Leita í fréttum mbl.is

Hvenær selur maður sál sína og hvenær selur maður ekki sál sína?

Hlægilegur er hann þessi andskotans bægslagangur í Flokksmönnum þessa dagana!

Allir í kappi núna við að vinna sér inn öruggt sæti á jólakortalista Dabba Dubious.

Er þetta ekki sama gengið og sagðist um og fyrir stjórnarslitin síðustu vera svo mikið tilbúið í skipulagsbreytingar í Seðlabankanum? Þau sögðu líka, einhver þeirra að minnsta kosti, að það þýddi jú að Dabbi þyrfti að fara.

Alveg er mér nákvæmlega sama hvað sá maður fer að gera og hvað honum verður borgað í laun fyrir það. Málið er bara að kallinn er algerlega óhæfur í starfið miðað við stöðuna eins og hún er í dag. Við getum ekkert horft framan í alþjóðasamfélagið og ætlast til að njóta þar trausts og brautargengis með afdankaðan kallfausk með úrelt Ba-próf í lögfræði í forsæti seðlabanka landsins.

Fólk eins og Þorgerður Katrín veit þetta og SKILUR þetta. Sumir aðrir hafa greinilega logið því að vilji til nauðsynlegra breytinga væri til staðar.

Svei mér ef þetta lið veit hvenær það lýgur.
Spurningin er svo bara hvort þau viti í raun af hverju og fyrir hvað þau selja sálu sína dag frá degi.

xxx
Fía litla


mbl.is Hörð gagnrýni á seðlabankafrumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilega til hamingju með fyrstu afleiðingar grjótkastsins: þær að ekki mátti lækka vexti síðastliðinn föstudag, þar með fara fleiri fyrirtæki og einstaklingar í þrot.

Og vegna þess að AGS þarf að sjá hverju fram vindur fram yfir kosningar verður ekki almennilega slakað á vöxtum hér fyrr en í fyrsta lagi í maí, og þar með fara nánast öll fyrirtæki í þrot og fleiri þúsund í viðbót af þeim einstaklingum sem með mestar skuldir eru: fyrirtæki altso og einstaklingar sem hefðu lifað af ef mátt hefði lækka vexti strax síðastliðinn föstudag, og AGF þyrfti ekki að bíða fram yfir kosningar með frekari vaxtalækkanir og aðrar aðgerðir.

Eða eins og Finnarnir segja: að þurfa að standa í stjórnarskiptum og kosningum framlengdi kreppuna hjá þeim um tvö ár með tilheyrandi auknum hörmungum fyrir þjóðina.

En á Íslandi eru sem betur fer nógu mörg alvörulaus fífl, sem halda, að þótt bókstaflega ekkert megi fara úrskeiðis svo hér verði ekki TÓTAL KOLLAPS, þá sé kreppan fyrst og fremst tækifæri til að æfa eitthvert últra dásamlegt grjótakastaralýðræði.

Ég á börn og veit að staðan er að heita má jafn alvarleg og ef þau lægju helsjúk á gjörgæslu, þess vegna er ég ekki með hugann við það dekurvandamál hvort hér sé últra dásamlegt grjótkastaralýðræði, hvort læknateimið sem annast börnin mín hafi 113% skínandi búsáhaldabyltingarumboð til að reyna að bjarga lífi barna minna; ég veit að það er 113% vinna fyrir læknateimið að annast börnin mín og ég heimta því ekki að læknateimið standi á sama tíma í kosningabaráttu (með þeirri miklu freistingu sem henni fylgdi að beita á börnin, kosningabaráttunnar vegna, vel útlítandi sýndarlækningu sem gerði þeim óleik).

Hvaða stjórn sem hér ræður verður að fara eftir stefnu AGS: jafnvel heilagur Þorvaldur segir (sagði meðan Þingvallastjórnin lifði) að ekki megi víkja hársbreidd frá þeirri stefnu.

Fyrir utan ofangreindar hörmungarafleiðingar sem stjórnarskipti/kosningar hafa í för með sér hafa þær altso sama praktíska gildi og fegurðarsamkeppni: fá sætara fólk (eða sama fólk í sætari fötum) til að framfylgja þeirri stefnu sem allir vita að verður að fylgja. Myndi slíkt vera mér mál málanna með börnin mín liggjandi fyrir dauðanum: að beita öllum tiltækum ráðum til að koma læknateiminu í læknafegurðarsamkeppni? Já. Já. Það vær mál málanna fyrir mig. Ég myndi framkalla þann hávaða sem ég gæti til að læknateimið sem væri upp fyrir haus að reyna að bjarga börnum mínum myndi á sama tíma þurfa að standa í margra vikna stífri fegurðarsamkeppni. Já. það væri mér sannarlega meira kappsmál en allt annað. Ef ég væri sama fífl og búsáhaldarbyltingarelskurnar.




Þvílík skinhelgi að halda því fram að íslenska þjóðin sé saklaus fórnarlömb hrunsins. Hér var árum saman einhver mesti kaupmáttur í heimi, við altso hefðum öðrum fremur átt að eiga fyrir því sem við kaupum, en það gerðum við adeilis ekki. Gott og vel bankarnir voru í bullandi áhættu (sem er dauðadómur þegar brestur á megakreppa), en almenningur og nánast hver einasti aðili á Íslandi var ekki hótinu skárri: nánast allir hér, stórir sem smáir, voru í þeirri stöðu með sín fjármál að ekkert mátti koma uppá í heiminum svo ekki myndi allt hér hrynja.

Í grunninn er málið svona: bankar eru einkafyrirtæki. Enginn var neyddur til að eiga viðskipti við bankana okkar þrjá (hér var jú öðrum lánastofnunum til að dreifa), enginn skyldugur að vinna hjá þeim, enginn skyldugur að eiga krónu í hlutabréfum/skuldabréfum þeirra.

Allir þykjast núna hafa vitað allan tímann að bankarnir væru meira og minna rotnir, rétt eins og allir koma nú fram hálfsnöktandi og segja: "ég vildi þetta aldrei, snökt snökt. Þetta var ekki það þjóðfélag sem ég vildi, snökt snökt".

Hvað vildu menn ekki? Hafa svona mikinn kaupmátt og taka svona mikið af lánum til að kaupa allt sem hugurinn girntist? "Já, ég vildi þetta aldrei, snökt snökt, ég bara fylgdi straumnum, af því ég hafði jú frelsi til þess, snökt snökt, ég vildi aldrei þetta frelsi, snökt snökt, til að eyða og sóa eins og hinir vitleysingarnir. Og ég vildi ekki að hinir vitleysingarnir eyddu og sóuðu eins og hin-hinir vitleysingarnir, vildi ekki að þeir væru að kaupa sér jeppa og skjái útí bláinn, snökt snökt. Og ég vildi ekki að eigendur hinna og þessara einkafyrirtækja ákveddu að borga sumum af starfsmönnum sínum mjög há laun, snökt snökt".   

Gott og vel, það vildi enginn gera neitt af því sem hann og maðurinn í næsta húsi og þar næsta húsi gerðu.

Það var hverjum manni í sjálfsvald sett að sleppa því alfarið að eiga nokkuð saman við bankana þrjá að sælda, rétt eins og margir td vildu ekki koma nálægt fyrirtækjum sem Hannes Smára átti í. Ef hver og einn hefði tekið ábyrgð á sér, og ekki ákveðið, af fúsum og frjálsum vilja, að binda trúss sitt, að einhverju leyti, við þessi þrjú fyrirtæki, þá hefðu gjaldþrot þeirra snert okkur álíka mikið og ef einhverjar illa reknar "óreiðu"mannabúllur hefðu oltið um (Icesave-skuldin er dálítið sérstakt mál, í raun er verið að troða þeirri skuld uppá á okkur án þess að fyrir því sé lagabókstafur). 

ásdís (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 13:02

2 identicon

Vá þú ert gjörsamlega í ruglinu Ásdís mín! Þú ert uppfull af þessum dæmigerða sjálfstæðismannahroka og hvað búsáhaldabyltinguna varðar þá hafa íslendingar 113% rétt á hrekja burt þá glæpamenn sem hafa verið við völdin allt of lengi. Það ekki rétt hjá þér að fólki hafi verið frjálst að eiga engin viðskipti við bankana af því að ég reyndi að sleppa því og biðja um laun í reiðuféi en það var ekki hægt þannig neyðist ég alltaf til þess að fá launin mín borguð inn á bankareikning. Ef ég fæ ávísun þarf ég að skipta henni í banka og í kaupþingi þarf ég t.d að vera með reikning til þess að geta skipt ávíuninni minni. Ef þú hefur áhyggjur af framtíð barnanna þinna geturðu litið á það sem svo að sjálfstæðisflokkurinn er sjúkdómur og ísland er í sárum eftir þá plágu sem hann hefur valdið. Það tekur tíma að finna rétta bóluefnið við honum

kær kveðja og gangi þér allt í haginn

skvaldur (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 13:22

3 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Auðvitað eru Íslendingar ekki saklaus fórnalömb. Ég gæti líka ekki verið meira sammála þér í því að stjórnarskipti voru afleitur kostur á þessum timapunkti. Snemmsumars hefði verið mun betra.

En sú röksemdafærsla að við hefðum ekkert þurft að skipta við bankana er nú svolítið veikburða finnst mér. Í fyrsta lagi er mannskepnan svo merkilega innréttuð að hún hefur til að bera atferli sem skýrt hefur verið viðskiptatryggð að þvi er mér skilst. þannig skiptir fólk við sömu fyrirtækin og kaupir sömu fatamerkin alveg út yfir gröf og dauða. Í öðru lagi átti margur maðurinn nokkuð undir því áður en blessað góðærið skall á að viðskiptabankinn héldi yfirdráttarheimildum manna opnum og væru þolinmóðir þótt ekki væri alltaf til fyrir greiðsluþjónustunni á réttum tíma og fleira nokkuð í þeim dúr. Þetta þekki ég ágætlega það sem ég vann í´banka.

Hitt er svo aftur annað mál að heldur vil eg það sem þú kallar grjótkastslýðræði en það auðmagnsræði sem hér hefur nærst og vaxið í ognarlangri stjornarsetu Sjálfstæðisflokksins með afleiðingum sem sér ekki fyrir endann á.

Soffía Valdimarsdóttir, 6.2.2009 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 56234

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband