Færsluflokkur: Bloggar
17.2.2009 | 11:43
Og þess vegna er ég vinstri maður!
Hin annars hundleiðinlega fræðigrein sagnfræði býr yfir einu stórskemmtilegu verkfæri.
Það er aðferðafræði sem kölluð hefur verið á íslensku Einsögulega aðferðin. Hún er að sjálfsögðu sprottin upp úr félags-sagnfræðinni sem er tilraun annars örmagna fræðasamfélags á sínum tíma til að færa örlítið líf og um leið vit í fræðin.
Einsögulega aðferðin gerir ráð fyrir að hægt sé að rýna í hið smá í því skyni að skilja stóra samhengið.
Þannig hafa með einsögulegum aðferðum annars nær ónýtanlegar en um leið stórmerkilegar heimildir verið teknar með í leikinn. Hér er ég að tala um dagbækur, sjálfsævisögur og fleiri slíkar heimildir einstaklinga sem jafnan hafa verið taldar ómerkilegar en eru nú einhver eftirsóttasti efniviður fræðimanna víða um heim.
Löngum hafa sagnfræðingar og ýmsir aðrir fræðimenn leitast við að skoða hlutina ofan frá. Standa uppi á pöllum og horfa yfir viðfangsefnin. Sú aðferð verður alltaf gangnleg á sinn hátt en niðurstöðurnar og framsetningin hafa tilhneigingu til að verða líflausar. Það vantar eitthvað!
Það sem vantar er hið persónulega sjónarhorn. Fólkið sjálft. Lífið eins og það bærist í hjörtunum.
(Að sjálfsögðu fjallar þjóðfræðin um nákvæmlega þetta, annars hefði ég ekki tollað)
En það er önnur saga, ég var að tala um einsöguna.
Með því að skoða - ja segjum lítið þorp í 40 ár í stað þess að skoða ríkið sem það er hluti af í þessi sömu 40 ár, nú eð aheiminn allan, má samkvæmt einsögulegu aðferðarfræðunum allt eins gera sér grein fyrir því hvernig stóra samhengið virkar og veltist.
Ég nýt þess kannski vafasama heiðurs að hafa öll þau 40 ár sem ég hef lifað búið meira og minna á sama stað, í Hveragerði. Fór í bæinn og einhverja mánuði í Búðardal auk tæps árs í Noregi en annars bara heima er best.
Samkvæmt ,,stóru,, fræðunum gerir þetta mig heimska í merkingunni heimaalin og fáfróð.
Samkvæmt einsögunni gerir það mig hins vegar að sérfræðingi.
Um 10 ára aldurinn fékk ég þvílíkan brennandi áhuga á því hvernig samfélaginu væri háttað og stjórnað. Ég átti mikið góðan og mjög svo pólitískan móðurafa sem var Marx-Lenínisti frá því hann vaknaði á morgnanna og þar til hann - ja - vaknaði á morgnanna líklega. Við hann reifst ég um pólitík frá sennilega 12 ára aldri. Hann missti sjónina og á sennilega 2 ára tímabili fór ég u.þ.b. einu sinni í viku til afa og ömmu eftir skóla og las fyrir hann Þjóðviljann. Það var nú ekki allt fallegt skal ég segja ykkur. Sennilega og örugglega beindi þetta mér þó í átt til vinstri.
En hvað um það. Á þessum sama tíma eða þegar ég var 13 ára fór ég að vinna fyrir mér eins og allt almennilegt fullorðið fólk. Bjó auðvitað heima hjá mér og allt það en var sem sagt í alvöru vinnu eins og margir krakkar á þessum tíma. Í þessari minni fyrstu vinnu kynntist ég manni sem mér lærðist með tímanum að þykja vænt um. Hann var mikill Sjálfstæðismaður allt til dauðadags. Blessi hann og allt það.
Á vinnustaðnum hitti hann oft aðra Sjálfstæðismenn til skrafs og ráðagerða. Auðvitað hitti hann aðra en þá en bæði reglulega og í tíma og ótíma ræddi þessi vinnuveitandi minn mislengi við kollega sína í pólitíkinni.
Ósjaldan mátti ég færa þeim kaffi og með því. Það vakti snemma furðu mína hvernig þessir menn töluðu um samfélagið sem ég vissi ekki betur en að ég og mínir deildu með þeim. Auðvitað var ég bara 13-15 ára en ég var ekki vitlausari þá en ég er núna og ég skildi það fljótlega að þeir töldu sig eiga eitt og annað og hafa rétt á einu og öðru sem ég hafði sem sagt haldið að við ættum öll saman.
Það er skemmst frá því að segja að alla þessa menn þekkti ég sjálf þá þegar eða síðar að einhverju leyti. Þeir voru meira eða minna Hvergerðingar. Þeir voru eins misjafnir og þeir voru margir auðvitað.
En eitt áttu þeir sameiginlegt á einhvern undarlegan hátt.
Það var eins og þeir ætluðust til þess að til þeirra væri sérstaklega tekið - þeir væru á einhvern hátt merkilegri en annað fólk!
Eftir því sem árin liðu og stúlkan stækkaði áttaði hún sig á því að nákvæmlega þetta er það sem hún ekki getur sætt sig við í hugmyndafræði og fari Sjálfstæðismanna á Íslandi almennt.
Það er þessi óljósa en þó svo yfirþyrmandi aðkenning að mikilmennskubrjálæði sem einkennir þessa hjörð.
Við erum betri en þið.
Við erum forréttindahópur.
Og þannig fæddist og mótaðist sú skoðun í mínum kolli sem ég mun deyja með, að það er jöfnuður í menningarlegu tilliti sem máli skiptir.
Efnahagslegur jöfnuður er draumsýn.
En við erum öll jöfn þar fyrir utan.
Þótt einhver geti borgað einhverjum fyrir að færa sér kaffi þá er sá ekki meiri maður fyrir vikið.
Um þetta snýst vinstri pólitíkin í mínum huga - um réttlæti og jöfnuð - því við erum öll jöfn þegar upp er staðið.
xxx
Fía litla
Bloggar | Breytt 27.2.2009 kl. 12:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2009 | 09:07
Mér er hlátur í hug, nei grátur...eeh...nei hlátur....ah ég veit ekki
Hvað ætli mannfýlan hann Dabbi Dubious sé búin að kosta íslenska þjóð margar ónýttar vinnustundir í gegnum tíðina?
Skelfing er annars vandræðalegt fyrir aumingja Geir hvað það er augljóst að hann á sig ekki sjálfur.
Að sjá manninn í þessari frétt gaspra um meint óheilindi Jóhönnu Sigurðardóttur sem er fræg fyrir hið gagnstæða og er einnig sá þingmaður sem mests trausts nýtur í landinu.
Hann sýndi meira að segja bæði svipbrigði og já svei mér þá - geðbrigði, aldrei slíku vant.
Það hefði líklega verið heillavænlegra fyrir Íslendinga ef Geir og félagar hefðu haft uppi slíka tilfinningasemi og réttlætiskennd þau 18 ár sem þeir sátu með þeim afleiðingum sem Jóhanna Sigurðardóttir rær nú lífróður við að leiðrétta.
Verði ykkur að góðu elskurnar
Með ósk um innantökur........
xxx
Fia litla
Davíð og dularfulla bréfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.2.2009 | 08:12
Nú verð ég örugglega bráðum mjó!
Var að fá tölvupóst þess efnis að í tilefni Forsetadagsins (President day) væri tilboð á megrunartei.
Fékk líka tilboð merkt Valentínusardeginum á dögunum.
Hvar endar þessi hamingja?
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2009 | 20:43
Ekki erfitt að finna eitthvað til að þakka fyrir.
Ekkert er eins ömurlegt og gamlir kallar!
Þeir sitja eins og geðfúlir hundar og bíða eftir því að kona færi þeim kaffi eða mat.
Þeir segja stöðugt frá því hvað þeir voru æðislegir í gamla daga.
Þeir segja konum hvernig þær eiga að vinna vinnuna sína.
Þeir halda að konur séu þakklátar fyrir allar ´leiðbeiningarnar´.
Þeim finnst smart að segja dónabrandara í afmælum fullorðinna dætra sinna.
Þeir halda að hjúkkur séu þjónustustúlkur og hórur.
Þeir halda í alvörunni að ungar konur hafi áhuga á að sofa hjá þeim.
Þeir kaupa konur þegar enginn vill þá öðruvísi.
Svo eru sumir hreinlega ekki hægt:
Þeir trúa því að þeir eigi störfin sem þeir gegna.
Þeir hóta endurkomu þegar þeir eru ekki annað en úreldingarmatur.
Einn gamall kallpungur kallaði hæstvirtan menntamálaráðherra og aðrar konur sem voga sér að vilja komast til áhrifa á Íslandi HLANDFRUSSUR. !!!!!!!!!!!!!!!!!
Já, gamlir kallar eru bara sorglega ömurlegir!
Takk kærlega góða guð fyrir það að ég skuli vera kvenkyns!
xxx
Fía litla
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2009 | 17:41
Bjössi byssó um meint leynimakk í Samfó
Æ það er von þar sem hann er vanur svo miklu gagnsæi úr sínum flokki - allt uppi á borðinu þar skiluru!
Afsakaðu fröken, eru ælupokar í boði í þessu flugi?
xxx
Fía litla
Segir þagnarmúr um formennsku í Samfylkingu rofinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.2.2009 | 09:34
Glöggt er gestsauga!
Já enn ein færslan með þessum titli - þetta er nefnilega svo satt!
það fór um mig að hlusta, og horfa reyndar líka, á Geir í þessu viðtali.
Afneitunin er svo svakaleg. Hvernig dettur fólki í hug að Sjálfstæðismenn séu í stakk búnir til að taka á vanda sem þeir í sínu sinnuleysis-algleymi neita að viðurkenna að sé til staðar?
Og tafsið og útúrsnúningarnir þegar hann var ítrekað spurður að því hvort það væri þá þannig að lærifaðir hans DO væri að ljúga því að hann hefði marg varað Geir persónulega við yfirvofandi falli bankana. Nú eða þá að hann hefði ekki tekið mark á þessum sama læriföður.
Neyðarlegt hreinlega að verða vitni að þessu.
En þetta viljið þið - 15 þúsund manns atvinnulausir, ónýtur gjaldmiðill, allar stofngreinar atvinnulífsins í raun meira og minna gjaldþrota og ríkissjóður tæknilega gjaldþrota.
Á meðan á þessu stendur eyða Sjálfstæðismenn tíma Alþingis í rifrildi og fíflagang um eitthvað sem skiptir engu í augnablikinu. Til dæmis um það hver fékk hvaða hugmynd hvenær?
Heima hjá mér heitir þetta að tala með rassgatinu.
Steingrímur eyðir líka dýrmætum tíma í þetta hvalveiðimál til einskis.
Auðvitað eigum við að veiða hval. Það er bæði skynsamlegt í efnahagslegu tilliti og eins menningarlegu.
Svo bara sitjum við litla fólkið heima hjá okkur og bíðum. Bíðum og bíðum eftir að eitthvað gott heyrist í næstu fréttum kannski.
Nei nei ekkert slíkt í boði þessa dagana. Í stað þess streyma inn á heimilin myndir af niðurlægðu Alþingi þjóðarinnar þar sem menn haga sér eins og klappstýrur í frekjukasti hægri vinstri.
Eftir stöndum við á sundurtættum nærhöldunum eins og svívirtar ungmeyjar á Þjóðhátíð...............og 30 prósent geta ekki beðið eftir næsta giggi, tilbúin að láta taka sig í þurrt rassgatið eina ferðina enn.
Verði ykkur af því
xxx
Fía litla
Geir: Biðst ekki afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2009 | 14:07
Loksins eitthvað jákvætt og heilbrigt!
Ég fagna þessari frétt!
Okkur ber skylda til þess hverju og einu að reyna að öðlast skilning á heildrænu samhengi náttúrunnar á meðan við tórum.
Að stíga skref í þá átt að auka upplýsingaskyldu hvað varðar umhverfismál og þannig auka mögulega þátt almennings í ákvarðanatöku um það eina sem einhverju máli skiptir í raun þegar upp er staðið er heilbrigð skynsemi.
Maðurinn er og verður aldrei annað en örlítill hluti að stóra samhenginu.
Náttúran er móðir alls og ber að virða sem slíka.
Jörðin okkar er fyrir okkur mannkyn hugsanlega aðeins legið í enn stærri móður sem er alheimurinn.
Við höfum ekkert leyfi til að framkvæma á henni óafturkræfa ófrjósemisaðgerð.
xxx
Fía litla
Árósasamningurinn verður fullgiltur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2009 | 11:49
Fyrir hvað stendur Bjarni Ben?
Veit það einhver?
Hann er þannig stjórnmálamaður að hann segir aldrei óumbeðinn skoðun sína á einu eða neinu.
Hann spilar sitt spil í öruggu skjóli ef svo má segja.
Hafið þið einhvern tíma heyrt hann viðra skoðanir sínar eða lífsgildi opinberlega?
Hann gerir það ekki vegna þess að hann þarf þess ekki.
Hann mun verða forsætisráðherra Íslands fyrr eða seinna hvort eð er.
Okkur skrílinn varðar ekki um skoðanir slíkra manna.
Þeirra forréttindi eru ofar borgaralegum réttindum.
Hann kemur voða vel fyrir - en maður fær það á tilfinninguna að ekki sé ætlast til að þessi maður sé spurður að neinu óþægilegu, engu sem gæti haggað hárinu á honum.
Enda hvað fær haggað hárinu á manni sem veit að sú leið sem hann kýs að fara mun verða sópuð af hirðsveinum og hlýðnum meyjum?
Halelúja!
xxx
Fía litla
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.2.2009 | 21:43
Að vera einhyrningur!
Mikið gaman skemmtilegt að vera alltaf eins og pylsusali á landsþingi grænmetisæta heima hjá sér!
Þannig er nefnilega að allir á heimilinu spila á hljóðfæri og hafa eyra fyrir tónanna list nema ég.
Við eigum eldgamalt Píanó með kráarsándi, nokkra gítara, 3 trommusett, tvær flautur, munnhörpu, tamborínur og hljómborð. Og allir geta spilað á þetta helv... drasl nema ég.
Svo er þetta pakk að bonda þvílíkt heilu kvöldin í eigin heimi inni í stofu eða herbergi á meðan ég sit bara eins og majonessletta frammi í sófa og prjóna - alein!
Geðveikt spennandi að vera ég.................
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.2.2009 | 10:34
Ég er ekki alveg sannfærð.
Vitiði það að ég er ekki alveg sannfærð um að það sé skollin á alvöru kreppa á Íslandi.
Já ég veit, það eru margir fátækir og það munu alveg skelfilega margir missa húsin sín á næstunni.
En munaðarvarningur selst ennþá nokkuð vel. Þá þykir mér hæpið að tala um alvöru kreppu.
Ef ég tek tvö dæmi þessu til staðfestingar:
Mig vantar sokkabuxur. Svona dálítið sérstakar sokkabuxur sem ég kaupi sjaldan en finnst ég verða að nota við ákveðin tækifæri. Þær kosta orðið um 3000 krónur. Því fór ég í verslun í gær í þeim tilgangi að kaupa einar slíkar. Þær voru búnar. Nú nú hugsaði ég, þær hafa ekki fengist keyptar vegna ástandsins. En þegar ég spurði fékk ég það svar að: Nei nei, þær eru bara svo vinsælar að ég misreiknaði mig með magnið. Kannski hefur þessi tiltekna verslun selt meira af þeim núna af því að einhverjar aðrar njóta ekki lengur viðskiptavildar í útlöndum. Veit það ekki.
Svo að öðru öllu ótrúlegra.
Þannig háttar til að tölvan mín er orðin fimm ára og er skemmst frá því að segja að ég bið í hljóði á hverjum degi að hún hrynji ekki endanlega þann daginn, svo léleg er hún orðin. Því fór ég að kaupa mér nýja í gær. Eða ég ætlaði að kaupa nýja. Þær eru nefnilega uppseldar en væntanlegar í næstu viku. Jæja ég kem þá, sagði ég og hugðist fara heim með það. Nei, þú verður að skrá þig á pöntunarlista hérna hjá mér til að vera viss um að fá eintak, var mér þá sagt.
Fyrir u.þ.b. 3 vikum komu nefnilega 40 vélar til landsins en þær voru allar fyrirfram pantaðar þannig að nú er orðinn til nýr pöntunarlisti sem telur orðið rúmlega 30 manns. Hann sagðist fá 60-70 vélar en það væri vissara fyrir mig að panta sum sé því eftirspurnin væri gríðarleg. Hún kostar alveg um 200.000 krónur þessi tiltekna vél sem ég á og ætla að endurnýja.
Er þetta alvöru kreppa?
Á hún ekki bara eftir að koma?
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- 810
- leifurl
- latur
- hjolaferd
- birgitta
- katrinsnaeholm
- vefritid
- ragnarfreyr
- dofri
- halkatla
- svavaralfred
- kolgrima
- svala-svala
- helgafell
- bjarnihardar
- brell
- salkaforlag
- brjann
- gattin
- brandarar
- ebbaloa
- eddabjo
- kokkurinn
- gudmundurhelgi
- hallarut
- snjolfur
- disdis
- holmdish
- haddih
- kreppan
- jenfo
- larahanna
- lillagud
- loaloa
- rutlaskutla
- klarak
- vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- Bráðabirgðalögbann á Trump
- Rússar segja ásakanir Breta óverjandi
- Sprenging við klúbbhús Bandidos
- Axel Rudakubana dæmdur til 52 ára
- Svakalega öflug lægð
- Loka starfsstöðvum í kjölfar stéttarfélagsaðildar
- Milei: Sakleysisleg handahreyfing
- Kalla eftir neyðaraðstoð fyrir íbúa
- Fasteignamógúll handtekinn vegna gruns um svik
- Fordæmalaust fárviðri sem gæti orðið sögulegt