Leita í fréttum mbl.is

Kannski ekki alveg vonlaust lið.

Munið þið eftir fárinu sem skall á þegar hörundsdökk kona af erlendu bergi brotin skrýddist skautbúningnum íslenska á forsíðu Grapevine hérna um árið?

Menn supu hveljur. Spurningar um það hverjir mættu bera þjóðbúninga þjóðar, hverjir tilheyrðu þjóð og hvort yfirleitt væri ástæða til að eigna einum eða öðru eitt eða annað í þessu sambandi.

Núna um helgina vann pólsk stúlka titilinn Ungfrú Reykjavík.
Enn hef ég ekki heyrt neitt um það hvort það það þyki hæfa eða óhæfa. Hún gæti allt eins orðið Ungfrú Ísland eins og hver önnur enda komin í þann úrslitaflokk ekki satt. Þó gæti auðvitað allt orðið vitlaust ef til þess kæmi að senda ætti ´útlenging´ í Ungfrú Heim fyrir Íslands hönd. Það er ómögulegt að segja. (vona að hún vinni, það væri skemmtilegt að greina viðbrögðin).

Kannski segir enginn neitt vegna þess að landinn er þó ekki skyni skroppnari en svo að hann áttar sig á því að fegurðarkeppnir eru svo ómerkilegur pappír að það taki því ekki að velta upp umræðu á borð við þá sem skapaðist eins og áður segir í kjölfar þessarar umdeildu forsíðu Grapevine.

Kannski ekki alveg vonlaust lið
xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 56271

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband