Leita í fréttum mbl.is

Að kunna að skammast sín

Það er mjög hollt að kunna að skammast sín. En það er ekki þar með sagt að allir skammist sín fyrir það sama.

Flestum sem ég þekki hefur þó verið kennt að skammast sín fyrir það meðal annars að segja ósatt og að troðast fram fyrir aðra. Samt kemur það auðvitað fyrir besta fólk að gleyma sér í hita leiksins og gera eitt og annað sem það svo ætti að skammast sín fyrir síðar. En það er bara svo mannlegt og skiljanlegt.

Tökum dæmi:

Segjum að ég væri í framboði í einhverju tilteknu ríki og væri þar bæði mjög áberandi og frambærileg - jafnvel svo frambærilega að hörðustu andstæðingar þess stjórnmálaafls sem ég byði mig fram fyrir gætu hugsað sér að kjósa mig. Svo myndi ég svara því aðspurð á framboðsfundi á elleftu stundu að ég ætlaði ekki að setjast beint í ríkisstjórastólinn að kosningum loknum heldur yrði áreiðanlega auglýst eftir einum slíkum ef mitt framboð bæri sigur úr býtum.
Nú nú - svo færu fram kosnigar og ég og mitt fólk myndum vinna þær. Svo nokkrum klukkustundum síðar bara eins og ekkert væri sjálfsagðara myndi ég vera orðin ríkisstjóri og engin auglýsing hefði komið þar við sögu.

Sennilega myndi mér líða óskaplega vel og finnast ég bæði dugmikil og ábyrgðarfull á þeirri stundu sem ég tæki við embættinu. En af því að ég er ég þá veit ég líka að þegar af mér rynni sigurvíman þá myndi ég skammast mín.

Ég myndi skammast mín vegna þess að ég hefði bæði sagt ósatt og troðist fram fyrir í röðinni.

Þess vegna myndi ég líka vera ofurviðkvæm fyrir allri gagnrýni af því að þannig líður mér þegar ég skammast mín. Sennilega myndi ég samt sem áður reyna að vera góður ríkisstjóri - ég vildi jú alltaf það besta fyrir ríkið mitt þótt ég gleymdi mér augnabliksstund á hátindi sigurvímunnar. Og viti menn, mér myndi takast það - ég væri alveg hreint ljómandi ríkisstjóri sem gerði margar góðar umbætur í ríkinu.

Að kunna að skammast sín segir ekki bara til um að viðkomandi sé vel upp alinn heldur líka að sá hinn sami hafi samvisku og réttlætiskennd. Sá sem skammast sín er ekki kaldrifjaður. Þess vegna er það gott fólk sem kann að skammast sín og er á verði gagnvart athugasemdum samborgara sinna um eigið athæfi. Ég fagna því að fólkið í kringum mig kann að skammast sín. Ég er þá ekki eins alein í minni skömm frá degi til dags.

Bestu kveðjur
xxx
Fía litla (Athugið! - Á þessu bloggi má gera athugasemdir)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Best ég geri athugasemd, vona að bloggið sé "þitt" eða endurspeglar það skoðun annara í fjöslkyldu þinni ???

Það er gott að kunna að skammast sín

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 27.5.2008 kl. 18:18

2 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Og gott útlitið á síðunni þinni

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 27.5.2008 kl. 18:18

3 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Tja, eigi veit ég það nú so obboslega gjörla - en ég hringdi í Óla og hann sagði að ég mætti blogga í dag!!!!!!!!!

Soffía Valdimarsdóttir, 27.5.2008 kl. 20:37

4 identicon

Ég fagna þessu bloggi.

Segi ekki annað að nú þekki ég mína Soffíu. Tætandi kjaft og lætur umhverfið sitt sig varða.

Ég öfunda ekki forsetann þegar Soffía lætur hann hafa það óþvegið.

Bestu kveðjur úr Köben (sólskin og blíða).

Sólhildur Svava Ottesen (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 04:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband