Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Jiiii !

Ég er alveg að gleyma mér hérna í ruglinu!

Hefði átt að vera löngu búin að segja ykkur að á morgun opnar ný sýning í Listasafni Árnesinga. Hún heitir skart og skipulag. Viðfangsefnið er skartgripahönnun og svo hönnunarkeppni um nýjan miðbæ Í Hveragerði.

Bara spennandi og allir velkomnir!
xxx
Fía litla


Jæja!

Búin að lesa Moggann og nei auðvitað fáum við ekki neina ríkisstjórn í dag.

Þetta er allt komið í tóma vitleysu. Stjórnin hefði auðvitðað átt að sitja fram að kosningum sem aftur hefðu átt að vera snemma í apríl, seinasta lagi í byrjun maí.

Ekki misskilja mig, Sjálfstæðisflokkurinn verður að fara fra´völdum en þessi staða er bara bull og vitleysa.
Ég meina, Framsókn allt i einu komin í einhverja lykilstöðu?! Þetta er flokkur með ekkert fylgi og gljáskeindan krakkakút í forsæti.

Að sumu leyti finnst mér samt ekki algalið að fá Framsókn að borðinu t.d. eftir kosningar. Það eru þar innanborðs hugmyndir og gildi sem snúa að heildrænni nálgun á lífið og tilveruna, þar sem lífið sjálft er einhvers virði og tilhneiging er til að láta fjölskyldur standa rétthárri en til dæmis stóriðju. En svo er þar auðvitað fólk eins og Finnur Ingólfs og Valgerður og Halldór bæði virk og launvirk þannig að.....

Samfylkingin er svo sænsk eitthvað að ég bara veit ekki hvernig það fer allt saman. Hef dálitlar áhyggjur af því satt að segja.

Svo eru VG svo miklir hippar. Elska þau og allt það en hvernig fúnkera hippar þegar þeir eru komnir í Cintamani frá toppi til táar?

Veit ekki.........
xxx
Fía litla


Laugardagur, ljós og fagur.

Aah hvað það er gott að sofa út!

Virku dagana fer ég á fætur 6:15 og reyndar líka flesta laugardaga en þá skríð ég upp í aftur. Annað er bara óeðli.
En í dag fór ég ekki framúr þegar klukkan hringdi. Ég bara nennti því ekki.
Svo nú er ég útsofin og fín eins og skyni skroppið ungbarn sem veit ekki betur.

Ætli við fáum ríkisstjórn í dag eða........?
Góða helgi fallega fólk!
xxx
Fía litla


Vitiði?

Þarna úti einhvers staðar eru missjúkir bankakallar sem hlægja að okkur eins og þeir eigi lífið að leysa!

Þeir eru búnir að hlægja svo mikið að þeim er illt í þyndinni. En þeir bara geta alls ekki hætt að hlægja. Þeir geta það ekki af því að við erum bara svo rosalega hlægileg. Við erum svo hlægileg að þótt allir trúðar í heiminum kæmu saman gætu þeir ekki látið sig dreyma um að vekja svona mikinn hlátur eins og við almúginn gerum núna.

Hvernig dettur ykkur í hug að tala um að sannleikurinn verði að koma í ljós?
Hvernig dettur ykkur í hug að tala um að þeir sem beri ábyrgð verði að borga?
Hvernig dettur ykkur í hug að tala um að ríkisstjórnin verði að gera eitthvað?

Skiljið þið ekki að það er ósköp lítið hægt að gera úr þessu?
Hér er allt í voða.
Skaðinn er skeður - og við, almúginn, getum ekkert gert annað en að vera dugleg og nægjusöm og þolinmóð og bjartsýn og þæg og góð af því að hvort sem okkur líkar betur eða verr þá geta engir aðrir en við sjálf reist Nýja-Ísland. Það ætlar enginn að gera það fyrir okkur. Ekki fjármálageirinn, ekki Evrópusambandið, ekki Norðurlöndin og ekki flokkarnir.
Við verðum að gera þetta allt saman sjálf!

Bankakallarnir vita þetta en við ekki -
Það er brandarinn........
xxx
Fía litla


Það er nú bara ekki öðruvísi!

Konur á Íslandi eru hver á eftir annarri að verða stóreignakonur!
Ja hvern hefði nú grunað það?

Alltént ekki mig því síðast þegar ég gáði átti Óli húsið en ég lánið.

Krúttlegt!
xxx
Fía litla


Lífið er ævintýr!

Áttu þér uppáhaldsævintýri?
Eitthvað úr Grimms-ævintýrunum eða H.C.Andersen nú eða bara íslenskt?

Viltu segja mér hvaða?
xxx
Fía litla


Gamalt fólk á öllum aldri.


Ég er nýbyrjuð í yogatímum.
Það er mjög góð viðbót við morgunhugleiðsluna mína og sennilega allt sem ég átti von á miðað við það sem ég hef lesið og kynnt mér um yoga og meira til.

Dáldið fyndið samt að byrjendatímarnir voru fullir þannig að ég er í rólegum tímum með gömlu fólki.
Ennþá fyndnara er að ég fíla það í tætlur og fitta vel inn í gengið!

Einu skrefi nær eilífðinni - í tvennum skilningi..............
xxx
Fía litla


Akkúrat það sem mig og minn enda vantar!

Þið vitið hvernig alheimsgreindin/-vitundin virkar, ikke?

Jú sko nefnilega þannig að allt sem maður þarfnast á einhvern hátt verður á vegi manns. Málið er bara að bregðast við.

Var einmitt að fá eftirfarandi orðsendingu frá Amazon.com rétt í þessu:
Warm-up with comfort food!

Maður hreinlega efast ekki lengur um alsæið ógurlega.
Ég meina hvernig gætu þeir hjá Amazon annars vitað hvað það er nákvæmlega sem mig vantar mest og helst þessa síðustu og verstu? Einmitt slatta af fullunnum kolvetnum með dassi af trasnfitusýrum og slatta af E-efnum til að halda öllu á sínum stað.

það held ég - tóm hamingja!
xxx
Fía litla


Ekki náttúrulögmál!

Það spretta svo margar misgóðar en gangnlegar hugmyndir fram um þessar mundir.

Eina sá ég á bloggi bæjarstjórans þess efnis að kvennastjórn væri málið. Sú er reyndar úr ranni systur hennar sem er bara snillingur.

Eina kom eiginmaðurinn með um helgina. Hún hljóðar upp á deildaskipt ríki þar sem hver deild er rekin á sömu forsendum og um fyrirtæki væri að ræða. Hljómar ekki ólíkt núverandi fyrirkomulagi ráðuneyta en útfærslan var allt önnur og snerist öll um að gera framkvæmdastjóra hverrar deildar fullkomlega ábyrgan og um leið sjálfstæðan í sinni vinnu.

Ein kona alvarleg og lítt grínfull á svipinn sagðist líka um helgina geta hugsað sér að verða danskur þegn strax á morgun.

Í gær sagðist ein stallsystir mín í þjóðfræðinni vilja gangast á hönd Kanadamönnum þar sem þeir einir héldu haus og við ættum ýmissa sameiginlegra hagsmuna að gæta.

Misjafnar hugmyndir að innihaldi og gæðum vissulega en það sem skiptir máli er að við fólkið á götunni erum að ræða stjórnskipanina sem það fyrirbrigði sem hún er; manngert og mannstýrt kerfi sem er breytanlegt en ekki náttúrulegt fyrirkomulag sem hvorki má né er hægt að breyta.

Þið sem hafið verið í vafa:
Nei það er ekki náttúrulögmál að Sjálfstæðisflokkurinn ráði ríkjum á Íslandi!
Nei það er ekki náttúrulögmál að forsetinn sé skoðanlaust sameiningartákn og geðlydda!
Nei það er ekki náttúrulögmál að einhverjir aðrir en við sjálf eigum að koma að mótun og endurmótun stjórnkerfisins!

Við, fólkið í landinu, eigum að láta okkur formgerð stjórnkerfisins varða og tjá skoðanir okkar opinberlega. það er skylda okkar sem þegna.
xxx
Fía litla


Örlagafávitar!

Orðið örlagafáviti hefur á síðustu klukkutímum fengið nýja og afmarkaðri merkingu en áður.

Að vera örlagafáviti þýddi að það ætti ekki annað fyrir manni að liggja en fáviskan, slík væru örlögin.

En frá og með deginum í dag þýðir orðið örlagafáviti: Fáviti sem ræður örlögum annarra með fávisku sinni = Sjálfstæðismaður.

Því hvenær hafa jafn mikil örlög ráðist af fávitagangi jafn afmarkaðs hóps og nú á síðustu og verstu?

Kannski aldrei!

Jóhanna Sigurðardóttir var og er hugsanlega eina persónan á Alþingi Íslendinga nú um stundir sem full sátt gæti hugsanlega skapast um meðal alþýðu manna að setja í forsæti á þessum erfiðum tímum.

En nei nei, örlagafávitarnir vilja ekki lána dótið sitt.
Ekki einu sinni í smástund
xxx
Fía litla


Næsta síða »

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband