Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Sunnudagshugvekja!

Aaaarg og gaaaarg!
Brjóta, bíta, rífa, slíta, tæta, berja, lemja, drepa!

það er einhver púki innan í mér sem ekkert fær sefað!
það er alveg sama hvað ég borða mikið eða sef lengi, hann er aldrei fullnægður.
Brennivín og tóbak gerir ekkert fyrir hann og áhættusækinn er hann ekki nema síður sé.
Það hefur ekki einu sinni hvarflað að honum að reyna að slökkva bálið með köllum, hvað þá heldur hefur hann ánetjast líkamsrækt af nokkru tagi.

Í eina tíð dugði súkkulaði undantekningarlaust til að hemja skepnuna. En það er löngu liðinn tíð. Nú vill hún ekki súkkulaði nema það sé alvörustöff.

Það var hins vegar eitt sem aldrei klikkaði.
Það var Diet-coke

Fyrir einu ári hætti ég hins vegar að drekka það og innbyrða allt sem innniheldur gervisætu af nokkru tagi yfirleitt. Um leið hætti ég alveg að drekka alla kóladrykki því mér finnst sætt kók og pepsí ógeðslega vont.
Hélt að kaffi kæmi í staðinn.
Það var misskilningur. það er ekki nema tíundi hver kaffibolli drekkandi. Svo verður manni bara illt í maganum af svörtu kaffi.
Það kemur ekkert í staðinn fyrir diet-coke!!!
Og ég er að missa vitið!

Ég ætla aldrei aftur að blogga um þetta helvítis helvíti.............
Ykkur er líka drullusama - af hverju ætti ykkur ekki að vera drullusama?!
það er ég sem er geðveik með holu í sálinni...........
xxx
Fía litla


Er ekki tími til kominn að sulta?

Vitiði, ég á svo mörgum góðum konum svo margt að þakka að ég held ég verði bara bráðum að fara að sulta!

Þetta eru konur af öllum stærðum og gerðum. Ein lánaði mér glósurnar sínar úr norrænni trú. Önnur lánaði mér teiknimyndasögur um goðin og helstu goðsögurnar. Ein ætlar með mér á námskeið í Aarhus-háskóla í sumar. Ein er sérlegur tískuráðgjafi minn. Ein lætur mér líða vel á mánudagskvöldum kl. 9. Og ein gefur mér alltaf meira af sér en ég borga henni fyrir.

Chilisulta held ég það verði. Hún bræðir hjörtu og gleður munna skilst mér. Ekki það að ég viti það enda hef ég aldrei lært að borða sultu. Ég fæ hreinlega hroll við tilhugsunina um að skemma fullkomið ristað-brauð með sykri.

En það er bara svo gaman að búa til sultur og að ég tali nú ekki um að gefa þær.

Ef ég væri kall væri ég grenjandi á hverju kvöldi yfir því dauðans óréttlæti að fá ekki að fæðast kvenkyns!
Hvaða kall myndi til dæmis gefa öðrum kalli sultu í þakklætisskyni fyrir það eitt að vera til?
Enginn held ég bara.
Kallar vita ekki hvað þeir fara á mis við á hverjum einasta degi.
Og það eina sem þeir fá í staðinn er typpi og hærri laun.

Nei má ég þá heldur vera typpislaus kona allan daginn alla daga og gefa vinkonum mínum sultukrukkur með borða þegar mig langar til.
xxx
Fía litla


Bölvaðar íþróttirnar!

Hann Gissur bróðir hennar Ömmu Fíu er 100 ára í dag.

Í Moggaspjalli af því tilefni segir hann að galdurinn felist í hóflegri leti og því að hann hafi aldrei stundað erfiðar íþróttir.

Hann hefur reyndar alla tíð verið mjög virkur. Hann hefur mikið stundað þýðingarstörf og fylgist vel með þjóðmálum jafnt sem heimsmálunum. Svo hjólar hann daglega á þrekhjóli sér til heilsubótar.

Þetta er sennilega málið bara. Vera latur og sleppa öllum íþróttum meira og minna. Hef reyndar alltaf sagt þetta með bölvaðar íþróttirnar. Þær eru varasamar. Ég meina hverjum dettur í hug til dæmis að fara á skíði í Bláfjöllum þegar þar er heil að-/frárein ætluð sjúkrabílum sem alls ekki má teppa. Hvers lags vitleysisgangur er það að stunda svona sprikl.

Nei ég ætla að hafa þetta eins og Gissur frændi, liggja í leti og aldrei aldrei stunda erfiðar íþróttir.

Lifið heil

zzzzzzzzz Fía litla


Hvað ætli þurfi til?


Kannski að nauðga biskupsfrúnni í beinni útsendingu á RÚV á sjálfan jóladaginn?

Fjandann veit ég
xxx
Fía litla


mbl.is Sóknarprestur sýknaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Oft ratast kjöftugum.......

Nú sagði formaður Framóknarflokksins nákvæmlega það sem við hugsum svo mörg en færri þora að segja.

Samfylkingunni er ekki treystandi!

Að hún sé loftbóla er hins vegar ekki rétt. Þær springa jafnan og hætta þannig að vera til. Samfylkingin mun vissulega springa fyrr eða síðar en hún mun ekki hætta að vera til. Hún hefur verið til lengi og heitið ýmsum nöfnum. Það mun hún gera áfram.

En satt og rétt sagði karlinn þegar hann sagði VG heiðarlegri og traustari í viðræðum en sósíal-demókratana í Samfylkingunni sem annað hvort skilja ekki muninn á hugmyndafræði félagshyggju og frjálshyggju eða þykjast ekki skilja hann. Í öllu falli má vart á milli sjá hvoru megin mannskapurinn hallar sér að kveldi.

Einstaka fólk innan flokksins er vissulega traust.
Jóhanna Sigurðardóttir fer það fremst. Ég myndi treysta henni fyrir börnunum mínum any time!
Össur Skarphéðinsson er líka traustur. Ég sé það í augunum á honum. Í honum býr eldur sem hann á erfit með að hemja stundum. Það líkar mér vel í fari fólks. Það er lifandi. Sumum finnst hann hlægilegur, mér finnst hann mannlegur.
Björgvin G. er líka traustur en hann er svolítið naív. Atburðir undanfarinna missera munu þó herða hann. Ég spái því að hann verði í forsvari jafnaðarstefnumanna á Íslandi innan fárra ára.

Lúðvík Bergvinsson, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Árni Páll, Ingibjörg Sólrún eru hins vegar mannskapur sem ég treysti alls ekki. Þau eru ólík en deila þeim eiginleika að vera óútreiknanleg, annað hvort í stefnufestu sinni eða stefnuleysi. Almannahagsmunir koma þar hvergi við sögu nema síður sé.

Famsóknarkúturinn kann svo sannarlega að trilla fram dúllur við öll tækifæri.
Nú þyrfti bara einhver að kenna honum að prjóna fullorðins.
xxx
Fía litla


mbl.is Samfylkingin „loftbóluflokkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á bara ekki lengur við!

Eftir því sem tíminn líður finnst mér ESB umræðan hlægilegri.

Ég hef ekki hundsvit á evrópumálum - veit ekki einu sinni hvort mér finnst æskilegt að sækja um aðild eða ekki.
En satt best að segja á ég ekki orð yfir vitleysuna í Samfylkingarfólki í þessum efnum.

Hvernig væri að þegja í augnablik og hugsa?!
Þá myndi fólk átta sig á því að ESB aðild eða aðildarviðræður eru ekki einu sinni valmöguleiki í núverandi stöðu.
Evrópa vill ekki sjá okkur bláfátæka klúbbmeðlimi í félagi útnára-betlara.

Ölfusið hefur heldur aldrei viljað okkur Hvergerðinga af þeirri einföldu ástæðu að það er efnahagslega margfalt stærra en við. Sögulega og menningarlega erum við eitt í rauninni en svona gera þau sig kaupin á Eyrinni.
Engir peningar - ekkert nammi!

Ferlega getur fólk verið þaulsetið í eigin vitleysisgangi
Égmeinaða

Snúa sér að því að taka til heim hjá sér takk og hætta að þrugla um þetta ESB rugl í bili !
xxx
Fía litla


Nýtum það sem til fellur

Nú ku Bretar vera að drepa sig á áfengisdrykkju sem aldrei fyrr.

Ekkert ánægjulegt við það nema síður sé en engu að síður eitthvað sem við ættum að staldra við og skoða svolítið nánar.

Því setjum við ekki aukið fjármagn í meðferðarbatteríið okkar, sem er víst með þeim betri í heiminum, og bjóðum Bretum að kaupa af okkur þessa þjónustu? 

xxx

Fía litla


Fallið á Silfrið?

Nokkrar punktar úr Silfri gærdagsins:

ESB er orðið að þráhyggju Samfylkingarinnar. Virðist ekki vera í deiglunni neins staðar annars staðar !

VG og Framsókn náðu einkennilega vel saman á köflum - tilhugalíf kannski ?

Egill greip síst fram í fyrir Bjarna Ben !

Bjarni Ben sagði í raun ekkert !

Árni Páll komst varla gegnum einstaka heila setningu fyrir Agli !

Egill er greinilega svekktur út í Samfó og á erfitt með að leyna því !

Mikið skil ég hann vel !
xxx
Fía litla


Þetta er ást!

Mitt ástkæri 68 árgangur hittist í gær.

Ég ætla ekki að reyna að lýsa því hvað það var brjálæðislega skemmtilegt hjá okkur.
Þessir krakkar eru hvert öðru gjörvilegri og vörpulegri á velli, ljóngáfuð og einstaklega fögur jafnt að innan sem utan. Makarnir voru svo sem ekki síðri en það bókstaflega ljómaði af fólki þetta kvöld.

Það er alveg sérstök tilfinning að tilheyra hópi.
Þá meina ég ekki að upfylla skilyrði eins og háralit eða starfsheiti heldur virkilega að vera hluti af heild sem er svo simbósísk að hjörtun slá í takt og augnatillitið eitt dugir til tjáskipta.
Dásamlegt að vera innan um fólk sem maður þarf ekki að setja sig í neinar stellingar gagnvart.
Allir þekkja alla og allir gera ráð fyrir að þú sért sama himpagimpið og þú hefur alltaf verið.

Takk fyrir kvöldið þið öll og takk fyrir mig og mína Gugga mín og Hulda.
Þið eruð bara flottastar!

Þeir sem ekki sáu sér fært að mæta þrátt fyrir nærri 5 vikna tilvist þeirrar hugmyndar að hittast þetta tiltekna kvöld gerðu einfaldlega SVAÐALEG MISTÖK að plana sig ekki með öðrum hætti.
Slagkrafturinn sem maður tekur með sér heim úr svona samkvæmi sérdeilis fullkomlega ókeypis er þvílíkt frjómagn að það er nánast óskiljanlegt að láta tækifærið framhjá sér fara.

Elska ykkur öll, líka ykkur sem mættuð ekki.
xxx
Fía litla


Sterkar konur

Í gær hitti ég konu sem hratt af stað miklum vangaveltum um sterkar konur.

Hún er vel roskin. Ber sig vel. Fer flestar sínar ferðir fótgangandi en á þó nýlegan bíl sem hún skellti sér á fyrir einhverjum árum. Henni fannst svona betra að hafa hann innan seilingar ef á þyrfti að halda. Þá hafði hún ekki löngu áður keypt sér nýja íbúð. Það fannst henni skynsamlegt þar sem erfitt og dýrt væri að standa í viðhaldi á því gamla.
Hún er sjálfstæð og sterk kona.

Þessi kona losnaði við eiginmann sinn og barnsföður fyrir rúmum 20 árum.
Já ég segi losnaði við, því hann var svo sannarlega mikið ok á hennar herðum.
Hann var auðvitað blautari en æskilegt er.
Stundaði landasuðu af kappi i bílskúrnum.
Sinnti börnunum aldrei nokkurn skapaðan hlut enda það kvenmannsverk að hans mati.
Hann var illur í skapi og beitti andlegu ofbeldi óspart á sína fjölskyldu.
Nú og svo hélt hann auðvitað grimmt framhjá eða eins oft og mikið og hann mögulega fékk tækifæri til.

Árin liðu í hjónabandssælunni og konan fékk á sig það orð að hún væri slæm á taugum.

Allir vissu hvers lags ólíkindatól kallinn var en hann mætti í sína vinnu og þar með var hans aðkoma í lagi.
Hún var hins vegar eins og ég sagði, slæm á taugum, eitthvað vansæl - kannski þunglynd.

Hlutskipti þessara hjónakorna í lífinu hefur snúist við svo ekki sé meira sagt.
Hann er ennþá fyllibytta, ennþá andfélagslega þenkjandi ofbeldisseggur sem flestum stendur stuggur af og vilja sem sjáldnast hafa nálægt sér. Börnin hans tala helst aldri við hann og afabörnin eru honum næsta ókunnug.
Hún er hins vegar frjáls manneskja.
Hún vinnur sína vinnu fyrir lítil laun sem henni duga þó vel fyrir öllum hennar þörfum.
Hún hefur stjórn á sínu lífi, stundar áhugamál sín af ástríðu, fjármálin eru í jafnvægi og hún á góð samskipti við börnin sín og þeirra fjölskyldur.

Það er allt fullt af svona konum í kringum okkur.
Þetta eru konur sem kunna að fara með.
Þær sníða sér stakk eftir vexti.

Sterkar konur eru nefnilega ekki bara bókmenntaminni úr fornum sögum.
Þær eru staðreynd á Íslandi í dag.

Við hefðum kannski átt að fara af stað með kvennaframboð?
xxx
Fía litla


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 56218

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband