Leita í fréttum mbl.is

Þú ert svo pólitísk Soffía!

Þetta hafa ekki færri en hundrað og þrír sagt við mig í gegnum tíðina.

Og þetta er satt, ég er mjög pólitísk!

Að vera pólitískur er í raun ekki annað en að hafa einlægan áhuga á því hvernig málum er stjórnað í því samfélagi sem maður tilheyrir og vilja um leið hafa eitthvað um það að segja.

Svo eru til alls konar litir og stefnur í pólitík sem eru í eða eiga að vera í stöðugri endurmótun. Það er hættulegt að festast í hugsanagangi hver svo sem hann er.

En auðvitað fylgir böggull skammrifi. Flestir þeir sem eru pólitískir eru líka metorðagjarnir, valdsæknir og jafnvel pínulítið athyglissjúkir - meira að segja kannski líka frekir. Þess vegna fer oftast eins og það fer, menn ofmetnast af valdi, blindast og misnota það. Sumir valda jafnvel meiri skaða en þeir gera gagn.

Ég er sek um þetta allt saman - eða hefði líklega orðið það ef ég hefði látið til leiðast þegar núverandi bankamálaráherra stóð á tröppunum hjá mér og bauð mér 2 eða 3 sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi á sínum tíma. Ég mátti velja. Ég sagði nei takk.

Á þeim tíma þorði ég ekki.

Í dag veit ég að ég er ekki hæf. Við verðum að segja sjálfum okkur satt og ekki síst þegar kemur að því að meta stöðu okkar og getu til ólíkra verka. Það er skylda hvers fullorðins manns - líka pólitíkusa!

Ég óttast að það séu margar Soffíur í íslenskum stjórnmálum í dag. Fólk sem hefur nokkuð skýrar meiningar um lífið og tilveruna, vill vel en á ekki erindi í alvörunni. Það er ekkert ljótt við það. Við gerum öll mistök í lífinu.
Það er bara svolítið dýrt spaug þegar mistökin kosta börnin okkar og jafnvel barnabörnin lífskjörin og æruna.

Við eigum þess vegna að prófa fagstjórn í lands- og sveitarstjórnarmálum í auknum mæli á næstu árum!

Þó ætla ég fæstum það að þeir standi sig illa af ráðnum hug.
Flestir vilja sannarlega vel en skilja svo hvorki leikreglurnar né ráða við að smjúga inn í valdaklíkuna sem á Ísland með húð og hári.

Stundum segi ég óvarlega hluti um fólk sem ég þekki ekki.
Það gerist þegar ég er reið.
Ég verð reið þegar ég er hrædd - þegar öryggistilfinningu minni er ógnað.
Þó held ég að skammirnar geti jafnvel gert gagn ef þær eru settar fram í einlægni.

Í dag langar mig að þakka þeim íslensku stjórnmálamönnum sem eru að gera sitt besta. Ég finn til með þeim mörgum.
Ég er þannig stemmd í augnablikinu.
Ég held ég noti þessa glufu og þakki þeim sem mér hugnast síst í landslagi íslenskra stjórnmála, Sjálfstæðisflokknum og jafnvel Davíð Oddsyni fyrir margt gott og gagnlegt sem frá því fólki öllu hefur komið í gegnum tíðina.
Restina reyni ég að læra að fyrirgefa þeim því þau vissu sennilega ekki betur.

Nú þurfum við öll að líta inn á við og athuga hvar við getum hugsanlega slegið af í fyrirtekt og fordómum.
Kannski geri ég það hér einmitt af því að ég er svo pólitísk - ég vil hafa áhrif.
Sennilega þó frekar vegna þess að ég svaf nánast ekkert tvær undanfarnar nætur.

Ég er nefnilega dauðhrædd!
Ég hef aldrei verið svona hrædd á ævinni!
Ég óttast að það sé óöld og sorg framundan.
Ég óttast að börn verði beitt líkamlegu og andlegu ofbeldi því þau eru minnimáttar.

Fyrst og fremst óttast ég þó kannski að þótt ég sé svona pólitísk þá geti ég engum bjargað og ekkert gagn gert.
Það er kannski verst
xxx
Fía litla.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

held að þú sért ekki ein um þessa tilfinningu, óttinn er óargadýr og ég er eins og þú óttasleginn um framtíðina og geta ekki gert nokkuð skapaðan hlut.......

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 15.1.2009 kl. 17:42

2 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Já og mér finnst einmitt að við eigum að ræða það opinskátt.

Að sjálfsögðu heldur lífið áfram og allt mun þetta bjargast á endanum.

En það er ekki endalaust hægt að sótast og skammast eða segja brandara um ástandið.

Soffía Valdimarsdóttir, 15.1.2009 kl. 19:24

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.1.2009 kl. 08:08

4 identicon

Hér verð ég að vera ósammála þér Fía litla því mín skoðun er sú að það vanti akkúrat fólk eins og þig í pólitík, fólk með hugsjónir, fylgið sér, málefnanlegt og kemst vel að orði eins og þú :) Umfram allt: Gott og réttsýnt fólk ekki lætur valdasýki eða mikilmennskubrjálæði stjórna sér.  En helv. vanmáttarkenndin lætur ekki að sé hæða og furðulegt hvað hún leggst stundum á þá sem síst skyldi... við missum marga góða menn í hana.   "FÍU Á ÞING!"

Kolbrún Kristiansen (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 17:36

5 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Kolbrún mín, ég sé að það þarf að fara að hella upp á þig - þú ruglar bara!

En svona í alvöru þá fæ ég annað slagið ör-panikkast þegar ég man eftir því að einu sinni fyrir ekki svo löngu var ég nærri glötuð.

En það er rétt að margir halda aftur af sér til góðra verka á meðan aðrir fara offari í misgjörðum sínum.

Soffía Valdimarsdóttir, 16.1.2009 kl. 20:22

6 identicon

Frænka góð,

vandinn sem við glímum við varðandi offramboð vanhæfra stjórnmálamanna er einmitt sá að alveg snarhæft, frábært fólk eins og þú með kollinn í lagi og réttsýnina að leiðarljósi fæst ekki á þing! Það er stóri vandinn. Sem þarf að leysa. Fíu á þing, amen.

Tóta frænka

Þórhildur Þórhalls (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 21:52

7 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Það kommenterar enginn á kjarna málsins hérna!

Sem er: Að við eigum að hætta að nota pólitíkusa í pólitík vegna þess að eðli sínu samkvæmt eru þeir tilfinningaverur og þar með sleipir á svellinu ! Ég held að þetta sé fullreynt að sinni og þarfnist endurskoðunar. Þess vegna segi ég frá svona persónulegum hlut hérna á blogginu sem þessi framboðsbeiðni er auðvitað.

Fagstjórnir/fagaðilar í hvert rúm í skipinu - það er málið! Eða allavega reynandi þar sem allt er í rugli hérna. Ég meina ekki látum við sjúkraliða kenna börnunum okkar að lesa eða rútubílstjóra skera okkur upp!

Ég og mín persóna, geta eða ekki geta er helbert aukaatriði, aðeins farvegur fyrir það sem ég er að reyna að segja.

Soffía Valdimarsdóttir, 18.1.2009 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband