Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Ó en æðislegt - takk kærlega!

Femin-fávita-.is er alltaf að senda mér póst sem ég vil ekki sjá en get ekki með nokkru móti afþakkað.

Núna fæ ég tilboð um geisladiskinn 38 LÖG FYRIR KONUR!

Já einmitt. Hvað verður það næst?

102 RITSKOÐAÐAR OG MIKIÐ EINFALDAÐAR FRÉTTIR FYRIR KONUR!

Örlagafávitar getið þið verið þarna Femin.is-druslur.
Konur þurfa enga sérmeðferð og vilja ekki sjá hana
Alla vega ekki ég

Farvel og fokkjú

xxx
Fía litla


Góð saga er gulli betri

Einhvern tíma komst sá kvittur á kreik að á Íslandi ætti hver fjölskylda ákveðið lopapeysumynstur.
Þannig mætti svo þekkja lík sjómanna.

Skemmtilegt þetta!

Hitt er svo að íslenska lopapeysan verður til einhvern tíma á 5. áratug tuttugustu aldar. Þannig má ætla að lopapeysumynsturs-sagan eigi við heldur fá rök að styðjast þar sem líklegt verður að telja að tannlæknaskýrslur og þvíumlík tækniundur hafi gengt veigamiklu hlutverki við að bera kennsl á sjórekin lík.

En svona nákvæmlega virkar þjóðfræðin.
Þarna eru hefðir þekktar frá öðrum löndum yfirfærðar á nýjan stað.
Skotar eiga ættarmynstur og búninga.
Í Noregi eru mynstur þjóðbúninga staðbundin og sjálfsagt víða um heim.

Skemmtilegt!

Hefur þú einhvern tíma heyrt þessa sögu eða sögur af því hvenær og hvar lopapeysan varð til?
xxx
Fía litla


Hvernig er hægt annað en að skæla sig í svefn af hamingju á hverju kvöldi í þessu landi?

Pönkdúettinn Skorpulifur hefur gefið út sína fyrstu breiðskífu er ber nafnið Heimabrugg! (Mogginn í dag)

Svo hefur fólk áhyggjur af þessari þjóð
Er það ekki bara óþarfi?
xxx
Fía litla


Skápadraumar

Það var einu sinni kona sem keypt sér nýja skó.

Hún borgaði glöð uppsett verð sem var þó svívirðilega hátt. Það gerði hún vegna þess að sölumaðurinn fullyrti að í þessum skóm kæmist hún hvert sem er, hvenær sem væri og heim aftur þegar hún vildi. Þetta þótti konunni stórkostlegt. Hún hafði einmitt alltaf óskað sér að hún gæti farið hvert sem hana langaði, hvenær sem hún vildi og svo bara farið aftur heim þegar henni sýndist svo.

Hún flýtti sér heim og faldi skóna í stóra fataskápnum í gestaherberginu. Hún vildi ekki að neinn vissi um skóna. Þetta voru hennar draumaskór.

Á hverjum degi stal hún augnabliki úr eilífðinni til að skoða skóna sína. Hún tók þá úr kassanum og strauk þá varlega áður en hún pakkaði þeim niður aftur. Þegar hún var alveg viss um að enginn sæi til fór hún jafnvel í þá eitt augnablik áður en hún gekk vandlega frá þeim á sinn stað.

Dag einn brast á mikið óveður í landinu. Þegar ung stúlka stóð á tröppunum hjá konunni og bað um húsaskjól bjó hún um hana í gestaherberginu og bauð stúlkunni svo að hressa sig á matarbita fyrir háttinn. Á meðan konurnar yljuðu sér á kaffisopa eftir matinn sagði sú unga gestgjafa sínum frá draumum sínum og þrám eins og kvenna er siður. Hún sagðist alltaf hafa látið sig dreyma um að fara út í hinn stóra heim og koma svo aftur þegar hún hefði séð nóg. Það sagðist konan vel skilja og þær hlógu saman að kjánaskap sínum.

Löngu seinna barst konunni litfagurt póstkort með mynd af framandi blómaskrúði og tindrandi lækjarsprænu sem liðaðist út úr myndfletinum eitthvert langt inn i óráðna framtíð. Á bakhliðinni stóð eftirfarandi texti:

Elsku besta vinkona!
Ég get ekki þakkað þér nóg fyrir að lána mér skóna þína.
Ég hef farið um 7 álfur og 7 höf og séð næstum allt sem er í heiminum.
Í hvert skipti sem ég hugsa til heimferðar rekst ég á eitthvað sem gaman væri að skoða betur.......

Konan gekk frá kortinu í gamla öskju sem hún geymdi í fataskápnum í gestaherberginu. Hún var sneisafull af sneplum og var einmitt þeirri náttúru gædd að taka endalaust við. Svo lét hún vandlega aftur skáphurðina og hélt aftur til sinna daglegu starfa.

xxx
Fía litla


Ó elsku fólk!

Þið eruð svo óumræðanlega æðislega æðisleg að ég veit ekki hvort ég á að míga niður núna af spenningi eða kannski bara á eftir!

Getiði ekki skrifað einhver skemmtileg blogg til að stytta mér stundirnar hérna á Brjálsemisvöllum í verstu sköflunum???

xxx
lovjúol
Fía litla


Í tilefni dagsins

Nokkur skemmtileg íslensk orð og merking þeirra samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs:

SIFFRUGARN/SIFFURGARN = ullargarn eins konar

GANHALD = setgeiralaus kvennmannsbrók

PEÐRINGUR = smáskammtur

GRJÚPÁN = Sperðill/bjúga

BRÍSINGUR = dvergur

SPAUGBARN = lausaleiksbarn

og svo ég:

SLEMBRA = hressileg rigningarskúr

xxx
Fía litla


Skriðan farin af stað og til hamingju með daginn!

Muniði, ég var að tala um sköpun og frjómagn á aðþrengingartímum?

Nú er ballið byrjað.

Spaugstofan aldrei verið betri en tveir síðustu þættir,
endalausar umfjallanir í prentmiðlum um íslenska hönnun sem mun smita út frá sér,
Sjaldan verið jafn oft minnst á íslensku ullina í fjölmiðlum, kosti hennar og sérstöðu eins og undanfarnar vikur.

Að ekki sé minnst á allt grínið á netinu í orðum og myndum.
Hvað haldiði að það hafi margir lært nýjar aðgerðir á tölvurnar sínar í þeirri sköpun allri saman?

Nú hugsar fólk í lausnum og nýtingarmöguleikum.

Og svo það besta - spádómar um að ástandið muni efla íslenska tungu!!!

Til hamingju með daginn gott fólk..........
xxx
Fía litla


Heillandi hugvit

Veistu hvað lopi er?
Lopi er ull sem ekki hefur enn verið spunnin.

Hvað með það segirðu kannski og býst til að gera eitthvað annað en að lesa áfram.
Jú það er svolítið sérstakt við íslenska lopann. Það er lopaprjónið.
Það á sér að öllum líkindum ekki hliðstæðu í heiminum.
Ég hef ekki rekist á neitt í þeim efnum en er að rannsaka málið.
(Láttu mig vita ef þú veist)

Það vildi þannig til að á öðrum áratug tuttugustu aldar hafði kembing ullarinnar flust í litlar ullarvinnslustöðvar en konur héldu áfram að spinna heima. Þær fengu ullina heim kemda í lyppur/lopa og spunnu svo á rokk eða handspunavélar.

Þegar ullarvinnsla og annar heimilisiðnaður var í rénun vegna meðal annars fólksflutninga úr sveit í bæi fækkaði þeim sem kunnu til verka. Þannig gengu rokkar til dæmis úr sér og voru ekki endurnýjaðir.

Þess vegna gerðist það að hugvitið bauð íslenskum konum að reyna að prjóna úr lopanum óspunnum. Nákvæmlega hver eða hvenær það var gert fyrst er ekki vitað. Þannig er það nú einmitt með alla þjóðfræði, hefðirnar eru höfundarlausar og þess vegna svona dásamlega mystískar.

Lopaprjónshefðin varð svo að samfellu í íslenskri þjóðmenningu og lifir nú sem aldrei fyrr.

Dásamlegt ekki satt?
xxx
Fía litla


Að skapa er að lifa

Sit við skriftir og lestur.
Lítil sköpun í gangi þar.

Þarf ekki annað en að snúa mér í hálfhring á stólnum og þá blasir við garnhillan mín og körfurnar.
Ekkert er eins hvílandi og gefandi eins og að handleika garn.

Núna er ég upptekin af lopa, annarri lítið unninni ull og hvers kyns hnöppum.
Var að gera tilraun með að hekla einfaldan plötulopa. Kemur vel út. Endalausir möguleikar!

Á hillunni beint fyrir ofan tölvuna mína liggja þrír litlir hlutir sem eiga hug minn allan þessa dagana. það eru tvær stórar hvítar plasttölur og einn eldgamall málmhnappur ættaður úr töluboxinu hennar Önnu ömmu. Fyrir aftan mig er svo mjög sérstakt tvinnað ullarband sem ég keypti á verksmiðjuútsölu í Noregi árið 1987.

Svo er fólk hissa á því að maður sé upptekinn...........
xxx
Fía litla


Andrými

Á laugardagsmorgnum stöðvast tíminn og lífið tekur á sig annarlegan blæ raunsæis og fantasíu í bland. Línur taka að skýrast á meðan aðrar verða óljósari en nokkru sinni og spurningarnar hrannast upp í kaótískan hrauk í hausnum á mér.

Þá kemur nefnilega Lesbókin með Mogganum.

Þess vegna get ég ekki sagt honum upp.
Svona er ég breisk manneskja

Góða helgi.......
xxx
Fía litla


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband