Leita í fréttum mbl.is

Lán í óláni!

Mikið var ég glöð að heyra það þegar ég kom heim úr húsmæðraorlofinu mínu í Köben að hætt hefði verið við Bitruvirkjun. Takk fyrir það þið duglega fólk sem unnuð í því!

En ég er ekki eins glöð með að þetta mál geri samskipti Hveragerðis og Ölfuss hugsanlega stirðari. Ég hef lengi átt mér þann draum að þessi tvö sveitarfélög myndu ganga í eina sæng saman og hætta að þykjast vera aðskilin.

Sjálfri hefur mér alltaf svo lengi sem ég man eftir mér fundist þetta eitt og hið sama, Hveragerði og Ölfus enda rís Hveragerði í landi Ölfuss sé horft með gleraugum sögunnar. Hins vegar setur að mér ónot við tilhugsunina um að sameinast Árborg. Þá vil ég heldur verða Reykvíkingu - enda við hérna á þessum bæ farin að telja niður í grunnskólatútskrift yngsta fjölskyldumeðlimarins og meira að segja farin að skoða og bera saman hverfi í borginni.

Það var gott að vera barn í Hveragerði en ég veit satt að segja ekki hvert stefnir - við sjáum til...................


Hátíð í bæ

Í dag útskrifast frumburðurinn Valdimar úr FSu. (Til hamingju með það krakkakvikyndið mitt ef þú lest þetta)

Af því tilefni verður veisla fyrir venslafólk og velunnara í dag. Svo á morgun verður önnur veisla en þá koma vinir hans saman í bílskúrnum hjá okkur og ég ætla náðarsamlegast að grilla ofan í liðið. Veit ekki enn hvort ég þarf að vera með hauspoka á meðan ég ber kræsingarnar fram en alla vega hefur það verið gefið í skyn að nærveru okkar foreldranna sé ekki sérstaklega óskað að óþörfu. Skil það reyndar óþægilega vel. Gaman að því!

Þetta finnst mér meiri hátíð en jólin, páskarnir, hvítasunnan, skírnin og fermingin til samans!!!

Það ríkir sannkölluð hátíðarstemmning í mínu hjarta í dag. Þetta jafnast á við kosningar svei mér þá. Það var nefnilega siður heima hjá mér og móðurforeldrum mínum að á kosningadag klæddust allir sínu fínasta pússi og við borðuðum veislumat. Ef mig misminnir ekki þá var afi minn, Siggi Árna, mun fínni þennan dag en á jólunum. Þá var hann bara í jakkapeysu yfir skirtunni en á kosningadag fór hann ekki úr jakkafatajakkanum fyrr en á háttatíma.

Ég ætla að vera í sparikjólnum þangað til ég fer að sofa í kvöld.


Undskyld men hun er udviklingshemmed!

Almáttugur hvað það er gott að fara aðeins af klakanum og chilla bara í góðra vina hópi.

Það er svo gott að lesa ekki fréttir í nokkra daga og borða ekki á matmálstímum og tapa verðskyninu og sjá önnur form og liti, finna aðra lykt og síðast en ekki síst - tapa tímaskyninu.

Kaupmannahöfn er dásamlega borg. Það er svo mikil rómatík og afslappelsi í öllu einhvern vegin. Konur í Danmörku eru til dæmis næstum því fáránlega fallegar. Þær hafa svo mikið sjálfsöryggi í framkomu og klæðaburði sem einkennist af kæruleysislegri hentistefnu. Það er nú eitthvað annað að horfa á þær en einkennisklæddu 17-konurnar íslensku. Þið vitið þessar sem byrjuðu að versla í 17 daginn sem var opnað og hafa ekki náð sér síðan.

Best af öllu er þó að við Jónheiður vorum í svo góðum félagsskap og fengum að sjá svo margt sem túristar sjá ekki í venjulegri borgarferð. Kristjana Karla fór til dæmis með okkur í skólann sinn á ólymíuleika barna - sem hennar lið vann auðvitað.

Og leiðsögn Sólhildar var ekki af verri endanum. Hún er nú ekki í vandræðum með að skemmta skrattanum sú kona og ekki leiðist mér að taka þátt í því svo sem - en ég verð þó að segja að mér varð ekki um sel þegar hún tjáði sig vægast sagt frjálslega í strætónum einn daginn og spjallaði bæði hátt og mjög svo ábyrgðarlaust um udviklingshemmede - sem er by the way pólitískt rétthugsaðasta orðnotkun Dana þessi misserin yfir þá sem ekki þroskast á sama hátt og obbinn.

En maður er allur að jafna sig.

Ha´en rigtig god fornöjelse i dag uafhengigt om du er udviklingshemmed eller helt normal - eller helt gal

xxx
Fía litla


Hilsen skat!

Ja! Men nu reiser vi til Köbenhavn jeg og min yndlingsdatter (Jeg har kun en datter - yndlings og yndlings - noh du ved hvad jeg pröver at sige, ikke?)

De neste 5 dagerne skal vi i Tivoli og paa Ströget og maaske spise en pölse eller to hvis vi har lyst til. Hvis du savner oss for meget sa kan du godt blive helt rolig. Aftenshovet sender ud fra Raadhustorvet hver dag kl. 17. Det eneste du trenger at göre for at slukke kvalmen i dit hjerte er at sette deg ned og se paa Tv-en. Vi har nemlig bestemt at give dig et lille knus og klem hver dag kl. 17:30. Vær sikker paa at du ikke mister de to kjempe smukke pigerne í lilla lige ved siden af..............

Hilsen og ha det meget godt mens vi nyder livet i kongens Köbenhavn
hej hej

Mor og datter

E.S. Undskyld hvis den her hilsen ligner mere norsk en dansk. Jeg har ikke helt kommet tilbage ennu - men jeg mener at göre det en dag i fremtiden!


Ertu ljóska?

Bráðum - vonandi áður en ég fer að sofa í kvöld klárast þessi helv.......ritgerð um Hrafnkel Freysgoða. Akkúrat núna er ég að tapa geðheilsunni vegna þess að ég get ekki lært á tæki sem hafa fleiri enn einn takka.

Þess vegna kallar sonur minn mig ljósku.

Þetta finnst mér um ljóskur í dag:

´Ljóskur´ þurfa alls ekki að vera vitlausari en annað fólk. En þær eru það nú samt og eru langt í frá allar ljóshærðar og ekki einu sinni allar kvenkyns. Steriotýpan er samt kvenkyns.

Málið er bara að ljóska lúkkar vel, veit allt um flottustu trikkin í make-upi á hverjum tíma, kann að pakka inn gjöf á 2 mínútum, finnst karlmenn yfirleitt fyndnari en konur, er sátt við að láta karlmann mata sig á skoðunum, kýs eins og maðurinn sem hún sefur hjá í augnablikinu, heldur að opið hagkerfi þýði að það megi hafa búðir opnar á nóttunni, ruglar saman völdum og heilindum, finnst peningar meira sexý en bílasmurning, langar svo í krúttlega stelpu en finnst skarð í vör nægjanleg forsenda fyrir fóstureyðingu, skilur ekkert í rauðsokkum, veit upp á 10 að feministakellingar eru ljótar og kynsveltar, halda að allir feministar séu kvenkyns, halda að snyrtifræði og lyfjafræði sé voða svipað nám út af efnafræðinni, að fegurðarsamkeppni sé alvöru karríer og að öllum karlmönnum finnist mikilvægara að konur séu sætar heldur en að þær elski þá.

Þetta þarf ekkert að vera svona. Ljóskur geta alveg verið bráðgáfaðar inn við beinið og eru það margar. En það er bara svo asskoti tímafrekt að fara reglulega í brasilískt og fara á öll konukvöldin til að mæla út aðrar konur og leita að appelsínuhúð á þeim sem sést í gegnum fötin og soleiðis lagað mikilvægt stöff að þær hafa ekki tíma til að æfa sig í að hugsa heila hugsun til enda.


Í draumi sérhvers manns er fall hans falið..........

Ég er svo þreytt!

Mig dreymdi í nótt að ég væri að fara í flug og allt sem gat hugsanlega farið úrskeiðis gerði það eða eitthvað gaf í skyn að svo myndi fara. Ég bara nenni ekki að telja það allt upp.

Draumurinn endaði á því að ég sat inni á kontór hjá tveimur einkennisklæddum mönnum sem sneru baki í mig og töluðu eitthvað í hálfum hljóðum en samt þó nógu hátt til að þeir yfirgnæfðu tikkið í klukkunni svo ég gat ekki fylgst með tímanum líða.

Á meðan á þessu stóð drakk ég einhvern slatta af diet kóki og þurfti svo að kaupa meira þegar ég slapp frá köllunum sem varða að lokum til þess að ég gleymdi mér og missti af vélinni.

Ég held ég þurfi hjálp - ég er ekki að grínast!


Gungur!

Mér finnst satt að segja stórmerkilegt að fá ekki komment á síðustu færslu hér fyrir neðan. Þetta er nú svona alveg á mörkunum - í það minnsta dálítið ögrandi myndi ég segja svona í restina. En Það komu 69 ID inná í gær og bara 1 múkk!

Að sjálfsögðu er ég ekki að segja að kjósendur Sjálfstæðisflokksins SÉU fávitar en hvað á maður að halda.............?

Það er tvennt í stöðunni:

Annað hvort á fólk ekki orð yfir það hvað þessi kona er klikkuð og finnst ekki orðum eyðandi á hana

eða

það hefur einhverja skoðun sem það þorir ekki að viðra

Hvort heldur sem er skemmti ég mér konunglega hérna megin við skjáinn - það er alltaf gaman að hræra í skítnum!


Eru kjósendur Sjálfstæðisflokksins fávitar?

Við kjósum á 4 ára fresti fólk til að gæta hagsmuna okkar en það gerir svo eitthvað allt annað. Hagsmunir stórfyrirtækja á borð við bankana eru rétthárri en barnafjölskyldna til að mynda hjá þessu fólki sem hefur stjórnað landinu mínu undanfarið.

Bankarnir með Kaupþing í fararbroddi eru búnir að fara um fjármálamarkaði heimsins með þvílíku offari og græðgisbáli að íslenska þjóðin og hagkerfið hefurfengið óorð á sig sem seint mun vaskast af að fullu. Ég þakka guði fyrir að vera ekki að vinna hjá þessu skítafyrirtæki lengur - fyrr vildi ég vera atvinnulaus!

Lausafjárkreppa á heimsmarkaði er ekki það versta í stöðunni fyrir okkur smælingjana núna. Það sem er verst eru vextirnir á þeim lánum sem við höfum tekið nú þegar og svo auðvitað gengið. Hverjum er sú afarstaða að kenna?

Ég held að það sé helst við bankana að sakast. Umsvif þeirra og gjaldeyriskaup felldu krónuna - og þá sem leyfðu þessu að gerast - og nú logar allt.

Sami flokkurinn er búin að vera við stjórn hátt á annan áratug á meðan á öllu þessu hefur gengið. Nú sitja þessir dónar og klóra sér í hausnum og biðja okkur -smælingjana - að opna buddurnar til að bjarga bönkunum.

Hver á að bjarga mér og þér á meðan Sjálfstæðisflokkurinn kaupir sig inn í ríkistjórn eitt kjörtímabilið enn?

Hvað þarf eiginlega að gerast til þess að fólk átti sig á að það er eitthvað bogið við stjórnunarhætti Sjálfstæðisflokksins? Ætlum við kannski bara að bíða eftir því að heilbrigðisþjónustan verði seld undan okkur til einhverra fárra sem hafa aðstöðu til að græða á því? Og hvað þá? Á þá að sjá eftir öllu saman - þegar það er orðið of seint?

Ég skil þetta ekki!!!!!!

Ég skil ekki af hverju sama prósentutalan nánast í hverjum einustu kosningum kýs Sjálfstæðisflokkinn. Þetta er ekki eðlilegt! Minnir á hjarðhugsun af versta tagi. Mannskepnan er að vísu félagsvera en hjarðlifnaður er bara búið mál í þessum heimshluta.

Af hverju hugsar fólk ekki fyrir sig sjálft? Ef fleiri gerðu það myndu atkvæði skiptast mun jafnara á milli framboða - nokkurn vegin sama hvaða flokkar væru í boði. Á endanum yrðu bara tvær fylkingar, mestalagi þrjár sem gerir allt einfaldara og skilvirkara.

Eina skýringin sem ég hef á takteinunum núna er sú að fylgjendur Sjálfstæðisflokksins séu bara hreinlega þynnri þrettándi vitsmunalega en annað fólk!

Hana - þá er ég búin að segja það!


Ég er mamma mín!

Manstu þegar þú varst unglingur og mamma þín var í stuði?

Ég man það eins og gerst hefði í gær þegar mamma brast í söng með útvarpinu eða yfir pottunum og söng í sleifina kannski eða dillaði sér framan í mig. Þetta var hrikalegt!

Haldiði ekki að ég sé orðin mamma mín!!

Jú jú. Það er nefnilega þannig að miðlungurinn minn fer alveg á taugum þegar ég er í verstu köstunum. Ég má alveg reyta af mér brandarana og rífa kjaft við sjónvarpið - en að vera í stuði - nei þá fer hann alveg ´ikerfi.

Þetta er nýtt fyrir mér því sá elsti var ekkert að stressa sig yfir mér eða yfirleitt. En það er nú ekki aldeilis endalaust. Miðlungurinn sem sagt alveg við hliðina á sér út af mömmu sinni og örverpið að hita sig upp í það sama.

Þett´er geðveikt skemmtilegt!!!!!!!!!!!!!

Núna er ég alltaf í stuði meira og minna allan sólarhringinn - það er að segja þegar ég get vegna hláturskrampa.

Adíós amígós
Er´ekki allir í stuði?!


Ég vil fá póstinn minn!!!

Við í Hveragerði þurfum að sækja póst á afgreiðslustöðina sem búið að greiða fyrir heimsendingu á. Þetta eru ekki margar krónur á ári per. neytanda í landinu sem svona eru sviknar út en það er ekki það sem skiptir máli. Það sem skiptir hins vegar höfuðmáli er að standa vörð um réttindi sín á hverjum tíma.

Í gær talaði ég því við afar kurteisa konu á Selfossi. Hún er yfirmaður dreifingar á mínu svæði skilst mér. Það eina sem ég vildi fá skýrt og HEIÐARLEGT svar við var það hvort svo væri í pottinn búið að það væri búið að greiða fyrir póstinn heim að húsdyrum sem ég þyrfti svo að sækja sjálf á pósthúsið. Já eða nei!

Ekki gat hún orðið við þessu konuskinnið heldur reyndi að snúa kurteisilega út úr fyrir mér. Svo benti hún mér á að hringja í þjónustustjóra Íslandspósts. Það hafði ég reyndar reynt áður en ég hringdi á Selfoss en stúlkan á símanum vissi ekki hver gengdi þeirri stöðu.

Nú hringdi ég fjórum sinnum til viðbótar í Lilju - en sú á Selfossi reyndist vita nafn þess ágæta starfsmanns - sem ég hef reyndar aldrei talað við því svörin voru:

Ah - hún er reyndar aðeins upptekin
Ah, öh hún er upptekin í augnablikinu
Heyrðu ég held hún hafi aðeins skroppið frá
Já, nei hún er bara aðeins upptekin núna
Og svo að lokum þegar ég hafði tjáð undrun mína yfir önnum þessa mikilvæga starfsmanns sem starfsmenn á þjónustuborði virtust ekki þekkja betur til en svo að ég var send á Selfoss í upphafi:

Já nei heyrðu - hún tekur ekki símann í dag!!!

Það var nefnilega það - 5 símtölum síðar allt í allt kemur þetta - og má ég nefna það svona til skemmtunar að það var sama manneskjan á skiptiborðinu sem svaraði mér í öll skiptin þannig að ekki var nýr og nýr starfsmaður skýringin á því að ég var látin hringja öll þessi símtöl í manneskju sem ætlaði sér ekki að tala við mig!

Ég hef frekar lítið toleranse fyrir svona fávitagangi þannig að nú geri ég bara það sem ég lærði heima hjá mér: Tala bara strax við kónginn! Þess vegna sendi ég þetta bréf í dag, hvort það virkar eða ekki er aukaatriði - það er prinsippið sem skiptir máli:

Ágæti Talsmaður neytenda

Mig langar að benda á að Íslandspóstur rukkar sama gjald fyrir sendingar á rúmfrekum bréfum hvort sem sent er til byggðarlaga þar sem slíkar sendingar eru keyrðar heim eða ekki. Það þýðir að sá sem greiðir hefur í öllum tilfellum greitt fyrir tiltekna þjónustu sem er svo bara veitt á ákveðnum stöðum. Þannig er jafnræðisréttur brotinn á sendanda. Þau svæði þar sem ekki er boðið upp á heimkeyrslu rúmfrekra bréfa (eða á póstsendingum yfirleitt) fá þá í raun ekki þá þjónustu sem búið er að greiða fyrir. Svo til að bæta gráu ofan á svart auglýsir fyrirtækið þessa þjónustu grimmt í sjónvarpi og víðar sem er svo ekki innt af hendi nema því henti það. Það getur ekki staðist lög að rukka fyrir auglýsta þjónustu sem er svo vísvitandi og með skipulöguðum hætti ekki innt af hendi.

Bestu kveðjur með von um viðbrögð
Soffía Valdimarsdóttir


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband