Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
29.5.2008 | 09:42
Erum á uppleið!
Suðurlandið er í sókn í menningar- og menntamálum.
Listasafn Árnesinga í Hveragerði er á góðri leið með að verða stórvirki í íslensku menningarlifi. Ég finn hvernig andrúmsloftið breytist í þessa átt með hverri sýningunni og hverjum mánuðinum sem ég vinn þarna. Þetta er fyrst og síðast að gerast undir stjórn safnstjórans, Ingu Jónsdóttur. En það er líka stjórn safnsins að þakka. Það sem mér þykir þó vænst um er að sitjandi bæjarstjórn Hveragerðis og fulltrúarnir allir reyndar virðast átta sig og vera með í upphífingunni.
Eyrarbakki er smátt og smátt að verða aftur einhver helsta menningarmiðstöð landsins. Þar eru í fararbroddi kraftmiklir einstaklingar eins og alls staðar þar sem raunverulegur uppgangur á sér stað. Gónhóll og Húsið og Rauða húsið - allt perlur. Eyrarbakki er uppáhaldsstaðurinn minn á Íslandi - líka í rigningu.
Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi stendur í metnaðarfullri framþróunarvinnu í menntamálum. Þar hafa verið settar á stofn svokallaðar akademíur sem bjóða upp á sérstaka aðstöðu í ýmsum íþróttagreinum samhliða venjulegu bók- og verknámi sem skólinn býður upp á. Það sem mér finnst merkilegast þarna er að þessi nýbreytni tekur sérstaklega mið af þeirri tómstundaiðkun sem börnin á svæðinu hafa stundað hvað mest undanfarin ár. Þannig verður nám í FSu fýsilegri kostur fyrir þá krakka sem hyggja á framhaldsskólanám yfirleitt þar sem áhugamál þeirra er hluti af náminu.
Þetta er snilldarleg byggðastefna. Ekki einasta haldast krakkarnir svolítið lengur heima við heldur eykst aðsókn úr öðrum landshlutum líka í skólann.
Það er ekki allt vont í sveitinni...........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2008 | 10:26
Mig skal ekki undra
Mest hugsað til Pink Floyd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.5.2008 | 08:35
Endalaus hátíð!
Já það má nú segja.
Hvenær skildi maður gera sér fyllilega grein fyrir því hvað maður er lánsamur að lifa í landi þar sem frelsi til orðs og æðis er raunverulega mögulegt? Sennilega aldrei. En í dag komst ég nokkð nálægt því.
Morgunverkin mín á þessum ágæta degi voru nefnilega tvö eftirfarandi og þeim er að fullu lokið:
1. Sagði mig loksins úr Þjóðkirkjunni
2. Sagði mig loksins úr Samfylkingunni
Ja ef það er ekki tilefni til að skála núna þá veit ég ekki hvenær.
Er farin að fá mér morgunmat.......
Lifið heil
Skál !
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2008 | 18:39
Þarf að láta ballensera
Nú finn ég að litli svartálfurinn innan í mér er að ná yfirhöndinni. Ég veit það vegna þess að smám saman hefur fleira og fleiri orðið kaldhæðni minni að bráð og mig langar að rífa kjaft við forsetann. Mig langar að segja honum að einu sinni þegar hann hafði meiri teygjanleika í húðinni og átti færri vini í útlöndum þá hefði hann orðið brjálaður ef einhverjum hefði dottið í hug að biðja hann að skrifa undir plagg þess efnis að auðmenn og stórfyrirtæki þyrftu ekki að greiða söluhagnað.
Ég ætla að hugleiða tvöfalt á morgun!
Lifið heil
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2008 | 13:02
Að kunna að skammast sín
Það er mjög hollt að kunna að skammast sín. En það er ekki þar með sagt að allir skammist sín fyrir það sama.
Flestum sem ég þekki hefur þó verið kennt að skammast sín fyrir það meðal annars að segja ósatt og að troðast fram fyrir aðra. Samt kemur það auðvitað fyrir besta fólk að gleyma sér í hita leiksins og gera eitt og annað sem það svo ætti að skammast sín fyrir síðar. En það er bara svo mannlegt og skiljanlegt.
Tökum dæmi:
Segjum að ég væri í framboði í einhverju tilteknu ríki og væri þar bæði mjög áberandi og frambærileg - jafnvel svo frambærilega að hörðustu andstæðingar þess stjórnmálaafls sem ég byði mig fram fyrir gætu hugsað sér að kjósa mig. Svo myndi ég svara því aðspurð á framboðsfundi á elleftu stundu að ég ætlaði ekki að setjast beint í ríkisstjórastólinn að kosningum loknum heldur yrði áreiðanlega auglýst eftir einum slíkum ef mitt framboð bæri sigur úr býtum.
Nú nú - svo færu fram kosnigar og ég og mitt fólk myndum vinna þær. Svo nokkrum klukkustundum síðar bara eins og ekkert væri sjálfsagðara myndi ég vera orðin ríkisstjóri og engin auglýsing hefði komið þar við sögu.
Sennilega myndi mér líða óskaplega vel og finnast ég bæði dugmikil og ábyrgðarfull á þeirri stundu sem ég tæki við embættinu. En af því að ég er ég þá veit ég líka að þegar af mér rynni sigurvíman þá myndi ég skammast mín.
Ég myndi skammast mín vegna þess að ég hefði bæði sagt ósatt og troðist fram fyrir í röðinni.
Þess vegna myndi ég líka vera ofurviðkvæm fyrir allri gagnrýni af því að þannig líður mér þegar ég skammast mín. Sennilega myndi ég samt sem áður reyna að vera góður ríkisstjóri - ég vildi jú alltaf það besta fyrir ríkið mitt þótt ég gleymdi mér augnabliksstund á hátindi sigurvímunnar. Og viti menn, mér myndi takast það - ég væri alveg hreint ljómandi ríkisstjóri sem gerði margar góðar umbætur í ríkinu.
Að kunna að skammast sín segir ekki bara til um að viðkomandi sé vel upp alinn heldur líka að sá hinn sami hafi samvisku og réttlætiskennd. Sá sem skammast sín er ekki kaldrifjaður. Þess vegna er það gott fólk sem kann að skammast sín og er á verði gagnvart athugasemdum samborgara sinna um eigið athæfi. Ég fagna því að fólkið í kringum mig kann að skammast sín. Ég er þá ekki eins alein í minni skömm frá degi til dags.
Bestu kveðjur
xxx
Fía litla (Athugið! - Á þessu bloggi má gera athugasemdir)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.5.2008 | 10:34
Lán í óláni!
Mikið var ég glöð að heyra það þegar ég kom heim úr húsmæðraorlofinu mínu í Köben að hætt hefði verið við Bitruvirkjun. Takk fyrir það þið duglega fólk sem unnuð í því!
En ég er ekki eins glöð með að þetta mál geri samskipti Hveragerðis og Ölfuss hugsanlega stirðari. Ég hef lengi átt mér þann draum að þessi tvö sveitarfélög myndu ganga í eina sæng saman og hætta að þykjast vera aðskilin.
Sjálfri hefur mér alltaf svo lengi sem ég man eftir mér fundist þetta eitt og hið sama, Hveragerði og Ölfus enda rís Hveragerði í landi Ölfuss sé horft með gleraugum sögunnar. Hins vegar setur að mér ónot við tilhugsunina um að sameinast Árborg. Þá vil ég heldur verða Reykvíkingu - enda við hérna á þessum bæ farin að telja niður í grunnskólatútskrift yngsta fjölskyldumeðlimarins og meira að segja farin að skoða og bera saman hverfi í borginni.
Það var gott að vera barn í Hveragerði en ég veit satt að segja ekki hvert stefnir - við sjáum til...................
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.5.2008 | 12:18
Hátíð í bæ
Í dag útskrifast frumburðurinn Valdimar úr FSu. (Til hamingju með það krakkakvikyndið mitt ef þú lest þetta)
Af því tilefni verður veisla fyrir venslafólk og velunnara í dag. Svo á morgun verður önnur veisla en þá koma vinir hans saman í bílskúrnum hjá okkur og ég ætla náðarsamlegast að grilla ofan í liðið. Veit ekki enn hvort ég þarf að vera með hauspoka á meðan ég ber kræsingarnar fram en alla vega hefur það verið gefið í skyn að nærveru okkar foreldranna sé ekki sérstaklega óskað að óþörfu. Skil það reyndar óþægilega vel. Gaman að því!
Þetta finnst mér meiri hátíð en jólin, páskarnir, hvítasunnan, skírnin og fermingin til samans!!!
Það ríkir sannkölluð hátíðarstemmning í mínu hjarta í dag. Þetta jafnast á við kosningar svei mér þá. Það var nefnilega siður heima hjá mér og móðurforeldrum mínum að á kosningadag klæddust allir sínu fínasta pússi og við borðuðum veislumat. Ef mig misminnir ekki þá var afi minn, Siggi Árna, mun fínni þennan dag en á jólunum. Þá var hann bara í jakkapeysu yfir skirtunni en á kosningadag fór hann ekki úr jakkafatajakkanum fyrr en á háttatíma.
Ég ætla að vera í sparikjólnum þangað til ég fer að sofa í kvöld.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.5.2008 | 09:44
Undskyld men hun er udviklingshemmed!
Almáttugur hvað það er gott að fara aðeins af klakanum og chilla bara í góðra vina hópi.
Það er svo gott að lesa ekki fréttir í nokkra daga og borða ekki á matmálstímum og tapa verðskyninu og sjá önnur form og liti, finna aðra lykt og síðast en ekki síst - tapa tímaskyninu.
Kaupmannahöfn er dásamlega borg. Það er svo mikil rómatík og afslappelsi í öllu einhvern vegin. Konur í Danmörku eru til dæmis næstum því fáránlega fallegar. Þær hafa svo mikið sjálfsöryggi í framkomu og klæðaburði sem einkennist af kæruleysislegri hentistefnu. Það er nú eitthvað annað að horfa á þær en einkennisklæddu 17-konurnar íslensku. Þið vitið þessar sem byrjuðu að versla í 17 daginn sem var opnað og hafa ekki náð sér síðan.
Best af öllu er þó að við Jónheiður vorum í svo góðum félagsskap og fengum að sjá svo margt sem túristar sjá ekki í venjulegri borgarferð. Kristjana Karla fór til dæmis með okkur í skólann sinn á ólymíuleika barna - sem hennar lið vann auðvitað.
Og leiðsögn Sólhildar var ekki af verri endanum. Hún er nú ekki í vandræðum með að skemmta skrattanum sú kona og ekki leiðist mér að taka þátt í því svo sem - en ég verð þó að segja að mér varð ekki um sel þegar hún tjáði sig vægast sagt frjálslega í strætónum einn daginn og spjallaði bæði hátt og mjög svo ábyrgðarlaust um udviklingshemmede - sem er by the way pólitískt rétthugsaðasta orðnotkun Dana þessi misserin yfir þá sem ekki þroskast á sama hátt og obbinn.
En maður er allur að jafna sig.
Ha´en rigtig god fornöjelse i dag uafhengigt om du er udviklingshemmed eller helt normal - eller helt gal
xxx
Fía litla
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.5.2008 | 11:03
Hilsen skat!
Ja! Men nu reiser vi til Köbenhavn jeg og min yndlingsdatter (Jeg har kun en datter - yndlings og yndlings - noh du ved hvad jeg pröver at sige, ikke?)
De neste 5 dagerne skal vi i Tivoli og paa Ströget og maaske spise en pölse eller to hvis vi har lyst til. Hvis du savner oss for meget sa kan du godt blive helt rolig. Aftenshovet sender ud fra Raadhustorvet hver dag kl. 17. Det eneste du trenger at göre for at slukke kvalmen i dit hjerte er at sette deg ned og se paa Tv-en. Vi har nemlig bestemt at give dig et lille knus og klem hver dag kl. 17:30. Vær sikker paa at du ikke mister de to kjempe smukke pigerne í lilla lige ved siden af..............
Hilsen og ha det meget godt mens vi nyder livet i kongens Köbenhavn
hej hej
Mor og datter
E.S. Undskyld hvis den her hilsen ligner mere norsk en dansk. Jeg har ikke helt kommet tilbage ennu - men jeg mener at göre det en dag i fremtiden!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.5.2008 | 18:53
Ertu ljóska?
Bráðum - vonandi áður en ég fer að sofa í kvöld klárast þessi helv.......ritgerð um Hrafnkel Freysgoða. Akkúrat núna er ég að tapa geðheilsunni vegna þess að ég get ekki lært á tæki sem hafa fleiri enn einn takka.
Þess vegna kallar sonur minn mig ljósku.
Þetta finnst mér um ljóskur í dag:
´Ljóskur´ þurfa alls ekki að vera vitlausari en annað fólk. En þær eru það nú samt og eru langt í frá allar ljóshærðar og ekki einu sinni allar kvenkyns. Steriotýpan er samt kvenkyns.
Málið er bara að ljóska lúkkar vel, veit allt um flottustu trikkin í make-upi á hverjum tíma, kann að pakka inn gjöf á 2 mínútum, finnst karlmenn yfirleitt fyndnari en konur, er sátt við að láta karlmann mata sig á skoðunum, kýs eins og maðurinn sem hún sefur hjá í augnablikinu, heldur að opið hagkerfi þýði að það megi hafa búðir opnar á nóttunni, ruglar saman völdum og heilindum, finnst peningar meira sexý en bílasmurning, langar svo í krúttlega stelpu en finnst skarð í vör nægjanleg forsenda fyrir fóstureyðingu, skilur ekkert í rauðsokkum, veit upp á 10 að feministakellingar eru ljótar og kynsveltar, halda að allir feministar séu kvenkyns, halda að snyrtifræði og lyfjafræði sé voða svipað nám út af efnafræðinni, að fegurðarsamkeppni sé alvöru karríer og að öllum karlmönnum finnist mikilvægara að konur séu sætar heldur en að þær elski þá.
Þetta þarf ekkert að vera svona. Ljóskur geta alveg verið bráðgáfaðar inn við beinið og eru það margar. En það er bara svo asskoti tímafrekt að fara reglulega í brasilískt og fara á öll konukvöldin til að mæla út aðrar konur og leita að appelsínuhúð á þeim sem sést í gegnum fötin og soleiðis lagað mikilvægt stöff að þær hafa ekki tíma til að æfa sig í að hugsa heila hugsun til enda.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- 810
- leifurl
- latur
- hjolaferd
- birgitta
- katrinsnaeholm
- vefritid
- ragnarfreyr
- dofri
- halkatla
- svavaralfred
- kolgrima
- svala-svala
- helgafell
- bjarnihardar
- brell
- salkaforlag
- brjann
- gattin
- brandarar
- ebbaloa
- eddabjo
- kokkurinn
- gudmundurhelgi
- hallarut
- snjolfur
- disdis
- holmdish
- haddih
- kreppan
- jenfo
- larahanna
- lillagud
- loaloa
- rutlaskutla
- klarak
- vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar