Leita í fréttum mbl.is

Út með helvítis pungana!

Í Mogganum í dag er gantast með það að kannski þurfi landinn að læra eitt og annað aftur vegna ástandsins, eins og til að mynda að strokka smjör.

Þetta er reyndar alls ekki fyndið því þetta er hreint ekki fjarri því sem er að gerast í raun.

Aldrei, og þá meina ég aldrei nokkurn tíma eftir að Sagnaskemmtun í baðstofum landsins leið undir lok hafa jafn margar konur prjónað á Íslandi eins og einmitt núna. Ég er að rannsaka málið og ég segi það satt, það eru allir að reyna að prjóna!

Íslenski lopinn er málið, að hluta til vegna þess að verðið á honum er mjög hagstætt núna.

Þetta er það sem við konur gerum þegar kreppir að. Við nýtum það sem gefst. Ég skal sveia mér upp á það að hlutfall heimatilbúinna gjafa undir jólatrjám landsmanna mun margfaldast í ár miðað við undanfarin.

Konur nefnilega kunna að fara með. Þær reka gjarnan fyrirtæki eins og um heimilisrekstur væri að ræða. Enda sannað mál að þeim ferst slíkt heldur betur úr hendi en körlum.

Og nú skulum við tala íslensku:

Hvernig væri í alvöru að endurvekja kvennapólitík 20. aldar og taka ærlega til í þessu samfélagi?
Hvernig væri að taka þessa helvítis kallapunga sem hafa komið okkur í þann vanda sem við erum í núna upp á typpinu og kasta þeim út úr opinberum byggingum?

Þeir geta sótt fisk í sjó, mokað skurði og lagt vegi - unnið með vöðvakúlunum sínum sem þeir eru svo stoltir af. Á meðan ættum við konur að leiðrétta ástandið, taka til og endurraða öllu ruglinu í þessu samfélagi sem við eigum öll saman en hefur verið rústað af gráðugum og siðspilltum kallaaumingjum.

Ég segi: Enga punga meir takk!

xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband