Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009
28.8.2009 | 14:07
Ég segi bara það sem þið eruð að hugsa kæru Pollýönnur
Fúl á móti hérna megin (stórlega vanmetið embætti) nennir ekki að vera í sparifötum og spariskapinu á sinni eigin bæjarhátíð lengur því hún er ekki local heldur commercial.
Garðyrkjuhátíðin Blóm í bæ sem haldin var í lok júní var hins vegar allt annað mál. þar var verið að gera út á sérstöðu bæjarins og menningararf Hvergerðinga - nefnilega garðyrkjuna. Þá var blásið til ráðstefnu fagaðila í græna geiranum til hliðar við hátíðina fyrir allan almenning.
Fyrir utan svo hið augljósa að ´blómstrandi bær´ í lok ágúst á Íslandi er hálfgerð mótsögn í sjálfu sér. Það er allt meira og minna vindbarið og hálfdautt hjá mér að minnsta kosti, allar rósir fallnar.
Þetta er orðin einhver candyflos- gasblöðru- seljum allt- hátíð og hefur ekkert að gera með menningarlega sérstöðu Hveragerðis.
Bölvuð 17. júní-froða.
Mér dettur í hug gripasmölun meira en notalegt mannamót eða afslappaðan hitting.
Þetta hafa fleiri túlkað á sama vegí sínu samhengi. Hólmarar ákváðu víst í ár að halda Danska daga sömu helgi og Menningarnótt í Reykjavík gagngert til þess að fá ekki 20.000 manns í bæinn. Fólki þótti notalegheitin og local-sjarminn vera farinn af bæjarhátíðinni sinni og brást þá við.
Ég nenni ekki þessu rugli að velkjast niðr´á Breiðumörk innan um utanbæjarfólk sem er í leit að einhverju local-rariteti sem er óvart bara drukknað í blöðrum, pappadiskum og candyflosi. Fínt að fá gesti bara, vera heima með þeim og kíkja á pallinn til Hannesar og Huldu um kvöldið - that´s it!
Sjáumst líklega ekki á Blómstrandi dögum, verð heima ef þú vilt kíkja í hafrabollur og ostaköku........
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.8.2009 | 11:45
Gaman saman!
Bærinn minn er að verða rauður, bleikur og blár.
Ekki það að hann hefur löngum verið blár - en það er önnur saga.
Einu sinni var ég minni en ég er núna og vó líka minna. Þá héldum við Hvergerðingar enga bæjarhátíð en við héldum Blómaball einu sinni á ári. Löngu áður héldum við lista- og garðyrkjumannaball af því flestir íbúar þorpsins voru slíkir.
En svo þurftum við að gera eins og allir hinir og nú höldum við kaupmannahátíð a la kapítal - verulega global og alls ekki neitt lengur local. Nú þarf að borga 5000 kall fyrir að vera með bás á markaðnum. Tek ekki þátt í ár. Ég á bílskúr!
Við auglýsum og viljum fá sem flestar krónur í bæinn. Fullkomlega skiljanlegt alveg hreint, en ekkert local eða krúttlegt við það.
Brottfluttir koma ennþá á þessa hátíð. Ég sá Viffa til dæmis í morgun. Hann var að koma úr bakaríinu með vínabrauðslengju handa pabba sínum og mömmu sjálfsagt. Mér fannst gaman að sjá hann.
En hversu langt er í að Viffi nennir ekki að koma lengur vegna þess að hann hittir ekki lengur gömlu þorparana því þeir verða flúnir í Kolaportið eða á Þingvelli eða eitthvað þessa helgi?
Ég dragnast með í brekkuna á laugardagskvöldið af því að ég á börn sem finnst þetta mikilvægt. Ekki svo að skilja að þau sitji hjá mér - nei, nei - þau eru einhvers staðar að kaupa candyflos eða risasleikjó eða ljósaeyrnalokka eða...........En það get ég alveg sagt ykkur að þegar helvítis mannfýlan hann Árni Johnsen verður fenginn í brekkusönginn þá er það búið.
Þess verður sjálfsagt ekki langt að bíða......
xxx
Fía litla
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2009 | 12:40
Ég veit ekki um ykkur.......
....en ég er eitthvað pínulítið döpur innan í mér þessa dagana.
Mér finnst eins og haustið beri skjótar að en að minnsta kosti í fyrra og hitteðfyrra. Sé ekki betur á gróðrinum í garðinum mínum að það sé svoleiðis.
Vona svo sannarlega að það sé ekki táknrænt fyrir veturinn sem vofir yfir. Veit þó fyrir víst að hann verður okkur mörgum erfiður í ýmsum skilningi.
Haustið er minn uppáhalds árstími. Ég hlakka alltaf til haustsins alveg frá því á vorin. En núna kvíði ég vetrinum svo mjög fyrir hönd minnar þjóðar að ég veit ekki hvort ég get notið þessa hausts. Ég hlakka ekki einu sinni til Blómstrandi daga komandi helgi - og þá er nú langt gengið.
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.8.2009 | 10:29
Fögur fyrirheit
Ég er í fríi í dag.
Í dagbókinni minni er eftirfarandi verkefnalisti:
Bóka viðtal við konurnar suður með sjó
Bóka viðtal við Þingborgarkonur
Klára EntWistle
Athuga rifsberin
Baka í frystinn
Gera spurningalista fyrir Védísi Jóns og senda
Fara í gegnum skólatöskurnar
BAKA Í FRYSTINN !
Glætan!
Svo kann ég andskotann ekkert að baka.
Er með smá kverkaskít og geri örugglega ekki neitt af viti í allan heila dag ef ég þekki mig rétt.
Góða helgi
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.8.2009 | 09:21
Ull er gull!
Þið sem hafið verið með sæmilegri meðvitund undanfarin misseri vitið sjálfsagt að vinsældir handprjóns og sér í lagi íslensku ullarinnar til þeirrar iðju hafa sjaldan ef nokkurn tíma verið eins miklar hér á landi.
Ég er fullkomlega heilluð af ull og búin að vera það lengi. því hrárri og minna meðhöndluð því betra.
það er ekki hægt að útskýra það fyrir þeim sem ekki þekkja hvað maður fær mikið út úr því að sýsla í höndunum. það má líklega líkja því við hvaða sköpun sem er og fangar hugann hverju sinni.
Sá sem er heillaður af myndum gleymir sér við að horfa og kannski skapa með því að útfæra form og liti. Tónlistarmaður fæst við takt og tóna.
Prjónakona fæst við liti, form, áferð og mynstur.
Þegar ég sé lopa eða garn sé ég ekki afurð heldur möguleika. Það sama gerist þegar ég sé fólk í bíl á rauðu ljósi, ég sé hugsanlega sögu - hver þau kunna að vera, hvert þau eru að fara og svo framvegis (en það er önnur saga).
Vinna með textíl hefur í gegnum aldirnar tengst konum fremur en körlum. Færni á því sviði hefur í mörgum menningarsamfélögum verið mælikvarði á kvenkosti og því verið óbein leið kvenna til að gera sig fýsilegar og karla til að velja sér kvonfang. Ævintýri, goðsögur og sagnir ólíkra þjóða eru stórforvitnilegur vitnisburður um þetta.
Hvort konur á Íslandi árið 2009 prjóna sem galnar væru til að ganga í augun á körlum efast ég þó um. Þær hins vegar sauma líka í auknum mæli og þykir mér ekki ólíklegt að þetta tvennt tengist hruni stórsagna í nútímanum og þá tilheyrandi endurmati á gildum og virði lífs og lista.
Tvennt held ég komi sérstaklega til:
Að sjálfsbjargarelementið hafi verið ræst (það er góð tilfinning að finnast maður vera að gera gagn)
og að þörfin fyrir sefjun og rósemd í trylltum heimi hruns og áhyggna kalli fram sköpunarmáttinn í konum sem svo sækja í hefðirnar/ræturnar sem tengja þær við upprunann og tilganginn með lífinu.
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.8.2009 | 12:21
Veit ekki alveg hvenær ég á að halda heimili eða skrifa BA verkefnið mitt - tala nú ekki um að vinna.
Þessa dagana er ég að hugsa um að endurprjóna tvær flíkur sem ég átti á níunda áratugnum. Önnur þeirra yrði reyndar á dótturina.
Ég spurði hana á dögunum hvort ég ætti að prjóna á hana svona eitís peysu úr mohair, með vængjaermum eins og ég hefði átt þegar ég var 13 ára. Ah ég veit ekki alveg svaraði hún en vildi vita hvort ég ætti mynd af mér í gripnum.
Fann enga en teiknaði í staðinn snið á blað. Hún voða hrifin. Í kjölfarið vilja svo bæði hún og miðlungurinn fá lopapeysur eftir eigin höfði. Í gær tilkynnti daman mér svo að hana vantaði hesthúspeysu í hvelli - það væri farið að kólna.
Nýlega lofaði ég að prjóna lopu á pabba með mömmu. Hún vippar saman ermunum og ég geri rest. Er að spá í að fá litlu systir með í verkið og láta hana setja rennilásinn í og hekla listana.
Nú svo þarf ég alveg nauðsynlega að prjóna mér eina sem ég átti þegar ég var 13-16 ára. Ekki svo að skilja að ég haldi að ég muni líta eitthvað svipað út í henni og ég gerði þá. Nei, nei, nei - hún bara var svo notaleg og dásamleg að ég hef alltaf ætlað að endurskapa hana. Svo datt ég niður á svo yndislega mjúkt alpaca um daginn sem ég held að muni alveg gera flíkina.
Fyrir utan þessar tvær nostalgíu-flíkur og allar hinar sem bættust á verkefnalistann fyrir afkvæmin er svo svakalega margt sem ég bara verð að prófa að gera.
Ætli maður geti fengið svona prjóna-örorku eitthvað?
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.8.2009 | 11:36
Ein þjóð, my ass!
Indefence vill smala fólki til samstöðu-samkomu til þess að sýna öllu og öllum að við Íslendingar séum ein þjóð sem standi saman í erfiðleikum.
Já var það ekki bara!?
Má ég benda á að í dag búa Fjölskylduhjálp og Mæðrastyrksnefnd sig undir að taka á móti ekki færri en 800 fjölskyldum sem þurfa að þiggja matargjafir!
Ein þjóð, my ass!
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.8.2009 | 13:10
Ég risti þeim hér með rúnir þessar og óska ergi, óþols og æðis!
Sverrir Jakobsson skrifar í Fréttablaðið í dag um ábyrgðarleysi í íslensku samfélagi síðustu ára og þarfar breytingar í þeim efnum.
Mér er í fersku minni frasajarmið í Pétri Blöndal, Geir ekki svo Harða, Bjössa byssó og erfðaprinsinum undanfarin misseri á þá leið að ´frelsi fylgi auðvitað ábyrgð´. Réttlætingarkór frjálshyggjunnar hefur sjaldan hljómað falskar en þá. Orðatiltækið ´að tala tveim tungum´ nær ekki yfir falsið og lygina sem þessum mönnum virðist tamara en móðurmálið sjálft.
Það er laukrétt hjá Sverri að öll löggjöf og rekstrarumgjörð fyrirtækja og fjármagnseigenda hefur verið smíðuð þannig og innréttuð undanfarin ár að fjárhagsleg ábyrgð fyrirtækjaeigenda og stjórnenda er nær engin.
Þessi rammi var bókstaflega slegin til þess að skýla eignamönnum og gera þeim kleift að misnota aðstöðu sína - sem að sjálfsögðu varð raunin. Pótintótar viðskiptalífsins réðu í raun yfir framkvæmdavaldi íslenska ríkisins um árabil. Því til sönnunar liggur sú staðreynd að um 90% tillagna þeirra runnu rjómablítt í gegnum hið pasturslitla Alþingi þess tíma fyrir tilstilli Viðskiptaráðs.
Nú sitjum við smáfuglarnir uppi með afleiðingarnar á ísaköldu hjarni.
Lái mér hver sem vill en þessi staða er fyrst og fremst Sjálfstæðisflokknum að kenna með dyggri aðstoð Framsóknar.
Fari þau félagasamtök andskotans til sem allra fyrst Íslandi til gæfu og bjargar.
xxx
Fía litla
Es. Ég skil ekki vel greindar KONUR og MÆÐUR sem eru starfandi meðlimir í Sjálfstæðisflokknum. Þessi ofvaxna karlakirkja er enginn staður fyrir konur. Það ættuð þið að skynja á eigin skinni nú eða skilja í sögulegu tilliti og tölfræðilegu. Ég höfða til ábyrgðartilfinningar ykkar, siðferðiskenndar og skynsemi !
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2009 | 08:52
Jæja, svo þið eruð svona grínfull í dag!
Ekki alveg að gera sig kannski þessi hugmynd að henda köllum út á kaldan klakann eða hvað?
En svona grínlaust þá koma mér í hug tvö eða mögulega þrjú kvenmannsnöfn íslensk þegar ég spái í hrunið sem við eigum eftir að eyða áratugum í að krafsa okkur upp úr. Restina eiga karlar, alveg aleinir og skuldlausa í þokkabót- eða þannig.
Svo get ég alveg látið mér detta í hug konur sem hefur verið hlegið að og þær taldar móðursjúkar þegar þær hafa viljað malda í móinn með það hvernig samfélaginu hefur verið stýrt og almannahagsmunir látnir reka á reiðanum.
Jónína Ben er til dæmis ein. Hún hefur vissulega sérstakan stíl sem ekki er allra en það réttlætir alls ekki það hvernig sú kona hefur verið smánuð og lögð í einelti hreinlega. Þar hafa karlar róið undir en konur hafa svo sannarlega tekið fullan þátt - svo öllu sé nú haldið til haga.
Að lokum langar mig að segja í dag og þá líka alveg grínlaust, að ég held að þótt allrar sanngirni sé gætt þá séu það hvítir miðaldra karlmenn, mátulega menntaðir, vel efnaðir, misjafnlega ofmetnir af störfum sínum og velflestir af vestrænum uppruna, sem eiga næstum allt sem hægt er að eiga í þessari veröld og stjórna þá um leið því hvernig lífið gengur sinn gang fyrir okkur hin.
Svona illa væri ekki komið fyrir okkur hér á litla Íslandi ef konur réðu í ríkari mæli.
Það er einlæg sannfæring mín.
Ef það hlægir ykkur, þá það......
xxx
Fía litla
Es. þetta er skrifað við hljómþýðan róm systursonar míns, Sigurðar Heiðars sem situr inni á gólfi í legó-fótboltaspili og raular mamma mia. Ekki orðinn karlpungur enn og verður aldrei svo lengi sem frænka hans fær einhverju ráðið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2009 | 10:31
Út með helvítis pungana!
Í Mogganum í dag er gantast með það að kannski þurfi landinn að læra eitt og annað aftur vegna ástandsins, eins og til að mynda að strokka smjör.
Þetta er reyndar alls ekki fyndið því þetta er hreint ekki fjarri því sem er að gerast í raun.
Aldrei, og þá meina ég aldrei nokkurn tíma eftir að Sagnaskemmtun í baðstofum landsins leið undir lok hafa jafn margar konur prjónað á Íslandi eins og einmitt núna. Ég er að rannsaka málið og ég segi það satt, það eru allir að reyna að prjóna!
Íslenski lopinn er málið, að hluta til vegna þess að verðið á honum er mjög hagstætt núna.
Þetta er það sem við konur gerum þegar kreppir að. Við nýtum það sem gefst. Ég skal sveia mér upp á það að hlutfall heimatilbúinna gjafa undir jólatrjám landsmanna mun margfaldast í ár miðað við undanfarin.
Konur nefnilega kunna að fara með. Þær reka gjarnan fyrirtæki eins og um heimilisrekstur væri að ræða. Enda sannað mál að þeim ferst slíkt heldur betur úr hendi en körlum.
Og nú skulum við tala íslensku:
Hvernig væri í alvöru að endurvekja kvennapólitík 20. aldar og taka ærlega til í þessu samfélagi?
Hvernig væri að taka þessa helvítis kallapunga sem hafa komið okkur í þann vanda sem við erum í núna upp á typpinu og kasta þeim út úr opinberum byggingum?
Þeir geta sótt fisk í sjó, mokað skurði og lagt vegi - unnið með vöðvakúlunum sínum sem þeir eru svo stoltir af. Á meðan ættum við konur að leiðrétta ástandið, taka til og endurraða öllu ruglinu í þessu samfélagi sem við eigum öll saman en hefur verið rústað af gráðugum og siðspilltum kallaaumingjum.
Ég segi: Enga punga meir takk!
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- 810
- leifurl
- latur
- hjolaferd
- birgitta
- katrinsnaeholm
- vefritid
- ragnarfreyr
- dofri
- halkatla
- svavaralfred
- kolgrima
- svala-svala
- helgafell
- bjarnihardar
- brell
- salkaforlag
- brjann
- gattin
- brandarar
- ebbaloa
- eddabjo
- kokkurinn
- gudmundurhelgi
- hallarut
- snjolfur
- disdis
- holmdish
- haddih
- kreppan
- jenfo
- larahanna
- lillagud
- loaloa
- rutlaskutla
- klarak
- vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar