum ekki teyma okkur inn í ESB að óbreyttu.
Noðurlanda-samtarfs-brandarinn er svo alveg heill kapituli útaf fyrir sig. Fyrir rúmum 20 árum stóð ég með alla mína 154 sentimetra uppi í hárinu á miðaldra bjúrókrötum í norskri embættismannastétt til að fá skítavinnu í litlu skítapleisi rétt utan við Stavanger. Þar mætti ég ítrekað fullyrðingum um að ég væri útlendingur og þyrfti atvinnuleyfi.
Nei, gargaði ég. Ég er Íslendingur og tilheyri Norðurlöndunum. Ég varð að hringja í sendiráðið, fékk að sjálfsögðu vinnuna og gerði mér ferð á kontórinn til að núa því þeim um nasir sem áttu það skilið.
Í vinnunni hitti ég svo mann og annan, þar á meðal liðlega fertugan Dana sem aldrei hafði heyrt að Íslendingar hefðu haft danskan kóng. Honum fannst það fyndið - þó ekki eins fyndið og að heyra mig segja eitt og annað með öllum dönsku hljóðunum á nokkurn vegin réttum stöðum (Húsið var á tveimur hæðum og hann lét mig segja ´ned´ mörgum sinnum á dag). Hvar lærðirðu að tala dönsku? Spurði hann hlægjandi - Nú í skóla á Íslandi, danskur kóngur mannstu, svaraði ég - ekki hlægjandi.
Enn annar var norskur, hét (og heitir sjálfsagt enn) Haakon, og spurði mig hvort við í minni fjölskyldu værum fátæk, hvort ég hefði þurft að búa í sjóhúsi !!!!!!!!!!
Nú öllum þessum árum síðar þekki ég konu sem stendur í sama stappinu í Noregi. Hún þarf að vinna vinnuna fyrir fávísa kommúnufulltrúa í norska konungdæminu - og að sjálfsögðu hefur hún og veit betur!
VIÐ HÖFUM ALDREI VERIÐ HLUTI AF NORÐURLÖNDUNUM! þar höfum við aldrei verið og verðum ekki á minni lífstíð viðurkennd sem jafningjar.
Ég held við munum standa dálítið ein enn sem komið er. Hins vegar held ég líka að við getum ekki haldið áfram að keyra samfélagið og reka eins og milljónaþjóðir í kringum okkur gera. Það eru aðeins um 160 þúsund manns á vinnumarkaði sem reka kassann hér heima.
En ESB er ekki svarið - því miður!
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.8.2009 | 12:39
Gaman að því!
Gay pride í dag og allir glaðir. Verst hvað það rignir og að ég skuli vera að vinna.
Var að koma heim úr hinni árlegu sumarbústaðarferð með familíunni. Húsafell var það að þessu sinni. Bara skemmtilegt eins og alltaf. Mikið hlegið, mikið borðað - frábært að eiga góða fjölskyldu!
Það glitti í gamalkunna takta hjá Steingrími J. í Kastljósinu á fimmtudaginn. Ekki tími til að hanga fast á hugmyndafræðinni á tímum sem þessum sagði hann og kætti mig. Hann er einn af fáum alvöru í þessum bransa.
Byltingin byrjuð að éta börnin sín í Borgarahreyfingunni. Kannski ekkert gaman að því í sjálfu sér en enn og aftur sjáum við hvernig veröldin snýst og veltist í raun.
Gulir og rauðir litir farnir að gægjast fram í runnunum mínum. Það þýðir að uppáhalds árstíðin mín er að hefjast. Skólarnir að byrja og rútínan sem við elskum öll að hata fer brátt að gera okkur gott.
Bílar eru farnir að seljast í Ameríkunni og Jóhanna segist ætla að þjarma enn frekar að hrunprinsum íslenskum. Hvoru tveggja til merkis um það að mannskepnan er sjálfri sér lík.
Það skemmtilegasta hjá mér svona persónulega og´prívat er að nú er ég byrjuð að safna heimildum og taka viðtöl fyrir lokaverkefnið mitt í þjóðfræðinni. Enn skemmtilegra er svo það að ég er búin að koma auga á spennandi masternám. Nú er bara að spila í Lottó og HHí og vona það besta :)
Gaman að þessu!
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- 810
- leifurl
- latur
- hjolaferd
- birgitta
- katrinsnaeholm
- vefritid
- ragnarfreyr
- dofri
- halkatla
- svavaralfred
- kolgrima
- svala-svala
- helgafell
- bjarnihardar
- brell
- salkaforlag
- brjann
- gattin
- brandarar
- ebbaloa
- eddabjo
- kokkurinn
- gudmundurhelgi
- hallarut
- snjolfur
- disdis
- holmdish
- haddih
- kreppan
- jenfo
- larahanna
- lillagud
- loaloa
- rutlaskutla
- klarak
- vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar