Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
5.3.2009 | 10:06
Hvergi svo aumt.....!
Mjóifjörður er svona einn af þessum stöðum á jarðarkúlunni sem bara mega ekki fara forgörðum.
Fyrir nokkrum árum vorum við systurnar á ferðalagi með familíurnar á Austurlandi.
Margt fallegt bar fyrir augu í þessum fegursta landsfjórðungi Íslands. En Mjóifjörður stal algerlega senunni.
Að koma keyrandi niður í Mjóafjörð gefur manni óljósa hugmynd um að lífið sé meira virði en maður kannski skilur.
Skrítnasta mómentið í ferða laginu varð líka í Mjóafirði.
Þar er gamall skóli/félagsheimili eða álíka. Í húsinu var þá kaffisala og túrista-information.
Það fyrsta sem náði athygli minni á upplýsingatöflunni í andyrinu á meðan ég beið þjónustu var auglýsing frá dreifingaraðila Herbalife í Mjóafirði.
Íbúatalan var þá öðru hvoru megin við 20 manns.
Tja það er hvergi svo aumt...........!
xxx
Fía litla
Mjóifjörður sambandslaus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.3.2009 | 21:10
Það segi ég alveg satt!
Ég vona svo sannarlega að ég fái að éta ofan í mig fjöldamörg ummæli mín um gagnsleysi Kirkjunnar.
Hér er að minnsta kosti viðleytni.
xxx
Fía litla
Biskupinn kominn á facebook | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2009 | 10:27
Kannski ekki alveg vonlaust lið.
Munið þið eftir fárinu sem skall á þegar hörundsdökk kona af erlendu bergi brotin skrýddist skautbúningnum íslenska á forsíðu Grapevine hérna um árið?
Menn supu hveljur. Spurningar um það hverjir mættu bera þjóðbúninga þjóðar, hverjir tilheyrðu þjóð og hvort yfirleitt væri ástæða til að eigna einum eða öðru eitt eða annað í þessu sambandi.
Núna um helgina vann pólsk stúlka titilinn Ungfrú Reykjavík.
Enn hef ég ekki heyrt neitt um það hvort það það þyki hæfa eða óhæfa. Hún gæti allt eins orðið Ungfrú Ísland eins og hver önnur enda komin í þann úrslitaflokk ekki satt. Þó gæti auðvitað allt orðið vitlaust ef til þess kæmi að senda ætti ´útlenging´ í Ungfrú Heim fyrir Íslands hönd. Það er ómögulegt að segja. (vona að hún vinni, það væri skemmtilegt að greina viðbrögðin).
Kannski segir enginn neitt vegna þess að landinn er þó ekki skyni skroppnari en svo að hann áttar sig á því að fegurðarkeppnir eru svo ómerkilegur pappír að það taki því ekki að velta upp umræðu á borð við þá sem skapaðist eins og áður segir í kjölfar þessarar umdeildu forsíðu Grapevine.
Kannski ekki alveg vonlaust lið
xxx
Fía litla
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- 810
- leifurl
- latur
- hjolaferd
- birgitta
- katrinsnaeholm
- vefritid
- ragnarfreyr
- dofri
- halkatla
- svavaralfred
- kolgrima
- svala-svala
- helgafell
- bjarnihardar
- brell
- salkaforlag
- brjann
- gattin
- brandarar
- ebbaloa
- eddabjo
- kokkurinn
- gudmundurhelgi
- hallarut
- snjolfur
- disdis
- holmdish
- haddih
- kreppan
- jenfo
- larahanna
- lillagud
- loaloa
- rutlaskutla
- klarak
- vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar