Leita í fréttum mbl.is

Til hvers?

Þessa dagana fæ ég mig ekki til að skrifa um kreppu á Íslandi.
Ég finn mig heldur ekki í því að tjá mig um barnsmorð á Gaza. Mig brestur kjark í báðum tilfellum.

Í fyrra tilfellinu finnst mér ekki nægileg ástæða til.
Í hinu síðari eru ástæðurnar nægar en ég of lítil.

Hins vegar finnst mér ekki úr vegi að tala um það til hvers við gerum og erum.

Til hvers er ég og hvaða tilgang hefur tilvera mín yfirleitt?

Hef ekki hugmynd.
Veit þó að það hefur eitthvað með heilindi og kærleika að gera.
Læt ykkur vita ef ég kemst að niðurstöðu.

Sennilega er tilgangur hverrar manneskju sá sannastur að lifa í náungakærleika frá degi til dags. Ekki bara á tillidögum eða rétt á meðan samviskan er friðuð með gjöfum í góðgerðastarf.

Ég veit um eina konu sem ekki lifði til einskis.
Hún hét Bergþóra Árnadóttir og sendi frá sér dásamlegar texta- og tónsmíðar. Um slíkt veit ég ekki mikið en ég veit að diskurinn sem ég gaf sjálfri mér í jólagjöf endurvarpar sannri manngæsku og heilindum til mín í hvert skipti sem hann fær að hljóma.

Ég held áfram að leita...........
xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 56318

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband