Leita í fréttum mbl.is

Ekki drepast úr helvítis frekju!

Mikið hef ég reynt að undanförnu í þá átt að temja mér umburðarlyndi - sérstaklega gagnvart þeim sem eru á annarri skoðun en ég sjálf um lífsins gagn og nauðsynjar. (Já, auðvitað er ég að tala um Sjálfstæðisflokkinn)

það hefur gengið svona og svona en satt best að segja hef ég komið sjálfri mér á óvart fyrir það hversu vel mér hefur tekist til á köflum.

En nú er ég alveg dauðans uppgefin á þessari tilraun.
Mér er algerlega misboðið hvernig núverandi stjórnarandstaða ætlar að haga sér í þinginu.
Ég nenni ekki einu sinni að fara í það í smáatriðum.

Langar bara að segja hér út í buskann að ég skil ekki hvað fólkinu gengur til.

Og þó - ég veit alveg nákvæmlega hvað þeim gengur til.
Þau eru í bullandi kosningabaráttu. Dauðfegin að vera laus úr viðjum ráðuneyta sinna geta þau nú verið sá fúli á móti eins og enginn sé morgundagurinn.

Það voru nú ljótu mistökin að slíta þessu stjórnarsamstarfi. Hefðum átt að þrauka fram á vor.
Sáuð þið af þingfundi í gær?
Þinghaldið er orðið að höfundarréttarréttarhöldum. Hverjum er ekki drullusama um það hver nákvæmlega fékk hvaða hugmynd svo fremi sem þær eru útfærðar af réttsýni og heiðarleika og hrint í framkvæmd án tafar þyki þær vænlegar til árangurs?
Og að ekki sé nú talað um muninn að nú skuli fólki vera sagt frá því sem stendur til að gera og líka því sem kemst til eiginlegra verka!

Nei nú bara eykst fylgi Flokksins á meðan alvöru fólk stendur slorið upp í klof staðráðið í að spúla það mesta af dekkinu áður en vaktinni lýkur.
Á meðan garga Sjálfgræðgismenn eins og frekir krakkaandskotar hver upp í annan gjörsamlega vitstola af frekju yfir því að einhverjir skuli hafa vogað sér að falast eftir dótinu.

Ég næ ekki upp í nefið á mér - þið eruð nú ljótu fíflin!
Kunnið þið ekki að skammast ykkar?
Búin að valda svo miklum skaða með oftúlkun og misnotkun á hugmyndafræði ykkar að það sér ekki fram úr ósköpunum og nú heimtið þið skilyrðislaust að fá að halda um valdakeflið áfram.

Það er eitthvað mikið að................
xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sammála. Ótrúlegt en spyrjum að leikslokum. Kannanir hafa nú verið gerðar með vitlaust hallamál á stundum. Sjáum til eftir kosningar.

Rut Sumarliðadóttir, 6.2.2009 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 56266

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband