Leita í fréttum mbl.is

Helvítis jólakortin!

Eitt af ţví sem mér leiđist alltaf alveg hrikalega ađ gera fyrir jólin er ađ skrifa jólakortin.

Einu sinni fannst mér ţađ rosa gaman. Bjó alltaf til stemmningu í kringum ţessa athöfn og fór í máliđ í tíma.
En nú er öldin önnur. Ég fárast viđ ađ skrifa ţau á síđustu stundu. Geng svo um međ samviskubitshnút í maganum vegna ţess ađ ég óttast ađ viđtakendurinir fái ekki afhent fyrr en milli hátíđa og skilji ţá hvernig allt er í pottinn búiđ.

Svona er mađur nú hégómlegur og lítil sál eftir allt saman.

Nema hvađ..............
Svo er alltaf gaman ađ fá jólakort!

Reyndar eru jólakortin eitthvađ sem ég vildi alls ekki vera án um jólin. Hjá okkur er sá háttur hafđur á ađ snemma í desember strengjum viđ band á milli tveggja nagla a vegg inn á gangi. Svo ţegar jólakortin fara ađ berast fara ţau jafnóđum klemmast ţau jafnóđum á snúruna međ ţvottaklemmum - sko án umslagsins.

Međ ţessu móti erum viđ ađ minnast ţeirra sem viđ ţekkjum allan desember en ekki bara á ađfangadagskvöld ţegar allar móttökurásir í toppstykkinu eru lamađar af ofáti og tilfinningadeyfđ ţví ríkjandi ástand.

Svo eru til kort sem mann hlakkar alltaf til ađ fá.
Ţađ er ekki síst kortiđ frá Huldu (810 hér á blogginu) og Hannesi. Í ţví er nefnilega alltaf frumsamin jólavísa á hverju ári.

En allt á sér margar hliđar í henni veröld og jólakortin eru engin undantekning.

Í gćr kom hiđ árlega jólakort frá Gunnu stöng og co.
Gunna stöng var međ mér í 11 ára bekk. Viđurnefniđ fékk hún vegna ţess hve mjóslegin hún var á ţeim tíma. Ţiđ sem ekki eruđ komin af barnsaldri vitiđ kannski ekki ađ Gunna stöng er kćrasta Stjána Bláa sem var daglegur gestur á ţeim heimilum sem keyptu Moggann í gamla daga.

Viđ Gunna urđum miklar vinkonur ţetta ár og höfum alltaf vitađ af hinni síđan. Nú síđustu árin reyndar međ títtnefndum jólakortum.

NEMA HVAĐ........ Á kortinu í ár er mynd af Gunnu og eiginmanninum, Unnari litla og Ragnheiđi Helgu og dóttur hans frá ţví áđur. En svo er ţarna líka fullvaxinn karlmađur (eđa annađ er ekki ađ sjá svona af myndinni) sem ég kann engin deili á.

Getur veriđ ađ ţetta sé svona opiđ og frjálslegt samband?
Verđ ég ekki bara ađ hringja í hana Gunnu?
Eđa hvađ?
xxx
Fía litla


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar ţađ betur eđa verr!
Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband