Leita í fréttum mbl.is

Bara svona rétt áður en ég skríð upp í ........

.........langar mig að deila með ykkur girnilegu lesefni.

Var að klára að lesa Mávahlátur eftir Kristínu Marju Baldursdóttur vegna ritgerðar sem vonandi fæðist um og upp úr helginni.

Kristín er með betri íslenskum rithöfundum síðari ára. Karítas án titils er einhver skemmtilegasta og best skrifaða bók sem ég hef lesið í mörg ár. Óreiðu á striga á ég eftir að lesa og hlakka mikið til - kannski bara um jólin. Og svo Mávahlátur sem ég hafði ekki lesið, aðeins horft á myndina. Hún er líka frábær.

Hljómar kannski annarlega en Kristín skrifar bækur um konur fyrir konur af svo mikilli snilld að það næstum synd. Sú mynd sem hún dregur upp af þjóðlífi í bókum sínum er einstök, ekki langt frá HKL að gæðum og stílfegurð en þó með allt öðrum hætti. En af því að kvenheimurinn er svo alger í bókum Kristínar þá efast ég um að karlar geti notið þeirra og fari því á mis við þjóðlífslýsinguna góðu.

Hljómar kannski hrokafullt eða kvenrembulega en er bara satt og ekkert slæmt.
Er ekki Sven Hassel til dæmis svona kalla-kall sem konur fatta ekki?

Annars bara góða nótt og dreymi ykkur vel
xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband