Leita í fréttum mbl.is

Helvítis jólakortin!

Eitt af því sem mér leiðist alltaf alveg hrikalega að gera fyrir jólin er að skrifa jólakortin.

Einu sinni fannst mér það rosa gaman. Bjó alltaf til stemmningu í kringum þessa athöfn og fór í málið í tíma.
En nú er öldin önnur. Ég fárast við að skrifa þau á síðustu stundu. Geng svo um með samviskubitshnút í maganum vegna þess að ég óttast að viðtakendurinir fái ekki afhent fyrr en milli hátíða og skilji þá hvernig allt er í pottinn búið.

Svona er maður nú hégómlegur og lítil sál eftir allt saman.

Nema hvað..............
Svo er alltaf gaman að fá jólakort!

Reyndar eru jólakortin eitthvað sem ég vildi alls ekki vera án um jólin. Hjá okkur er sá háttur hafður á að snemma í desember strengjum við band á milli tveggja nagla a vegg inn á gangi. Svo þegar jólakortin fara að berast fara þau jafnóðum klemmast þau jafnóðum á snúruna með þvottaklemmum - sko án umslagsins.

Með þessu móti erum við að minnast þeirra sem við þekkjum allan desember en ekki bara á aðfangadagskvöld þegar allar móttökurásir í toppstykkinu eru lamaðar af ofáti og tilfinningadeyfð því ríkjandi ástand.

Svo eru til kort sem mann hlakkar alltaf til að fá.
Það er ekki síst kortið frá Huldu (810 hér á blogginu) og Hannesi. Í því er nefnilega alltaf frumsamin jólavísa á hverju ári.

En allt á sér margar hliðar í henni veröld og jólakortin eru engin undantekning.

Í gær kom hið árlega jólakort frá Gunnu stöng og co.
Gunna stöng var með mér í 11 ára bekk. Viðurnefnið fékk hún vegna þess hve mjóslegin hún var á þeim tíma. Þið sem ekki eruð komin af barnsaldri vitið kannski ekki að Gunna stöng er kærasta Stjána Bláa sem var daglegur gestur á þeim heimilum sem keyptu Moggann í gamla daga.

Við Gunna urðum miklar vinkonur þetta ár og höfum alltaf vitað af hinni síðan. Nú síðustu árin reyndar með títtnefndum jólakortum.

NEMA HVAÐ........ Á kortinu í ár er mynd af Gunnu og eiginmanninum, Unnari litla og Ragnheiði Helgu og dóttur hans frá því áður. En svo er þarna líka fullvaxinn karlmaður (eða annað er ekki að sjá svona af myndinni) sem ég kann engin deili á.

Getur verið að þetta sé svona opið og frjálslegt samband?
Verð ég ekki bara að hringja í hana Gunnu?
Eða hvað?
xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband