Leita í fréttum mbl.is

Reunion

Nú veit ég að ég er orðin hress.
Mig dreymdi nefnilega epískan draum í nótt. Þá meina ég svona nær samfellda framvindu, eiginlega alvöru söguþráð. það gerist ekki nema maður sé vel fyrir kallaður og sofi órofnum svefni í marga klukkutíma.

Hann fjallaði um væntanlegt bekkjarpartý sem minn ágæti 68 árgangur ætlar að hafa að hálfum mánuði liðnum.

Nema hvað að á föstudagsmorgni í draumnum er dinglað hjá mér og á tröppunum stendur einn af strákunum úr þessum hópi. Við, ég og vinkona mín sem var stundum Gígja og stundum Sædís bjóðum manninum inn.
Nú eru góð ráð dýr þar sem einn og hálfur sólarhringur er enn í partýið.
Föum í göngutúr segir Gígja/Sædís (fyndið þar sem Gígja og Sædís eru tvær ólíkar manneskjur í alvörunni en eftir að Sædís varð fullorðinn tók hún upp ættarnafn móður sinnar, nefnilega Gígja!).

Það reyndist vera mjög misráðið svona eftir á að hyggja því þessi bekkjarbróðir okkar sem við höfðum ekki hitt í mörg ár hafði þá svona rosalega mikla ástríðu fyrir altanitorum í bílum - sko eiginlega fettish bara. Þannig að hann veitti því mjög takmarkaða athygli hvaða hús í bænum væri elst og hvar þetta og hitt hefði gerst í gamla daga heldur reif upp húddin á hverjum þeim kyrrstæða bíl sem á vegi okkar varð.

Einhvern vegin komum við honum heim að lokum og þá tók við kvöldmatur. Ég eldaði og Gígja/Sædís lagði á borð. Þegar stórsteikin kom á borðið gerðist minn maður snúðugur, sagðist vera að bændum kominn í marga ættliði og æti ekki vini sína. Nautasteikin fór í ruslið og við borðum Cheerios.

Ok þá háttatími. Hann tók ekki annað í mál en að fá að vera til fóta hjá okkur þar sem hann saknaði svo hundsins síns sem hafði drepist þá fyrr í vikunni. Hérna var Gígja/Sædís orðin Gígja og staðurinn orðinn heimavistin á Flúðum enda deildum við Gígja rúmi þar í heilan vetur árið 1981-2.

Nema hvað, ef það er ekki orðið ljóst nú þegar að þetta var eins konar martröð þá verður mér litið í spegil á þessu augnabliki. Og sem ég reyni að útiloka snöktið í hunds-saknandi manninum sé ég að ég er komin með sítt hár og permanent aftur!

Draumnum líkur svo með því að við Gígja/Sædís erum sælar og ánægðar einhvern vegin búnar að eyða laugardeginum og erum á leið í hittinginn. Þá bara rétt si sona brestur maðurinn í grát og segist eiga okkur líf sitt að launa því konan hafi hent honum út sama dag og hundurinn drapst og nú treysti hann á að mega vera hjá okkur eitthvað frameftir vori þar sem hann sé líka nýlega orðinn atvinnulaus og eigi yfir höfði sér ákæru vegna ítrekaðra ósæmilegra athæfa á bílaverkstæðum.

Ætli það sé orðið og seint að hætta við þetta reunion?
xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Einfalt, einn mætir ekki af því að altinatorin í bílnum hans bilaði, það verður allt annað en Cheerios á boðstólnum og síðast en ekki síst þá vill enginn fara heim úr parýinu af því það er svo gaman.......

svo hverju er að kvíða fía mín

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 28.2.2009 kl. 11:24

2 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Já en Hulda mín, ég með sítt hár og permanent, veit þetta ekki á hamfarir?

Soffía Valdimarsdóttir, 28.2.2009 kl. 12:19

3 identicon

Sæl frænka góð,

þessi gjörsamlega súrrealíski draumur getur ekki annað en vitað á gott. Ég hef samt nettar áhyggjur af þér, ef það er eitthvað til í því að draumar séu nokkurskonar minnisúrvinnsla þá virðist ýmislegt undarlegt hafa gerst þarna í den:-) en kannski eru þetta eftirhreytur eftir veikindin, hvað varstu annars að taka inn í þessum veikindum?

Góða skemmtun á endurfundafagnaðinum!

Tóta frænka

Þórhildur Þórhallsdóttir (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 20:20

4 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Paratabs var það heillin - reyndar alveg á 6 tíma fresti í þrjá sólarhringa svo maður veit aldrei með heilaskemmdir eller lignende...............

Soffía Valdimarsdóttir, 2.3.2009 kl. 19:48

5 identicon

Múhahahhahah....er þig farið að dreyma mig dúlla mín

Það geta nú ekki verið leiðinlegir draumar...hahahha..annars held ég að á heildina litið þá verði þetta reunion lengi að leysast upp vegna gleði og síðasti gesturinn fer með vorinu (aumingja Gugga).

Síðan en ekki síst þá hefur þú þörf fyrir að djamma og mála bæinn rauðann með konu að nafni Sædís Gígja...og það rætist þann 14,mars

þannig að þessi draumur er fyrir skemmtilegu reunion....vonandi  

Annars verðum við að fara að hittast darling

Sædís/ (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 13:17

6 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Já við þurfum að hittast. Eiginlega hjá Guggu bara svo við getum planað það sem þarf að plana í leiðinni. Hulda þarf af fá gos og snakk og eitthvað.

Verðum í bandi.

Soffía Valdimarsdóttir, 5.3.2009 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband