19.11.2008 | 21:51
Djöfull fara kallar í taugarnar á mér!
Sá góði siður að halda hurðinni fyrir næsta mann er mikið iðkaður og þarfur í Háskóla Íslands. Þar úir og grúir af hurðum og maður er á stöðugum þvælingi á milli bygginga allan liðlangan daginn.
Sjálf held ég alltaf hurðinni fyrir næsta mann á eftir mér, færi mig til hliðar með kaffibollann í röðinni á meðan ég geng frá veskinu oní tösku og annað svona taka-tillit-dót sem mér finnst gefa lífinu gildi og bæta heiminn.
En ég gjörsamlega þoli ekki kalla og krakkaskratta sem troðast fram fyrir mig á göngu til að opna hurðir fyrir mig.
Hver fjandinn haldiði að þið séuð?
Og hvern fjandann teljið þið mig vera?
Nei ég meina það. Þetta er bara svo hallærislega tilgerðarlegt og skelfilega eitthvað tuttugasta öldin og bara gjörsamlega óþolandi með öllu!
Tvisvar núna með stuttu millibili er ég bókstaflega búin að ganga á einhverja kallabjána og í annað skiptið hálf hrasa með fangið fullt af bókum og þunga tösku á bakinu.
En í dag tók nú alveg steininn úr.
Á leiðinni upp á fjórðu hæð í Árnagarði ávarpar mig miðaldra maður og spyr hvort hann eigi að halda á töskunni minni!!!
Ég gjörsamlega missti málið - ekki lengi þó því ég sagði nei takk með stóru Neii, tveimur galopnum augum og galopnum munni.
Held það sé kominn tími fyrir hinn helminginn af mannkyninu að jafna sig á sjálfum sér - jei þið eruð voða æðislegir en allt hefur sín takmörk - líka æðislegheit karlkyns.
Finnið ykkur eitthvað að gera greyin mín
xxx
Fía litla
Færsluflokkar
Bloggvinir
- 810
- leifurl
- latur
- hjolaferd
- birgitta
- katrinsnaeholm
- vefritid
- ragnarfreyr
- dofri
- halkatla
- svavaralfred
- kolgrima
- svala-svala
- helgafell
- bjarnihardar
- brell
- salkaforlag
- brjann
- gattin
- brandarar
- ebbaloa
- eddabjo
- kokkurinn
- gudmundurhelgi
- hallarut
- snjolfur
- disdis
- holmdish
- haddih
- kreppan
- jenfo
- larahanna
- lillagud
- loaloa
- rutlaskutla
- klarak
- vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
láttu ekki eins og þér líki það ekki
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 19.11.2008 kl. 21:55
ææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææ greyið..................................................
Bara Steini, 19.11.2008 kl. 21:56
Hulda mín það er nákvæmlega þetta viðhorf sem gerir það að við fáum ekki stöðurnar, launin og virðinguna sem við eigum skilið að njóta!
Soffía Valdimarsdóttir, 19.11.2008 kl. 21:59
það er allt hægt
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 19.11.2008 kl. 22:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.