Leita í fréttum mbl.is

Erum á uppleið!

Suðurlandið er í sókn í menningar- og menntamálum.

Listasafn Árnesinga í Hveragerði er á góðri leið með að verða stórvirki í íslensku menningarlifi. Ég finn hvernig andrúmsloftið breytist í þessa átt með hverri sýningunni og hverjum mánuðinum sem ég vinn þarna. Þetta er fyrst og síðast að gerast undir stjórn safnstjórans, Ingu Jónsdóttur. En það er líka stjórn safnsins að þakka. Það sem mér þykir þó vænst um er að sitjandi bæjarstjórn Hveragerðis og fulltrúarnir allir reyndar virðast átta sig og vera með í upphífingunni.

Eyrarbakki er smátt og smátt að verða aftur einhver helsta menningarmiðstöð landsins. Þar eru í fararbroddi kraftmiklir einstaklingar eins og alls staðar þar sem raunverulegur uppgangur á sér stað. Gónhóll og Húsið og Rauða húsið - allt perlur. Eyrarbakki er uppáhaldsstaðurinn minn á Íslandi - líka í rigningu.

Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi stendur í metnaðarfullri framþróunarvinnu í menntamálum. Þar hafa verið settar á stofn svokallaðar akademíur sem bjóða upp á sérstaka aðstöðu í ýmsum íþróttagreinum samhliða venjulegu bók- og verknámi sem skólinn býður upp á. Það sem mér finnst merkilegast þarna er að þessi nýbreytni tekur sérstaklega mið af þeirri tómstundaiðkun sem börnin á svæðinu hafa stundað hvað mest undanfarin ár. Þannig verður nám í FSu fýsilegri kostur fyrir þá krakka sem hyggja á framhaldsskólanám yfirleitt þar sem áhugamál þeirra er hluti af náminu.

Þetta er snilldarleg byggðastefna. Ekki einasta haldast krakkarnir svolítið lengur heima við heldur eykst aðsókn úr öðrum landshlutum líka í skólann.

Það er ekki allt vont í sveitinni...........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband