Færsluflokkur: Bloggar
5.3.2009 | 10:06
Hvergi svo aumt.....!
Mjóifjörður er svona einn af þessum stöðum á jarðarkúlunni sem bara mega ekki fara forgörðum.
Fyrir nokkrum árum vorum við systurnar á ferðalagi með familíurnar á Austurlandi.
Margt fallegt bar fyrir augu í þessum fegursta landsfjórðungi Íslands. En Mjóifjörður stal algerlega senunni.
Að koma keyrandi niður í Mjóafjörð gefur manni óljósa hugmynd um að lífið sé meira virði en maður kannski skilur.
Skrítnasta mómentið í ferða laginu varð líka í Mjóafirði.
Þar er gamall skóli/félagsheimili eða álíka. Í húsinu var þá kaffisala og túrista-information.
Það fyrsta sem náði athygli minni á upplýsingatöflunni í andyrinu á meðan ég beið þjónustu var auglýsing frá dreifingaraðila Herbalife í Mjóafirði.
Íbúatalan var þá öðru hvoru megin við 20 manns.
Tja það er hvergi svo aumt...........!
xxx
Fía litla
Mjóifjörður sambandslaus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.3.2009 | 21:10
Það segi ég alveg satt!
Ég vona svo sannarlega að ég fái að éta ofan í mig fjöldamörg ummæli mín um gagnsleysi Kirkjunnar.
Hér er að minnsta kosti viðleytni.
xxx
Fía litla
Biskupinn kominn á facebook | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2009 | 10:27
Kannski ekki alveg vonlaust lið.
Munið þið eftir fárinu sem skall á þegar hörundsdökk kona af erlendu bergi brotin skrýddist skautbúningnum íslenska á forsíðu Grapevine hérna um árið?
Menn supu hveljur. Spurningar um það hverjir mættu bera þjóðbúninga þjóðar, hverjir tilheyrðu þjóð og hvort yfirleitt væri ástæða til að eigna einum eða öðru eitt eða annað í þessu sambandi.
Núna um helgina vann pólsk stúlka titilinn Ungfrú Reykjavík.
Enn hef ég ekki heyrt neitt um það hvort það það þyki hæfa eða óhæfa. Hún gæti allt eins orðið Ungfrú Ísland eins og hver önnur enda komin í þann úrslitaflokk ekki satt. Þó gæti auðvitað allt orðið vitlaust ef til þess kæmi að senda ætti ´útlenging´ í Ungfrú Heim fyrir Íslands hönd. Það er ómögulegt að segja. (vona að hún vinni, það væri skemmtilegt að greina viðbrögðin).
Kannski segir enginn neitt vegna þess að landinn er þó ekki skyni skroppnari en svo að hann áttar sig á því að fegurðarkeppnir eru svo ómerkilegur pappír að það taki því ekki að velta upp umræðu á borð við þá sem skapaðist eins og áður segir í kjölfar þessarar umdeildu forsíðu Grapevine.
Kannski ekki alveg vonlaust lið
xxx
Fía litla
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2009 | 09:48
Reunion
Nú veit ég að ég er orðin hress.
Mig dreymdi nefnilega epískan draum í nótt. Þá meina ég svona nær samfellda framvindu, eiginlega alvöru söguþráð. það gerist ekki nema maður sé vel fyrir kallaður og sofi órofnum svefni í marga klukkutíma.
Hann fjallaði um væntanlegt bekkjarpartý sem minn ágæti 68 árgangur ætlar að hafa að hálfum mánuði liðnum.
Nema hvað að á föstudagsmorgni í draumnum er dinglað hjá mér og á tröppunum stendur einn af strákunum úr þessum hópi. Við, ég og vinkona mín sem var stundum Gígja og stundum Sædís bjóðum manninum inn.
Nú eru góð ráð dýr þar sem einn og hálfur sólarhringur er enn í partýið.
Föum í göngutúr segir Gígja/Sædís (fyndið þar sem Gígja og Sædís eru tvær ólíkar manneskjur í alvörunni en eftir að Sædís varð fullorðinn tók hún upp ættarnafn móður sinnar, nefnilega Gígja!).
Það reyndist vera mjög misráðið svona eftir á að hyggja því þessi bekkjarbróðir okkar sem við höfðum ekki hitt í mörg ár hafði þá svona rosalega mikla ástríðu fyrir altanitorum í bílum - sko eiginlega fettish bara. Þannig að hann veitti því mjög takmarkaða athygli hvaða hús í bænum væri elst og hvar þetta og hitt hefði gerst í gamla daga heldur reif upp húddin á hverjum þeim kyrrstæða bíl sem á vegi okkar varð.
Einhvern vegin komum við honum heim að lokum og þá tók við kvöldmatur. Ég eldaði og Gígja/Sædís lagði á borð. Þegar stórsteikin kom á borðið gerðist minn maður snúðugur, sagðist vera að bændum kominn í marga ættliði og æti ekki vini sína. Nautasteikin fór í ruslið og við borðum Cheerios.
Ok þá háttatími. Hann tók ekki annað í mál en að fá að vera til fóta hjá okkur þar sem hann saknaði svo hundsins síns sem hafði drepist þá fyrr í vikunni. Hérna var Gígja/Sædís orðin Gígja og staðurinn orðinn heimavistin á Flúðum enda deildum við Gígja rúmi þar í heilan vetur árið 1981-2.
Nema hvað, ef það er ekki orðið ljóst nú þegar að þetta var eins konar martröð þá verður mér litið í spegil á þessu augnabliki. Og sem ég reyni að útiloka snöktið í hunds-saknandi manninum sé ég að ég er komin með sítt hár og permanent aftur!
Draumnum líkur svo með því að við Gígja/Sædís erum sælar og ánægðar einhvern vegin búnar að eyða laugardeginum og erum á leið í hittinginn. Þá bara rétt si sona brestur maðurinn í grát og segist eiga okkur líf sitt að launa því konan hafi hent honum út sama dag og hundurinn drapst og nú treysti hann á að mega vera hjá okkur eitthvað frameftir vori þar sem hann sé líka nýlega orðinn atvinnulaus og eigi yfir höfði sér ákæru vegna ítrekaðra ósæmilegra athæfa á bílaverkstæðum.
Ætli það sé orðið og seint að hætta við þetta reunion?
xxx
Fía litla
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.2.2009 | 12:03
Andskotans viðbjóður er þetta!
Er ekki nóg á okkur Sunnlendinga lagt að hafa þorpsfíflið í Vestmannaeyjum á þingi í okkar nafni, Séra Gunnar ennþá á Selfossi og sjálfan Sýsla Sjálfstæðis í súperlögguleik í Árnessýslu?
Er farin í rúmið aftur.....
xxx
Fía litla
Davíð í framboð á Suðurlandi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.2.2009 | 10:16
Upprisin!
Er búin að vera alveg hrikalega lasin í marga daga.
Hélt reyndar að þegar maður er orðinn fjórirnúll ára þá fengi maður ekki lengur 40 stiga hita, ekki nema á dánarbeðinu kannski.
En það er víst misskilningur eins og svo margt annað.
Skelfilegt annars að detta svona út. Maður veit ekkert hvað er að gerast.
öllu verra þó að hafa ekki lært neitt. Það kemur alltaf skemmtilega í bakið á manni.
Allra verst er þó og til marks um það hvað ég hef verið framlág er að ég hef ekki prjónað eina einustu lykkju og ekki einu sinni opnað Tengdadótturina eftir Guðrúnu frá Lundi. Hana er ég nýbúin að finna í uppáhaldsbúðinni minni, Góða hirðinum. Var alveg spennt að finna stolnar stundir til að gleypa í mig þetta góðgæti. En svo bara hef ég ekki haft lyst á að gleypa eitt eða neitt nema þá helst hitalækkandi verkjatöflur.
En í dag fór ég á fætur með góð fyrirheit.
Sjáum til hvað verður úr þeim....
Er alla vega glöð og ánægð að vera upprisin og heyra að Árni Matt skuli ekki ætla fram í vor
Út með ruslið......
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.2.2009 | 09:37
Engin kreppa hjá mér!
Vinkonur eru betri en annað fólk!
Og ég er svo lánsöm að eiga fullt af þeim.
Um síðustu helgi var ég t.d. í fertugsafmæli hjá einni þeirra. Þar voru saman komnar um 40 frábærar konur. Það er alveg sérstök dínamík í svona samkomum. Kyrrstaða, bæði andleg og líkmleg er eiginlega ekki valmöguleiki eftir svona kvöldstund. Reyndar er afmælisbarnið sjálft með hressari konum. Maður bókstaflega lifnar við að vera nálægt henni.
Svo í gærkvöldi fékk ég 4 bekkjarsystur mínar í heimsókn. Einni datt í hug á dögunum að halda bekkjarpartý. Frábær hugmynd og bara frábærar konur. Ókey Sædís er auðvitað fáviti en............
Í kvöld eru það svo aðalskvísurnar úr 67 árganginum + ég. Dinner hjá Kolbrúnu og hver veit hvað. Þær eru gríðarlega kraftmiklar konur. Ólíkar, en allar miklir skörungar. Innspýting alltaf að hitta þær. Hlakka til!
Svo á ég frábærar frænkur sem ég hitti alltof sjaldan. Sumar eru stöllur mínar í aldri. Aðrar eru eldri og svo enn aðrar yngri. Því lengur sem ég lifi því vænna þykir mér um þær. Það eru svo mikil verðmæti í frænkum. Í sumar hittust til dæmis 162 frænkur mínar úr móðurætt og maður lifandi, salurinn bókstaflega titraði af jákvæðri og uppbyggilegri elsku og samhyggð. Stórkostlegt!
Svo á ég eina sem ég deita reglulega en aðeins of sjaldan reyndar í augnablikinu. Hún hlær meira og hærra en flestir aðrir. Sérkennilega fallega innréttuð kona. Sé þig á mánudaginn, Háma 12:30!
Ein er lítil og ljóshærð, með blá augu sem sjá inn í sálina á manni. Hana sé ég alveg hræðilega sjaldan orðið. Skiptir kannski engu því við þekkjumst svo vel að það fer enginn tími í upphitun þegar við hittumst.
Einni kynntist ég fyrir 22 árum þegar hún álpaðist í Gjánna með þeim ófyrirsjáanlegu afleiðingum að hún situr uppi með Hannes það sem eftir er vonandi. Hún er klettur í hafinu, haukur í horni og fræg fyrir það hversu þægilegt er að vera nálægt henni. Enda á hún ekki færri en 683 vinkonur - í það minnsta. Ómetanleg.
Svo síðast en ekki síst á ég eina systir og eina mömmu. Mamma veit að hún má alls ekki segja mér til eða skipta sér af neinu sem ég geri. En það er gott að hafa hana þarna innan seilingar og hún klikkar aldrei. Anna systir er hins vegar minn helsti ráðgjafi í einu og öðru. Sérstaklega þó þegar ég þarf að kaupa föt sem þarfnast mátunar í sokkabuxum og svo ekki síður ´ef það sé með tökkum´. Þegar vídeóbyltingin varð á 9. áratugnum fór hún á milli húsa í götunni og tengdi og stillti saman tæki og sjónvörp fyrir nágrannana. Í dag er hún úttaugaður leikskólakennari. Þetta er náttlega rugl!
Stöllur mínar, fegurstu þjóðfræðingar í heimi, eru svo líka verðandi vinkonur mínar.
Svo þið sjáið að það er engin kreppa hjá mér!
Elska ykkur allar.....
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.2.2009 | 11:28
Ég hlæ ekki lengur
Einu sinni hitti ég ungan mann í brúðkaupi. Hann var mjög fjálglega kjöftugur og skorti að því er virtist lítið upp á fullvissu um eigið ágæti. Allt í lagi með það.
Það sem hann vildi hins vegar ræða umfram annað við mig var mastersverkefnið sem hann var þá nýbyrjaður að vinna í mannfræði. Það átti að verða eins konar úttekt á því sem hann kallaði sjálfur ,,alls kyns kukl og nýaldarspeki,,. Um leið og hann lýsti þessu hugðarefni sínu baðaði hann út höndunum, glotti og ranghvolfdi í sér augunum. Það var held ég áreiðanlega til þess gert að ekki færi á milli mála að hann væri sko enginn vodopredikari.
Nei hann var merkilegur vísinda- og fræðimaður!
Samtalið varð bæði langt og áhugavert. Hvoru tveggja var það að hvers kyns kukl heillar mig mjög og svo hitt að viðhorf drengsins til viðfangsefnis síns fannst mér ákaflega sérstakt svo ekki sé meira sagt.
Hann sum sé var ákveðinn í að eyða tveimur árum að minnsta kosti af sínu lífi og á framfæri íslenska ríkisins að mestu leyti í það að rannsaka eitthvað sem hann gat ekki nógsamlega áréttað að honum finndist í alla staði fáránlegt og ætti tæpast tilverurétt yfirleitt.
How very postmodern eitthvað hugsaði ég þá.
Núna hugsa ég hins vegar æ meir í þá veru hversu hrikalega mótsagnarkennd lífsýn þessa unga manns er lífsýn þess fólks sem fer á fætur á morgnana staðráðið í því að láta gott af sér leiða þann daginn.
Kuklarar, ef ég nota bara orðfæri drengsins, eru nefnilega að mínu viti flestir hverjir sannkallað hugsjónafólk.
Alveg áreiðanlega misskilvirkt og hæfileikaríkt eins og aðferðafræði þess er örugglega líka.
Kuklarar eru eins og læknar voru áður en þeir fengu gæsluvaktarfrí og námsleyfi og næturvaktaálag og styrki frá lyfjafyrirtækjum og boð á ráðstefnur í útlöndum og.................
Kuklarar eru kannski pínulítið eins og kennarar.
Þeir vilja gera gagn!
Nei vitiði - einu sinni hló ég að kuklurum eins og Ragnheiði Ólafsdóttur árulesara og varaþingmanni Frjálslyndaflokksins. En ég hlæ ekki lengur.
Sjálf er ég nefnilega komin af landsfrægum kuklurum í föðruætt.
Þórunn grasakona/ljósmóðir og Erlingur grasalæknir auk kannski Ástu grasa eins og hún var oftast kölluð eru þekktust þeirra en grasafólk og ljósmæður eru í hópi áa minna og edda að minnsta kosti í 300 ár.
Engu þeirra náði ég að kynnast sjálf nem Ástu lítillega. Og henni var sko slétt sama þótt fólk fitjaði upp á nefið. Hún trúði því staðfastlega að hún væri að gera gagn og hélt því órtauð áfram þótt það hlægi að henni á stundum.
Skál i eplaediki!
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.2.2009 | 09:19
Sjokkerandi!
Var að leita að gamalli færslu í sérstökum tilgangi í gærkvöldi og þá áttað ég mig á því að ég kann alls ekki íslensku!
Ég vissi alveg að stafsetningunni er orðið ábótavant en ég bara kann alls ekki hitt og þetta í sambandi við rithátt samsettra orða og allt mögulegt - eða ég held það - veit það auðvitað ekki af því að ég kann ekki hvernig það á að vera með réttu :)!!??
Þetta er hræðilegt!
En eníveis - þá er alveg að detta í árið síðan ég hætti að drekka diet kók og þá um leið alla kóladrykki auk þess að ég innbyrði ekki lengur svo mikið sem tyggjó hvað þá heldur annað sem inniheldur gervisætu af nokkru tagi. (reyndar borðaði ég alveg fram á mitt sumar lacerol með cactus bragði - las ekki utan á og taldi mér sjálfsagt trú um að það væri alvöru sætt)
Það er skemmst frá því að segja að breytingin er ENGIN!
Jafn syfjuð alltaf
Jafn illa haldin af vöðvabólgu
Jafn mikil bjúgsöfnun þegar ég er þreytt eða borða eitthvað salt
Jafn þung - - - glætan! Ég er 5 kílóum þyngri!
Helvítis Djöfull!
Sem sagt, vona bara að þið séuð í jafn æsilega góðu glensi og ég í dag...........
xxx
Fía litla
E.S. Munaði engu að ég dytti í það um helgina. Húsvörðurinn í vinnunni hafði skilið eftir 3 diet kók í ískápnum.
Og já, mig langar ennþá geðveikislega í diet kók ......................
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2009 | 20:29
Hvað er málið með gamla kalla?
Ólafur Ragnar með uppsteit.
Davíð Oddsson í ævintýraheimi þar sem hann getur ekki dáið.
Jón Baldvin með mikilmennskubrjálæis-rugluna.
Og svo gamli kallinn í krakkabúknum (formaður Framsóknar) gufaður upp!
Hvað er málið?
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- 810
- leifurl
- latur
- hjolaferd
- birgitta
- katrinsnaeholm
- vefritid
- ragnarfreyr
- dofri
- halkatla
- svavaralfred
- kolgrima
- svala-svala
- helgafell
- bjarnihardar
- brell
- salkaforlag
- brjann
- gattin
- brandarar
- ebbaloa
- eddabjo
- kokkurinn
- gudmundurhelgi
- hallarut
- snjolfur
- disdis
- holmdish
- haddih
- kreppan
- jenfo
- larahanna
- lillagud
- loaloa
- rutlaskutla
- klarak
- vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar