12.1.2009 | 08:54
Á kannski bara að leggja niður Alþingi?
Njörður P. Njarðvík var einn af gestum Egils Helgasonar í Silfrinu í gær.
Hann skrifar stundum greinar um þjóðfélagsmál í blöðin. Reyndar líka um íslenskt mál en það er önnur saga. Venjulega finnst mér hann skýra hlutina frekar en hitt. Ég er oft sammála honum. Hann segir hluti sem aðrir hafa kannski sagt áður en þegar Njörður fer um þá höndum verða þeir skiljanlegir og gegnsæir.
Undanfarið hefur hann rætt stöðu lýðræðis á Íslandi. Hann segir að það sé ekki til staðar. Það er rétt.
Í lýðræðisstjórnskipulagi eða þingræðis kannski öllu heldur á framkvæmdavaldið að fylgja eftir og koma til framkvæmda ákvörðunum löggjafarvaldsins. Þannig er það ekki í dag og hefur ekki verið lengi.
Alþingi er í raun eins og stór skrifstofa sem vinnur úr því sem framkvæmdavaldið réttir þar inn á borð hverju sinni.
Í þessu ljósi eru nýtilkomnir aðstoðarmenn alþingismanna óþarfir. Sú fyrirskipan er hlægileg sé raunverulegt vægi þingsins og þá um leið þingmannanna athugað.
Þingið hefur áður verið í sömu stöðu.
Allt frá einveldistökunni 1662 og fram til loka 18. aldar var það afgreiðslukontór og samkomuhús heldri manna. Þegar Alþingi var lagt af á sínum tíma var svo komið að menn sinntu ekki einu sinni mætingarskyldu. Á síðasta þinginu sem haldið var á Þingvöllum voru samankomnar örfáar hræður til skrafs og ráðagerða. Ástand Lögréttu var með þeim hætti að ekki var þar líft vegna dragsúgs þannig að Magnús Stephensen stóð upp og tilkynnti að hann væri farinn heim og þeir sem vildu hafa eitthvað um afgreiðslu eftirstandandi mála þingsins að segja gætu komið með sér ef vildu.
Þá var þingið aðeins afgreiðslustaður og umsagnaraðili.
Konungur og embættismenn hans voru framkvæmdarvaldið. Alþingi hafði samkvæmt hefð eitthvert málamyndalöggjafarvald.
Svona er þetta líka í dag. Það eina sem er öðruvísi er að þinghúsið heldur vatni og vindi og að kóngurinn er ekki erlendur. Við höfum reyndar ekki einn sýnilegan kóng en hirðin er vissulega bæði til og mjög sýnileg.
Eigum við ekki bara að leggja niður Alþingi?
Skiptir þessi sýndarmennska einhverju máli?
xxx
Fía litla
Færsluflokkar
Bloggvinir
- 810
- leifurl
- latur
- hjolaferd
- birgitta
- katrinsnaeholm
- vefritid
- ragnarfreyr
- dofri
- halkatla
- svavaralfred
- kolgrima
- svala-svala
- helgafell
- bjarnihardar
- brell
- salkaforlag
- brjann
- gattin
- brandarar
- ebbaloa
- eddabjo
- kokkurinn
- gudmundurhelgi
- hallarut
- snjolfur
- disdis
- holmdish
- haddih
- kreppan
- jenfo
- larahanna
- lillagud
- loaloa
- rutlaskutla
- klarak
- vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
af hverju ekki, nóg er af þessari sýndarmennsku í þjóðfélaginu
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 12.1.2009 kl. 18:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.